Oddvitaáskorunin: Heimsótti Bubba og þóttist taka viðtal við hann Samúel Karl Ólason skrifar 28. apríl 2022 15:01 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Sara Dögg Svanhildardóttir leiðir lista Viðreisnar í Garðabæ í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég heiti Sara Dögg og er oddviti Viðreisnar í Garðabæ. Ég er alveg að verða 49 ára og hlakka mikið til þess að verða fimmtug, menntuð grunnskólakennari og starfa við verkefnastjórn náms- og atvinnutækifæra fatlaðra ungmenna hjá Þroskahjálp ásamt því að vera bæjarfulltrúi í Garðabæ. Ég er gift Bylgju Hauksdóttur og við erum stuðningsmæður Katrínar Erlu 18 ára unglingsstúlku sem kom inn í líf okkar fyrir að verða 8 árum síðan ein allra besta himnasending þessa heims. Ég er í grunnin sveitastelpa alin upp í sveit á Reykhólum en flutti snemma að heiman og hef búið á höfuðborgarsvæðinu frá unglingsaldri. Reykhólasveitin er besta sveitin og mér þykir alltaf gott að koma heim í kyrrðina og náttúrufegurðina. Ég brenn fyrir réttlátu og frjálslyndu samfélagi og vil sjá kerfi snúast um fólk en ekki um sig sjálf. Sjá einnig: Oddvitar um allt land sýna hina hliðina í Oddvitaáskorun Vísis Ég hef starfað lengst af til hliðar við hið almenna menntakerfi, tók þátt í uppbyggingu grunnskólum Hjallastefnunnar og kom að uppbyggingu tveggja grunnskóla þar ásamt því að sinna ráðgjöf við skólastjórnendur. Ég elska að vinna að því að breyta kerfum, koma hreyfingu á hlutina þannig að hlutirnir virki betur í dag en í gær. Ég er mikil baráttukona og þrífst best þegar ég hef mikið að gera og það sem ég hef fyrir stafni snertir hugsjónir mínar sem eru að tryggja sanngjarnt samfélag fyrir okkur öll. Þá líður mér best. Ég hef gaman af lífinu og er nett flippkisa þegar þannig liggur á mér. Ágætlega hvatvís en um leið sæmilega þrjósk. Ég varð fyrir því fyrir nokkrum árum að detta í golfið ekki gólfið og veit ekkert betra en hendast út á golfvöll á fallegum sumarmorgni og takast á við sveiflu dagsins og ná markmiðinu að bæta skor gærdagsins. Útivist almennt gefur mér andlega næringu og fátt toppar góða göngu á hálendinu. Ég er svolítil dellukelling og tek flest sport sem ég dett inn í með trukk og dýfu. Er í dag að reyna við að ná 100 kg hnébeygjunni stend í 93 kg þó. Ég ásamt félögum mínum í Viðreisn erum mætt með ferska vinda fyrir Garðabæ og viljum bjóða upp á raunverulegan valkost þar sem ábyrg fjármálastjórn er sett í þágu velferðar því við viljum sanngjarnt samfélag fyrir okkur öll. Það eiga allir að geta valið Garðabæ til búsetu því Garðabær er einstakur bær með geggjaða náttúruparadís allt um kring en í því felast mikil gæði fyrir okkur mannfólkið. Klippa: Oddvitaáskorun - Sara Dögg Svanhildardóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Reykhólasveitin mín. Allra fallegasta sveit landsins. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Það er kominn tími á að mála brunahanana í Garðabæ appelsínugula. orangeisthenewblue :-) Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Tja. Veit ekki hvort það flokkist beint undir áhugamál. En ég elska að nýta tímann á milli 06 og 07 á morgnana og rýna alla miðla dagsins upp í rúmi áður en ég fer í morgunverkin. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Fyrir margt löngu var ég tekin fyrir of hraðan akstur við komu mína í Búðardal hámarkshraðinn var 70 og mér fannst ég hafa verið á 70! Hvað færðu þér á pizzu? Annað hvort osta eða þá sterkustu sem er í boði og þá er mjög við hæfi að hafa ananas. Hvaða lag peppar þig mest? Girls just wanna have fun með Cindy Lauper. Ég á sælar minningar á tónleikum með henni í Hörpu fyrir einhverjum árum síðan þar sem ég þótti láta dólgslega að mati álitsgjafa Fréttablaðsins. Ég bara gat engan veginn látið það vera að gefa drottningunni high five þegar hún steig upp á stól við hliðina á mér. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Ég er mjög góð í armbeygjur. Á góðum degi 15 á tánum. Göngutúr eða skokk? Skokk. Uppáhalds brandari? Ég man enga brandara. Hvað er þitt draumafríi? Golf á heitum og sólríkum stað. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Úff. bæði verri. Uppáhalds tónlistarmaður? Minn allra besti Bubbi. Ég hef ekki bara heimsótt hann sem unglingur og þóst taka viðtal við hann heldur gerði ég mjög heiðarlega tilraun til þess að vera hann fyrir sýninguna 9 Líf. Komst svo langt að sitja fyrir framan hann sjálfan og spila og syngja Stál og hníf. Það var stórt. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Ætli það hafi ekki verið þegar ég var komin í sturtu með sundbolinn á hendinni á leið í böðin á Mývatni þegar ég uppgötvaði að allt í kringum mig voru KARLMENN. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Nafna mín Nína Dögg. Hefur þú verið í verbúð? Nei. En ég vann í Norðurtanganum á Ísafirði árið 1987. Áhrifamesta kvikmyndin? Philadelphia. Áttu eftir að sakna Nágranna? Hvað er það? Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Til Parísar. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Yatzy með Stjórninni. Ég elska Stjórnina. En þetta lag. Það var eitthvað. Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun. Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Garðabær Viðreisn Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin: Fær útrás á handboltaleikjum dótturinnar Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 28. apríl 2022 09:00 Oddvitaáskorunin: Semur eigin lög og texta Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 27. apríl 2022 15:01 Oddvitaáskorunin: Hlupu rennblaut undan löggunni með fötin undir hendinni Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 27. apríl 2022 09:01 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna og KFC á þorrablóti Aftureldingar Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Sjá meira
Sara Dögg Svanhildardóttir leiðir lista Viðreisnar í Garðabæ í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég heiti Sara Dögg og er oddviti Viðreisnar í Garðabæ. Ég er alveg að verða 49 ára og hlakka mikið til þess að verða fimmtug, menntuð grunnskólakennari og starfa við verkefnastjórn náms- og atvinnutækifæra fatlaðra ungmenna hjá Þroskahjálp ásamt því að vera bæjarfulltrúi í Garðabæ. Ég er gift Bylgju Hauksdóttur og við erum stuðningsmæður Katrínar Erlu 18 ára unglingsstúlku sem kom inn í líf okkar fyrir að verða 8 árum síðan ein allra besta himnasending þessa heims. Ég er í grunnin sveitastelpa alin upp í sveit á Reykhólum en flutti snemma að heiman og hef búið á höfuðborgarsvæðinu frá unglingsaldri. Reykhólasveitin er besta sveitin og mér þykir alltaf gott að koma heim í kyrrðina og náttúrufegurðina. Ég brenn fyrir réttlátu og frjálslyndu samfélagi og vil sjá kerfi snúast um fólk en ekki um sig sjálf. Sjá einnig: Oddvitar um allt land sýna hina hliðina í Oddvitaáskorun Vísis Ég hef starfað lengst af til hliðar við hið almenna menntakerfi, tók þátt í uppbyggingu grunnskólum Hjallastefnunnar og kom að uppbyggingu tveggja grunnskóla þar ásamt því að sinna ráðgjöf við skólastjórnendur. Ég elska að vinna að því að breyta kerfum, koma hreyfingu á hlutina þannig að hlutirnir virki betur í dag en í gær. Ég er mikil baráttukona og þrífst best þegar ég hef mikið að gera og það sem ég hef fyrir stafni snertir hugsjónir mínar sem eru að tryggja sanngjarnt samfélag fyrir okkur öll. Þá líður mér best. Ég hef gaman af lífinu og er nett flippkisa þegar þannig liggur á mér. Ágætlega hvatvís en um leið sæmilega þrjósk. Ég varð fyrir því fyrir nokkrum árum að detta í golfið ekki gólfið og veit ekkert betra en hendast út á golfvöll á fallegum sumarmorgni og takast á við sveiflu dagsins og ná markmiðinu að bæta skor gærdagsins. Útivist almennt gefur mér andlega næringu og fátt toppar góða göngu á hálendinu. Ég er svolítil dellukelling og tek flest sport sem ég dett inn í með trukk og dýfu. Er í dag að reyna við að ná 100 kg hnébeygjunni stend í 93 kg þó. Ég ásamt félögum mínum í Viðreisn erum mætt með ferska vinda fyrir Garðabæ og viljum bjóða upp á raunverulegan valkost þar sem ábyrg fjármálastjórn er sett í þágu velferðar því við viljum sanngjarnt samfélag fyrir okkur öll. Það eiga allir að geta valið Garðabæ til búsetu því Garðabær er einstakur bær með geggjaða náttúruparadís allt um kring en í því felast mikil gæði fyrir okkur mannfólkið. Klippa: Oddvitaáskorun - Sara Dögg Svanhildardóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Reykhólasveitin mín. Allra fallegasta sveit landsins. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Það er kominn tími á að mála brunahanana í Garðabæ appelsínugula. orangeisthenewblue :-) Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Tja. Veit ekki hvort það flokkist beint undir áhugamál. En ég elska að nýta tímann á milli 06 og 07 á morgnana og rýna alla miðla dagsins upp í rúmi áður en ég fer í morgunverkin. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Fyrir margt löngu var ég tekin fyrir of hraðan akstur við komu mína í Búðardal hámarkshraðinn var 70 og mér fannst ég hafa verið á 70! Hvað færðu þér á pizzu? Annað hvort osta eða þá sterkustu sem er í boði og þá er mjög við hæfi að hafa ananas. Hvaða lag peppar þig mest? Girls just wanna have fun með Cindy Lauper. Ég á sælar minningar á tónleikum með henni í Hörpu fyrir einhverjum árum síðan þar sem ég þótti láta dólgslega að mati álitsgjafa Fréttablaðsins. Ég bara gat engan veginn látið það vera að gefa drottningunni high five þegar hún steig upp á stól við hliðina á mér. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Ég er mjög góð í armbeygjur. Á góðum degi 15 á tánum. Göngutúr eða skokk? Skokk. Uppáhalds brandari? Ég man enga brandara. Hvað er þitt draumafríi? Golf á heitum og sólríkum stað. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Úff. bæði verri. Uppáhalds tónlistarmaður? Minn allra besti Bubbi. Ég hef ekki bara heimsótt hann sem unglingur og þóst taka viðtal við hann heldur gerði ég mjög heiðarlega tilraun til þess að vera hann fyrir sýninguna 9 Líf. Komst svo langt að sitja fyrir framan hann sjálfan og spila og syngja Stál og hníf. Það var stórt. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Ætli það hafi ekki verið þegar ég var komin í sturtu með sundbolinn á hendinni á leið í böðin á Mývatni þegar ég uppgötvaði að allt í kringum mig voru KARLMENN. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Nafna mín Nína Dögg. Hefur þú verið í verbúð? Nei. En ég vann í Norðurtanganum á Ísafirði árið 1987. Áhrifamesta kvikmyndin? Philadelphia. Áttu eftir að sakna Nágranna? Hvað er það? Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Til Parísar. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Yatzy með Stjórninni. Ég elska Stjórnina. En þetta lag. Það var eitthvað. Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun.
Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun.
Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Garðabær Viðreisn Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin: Fær útrás á handboltaleikjum dótturinnar Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 28. apríl 2022 09:00 Oddvitaáskorunin: Semur eigin lög og texta Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 27. apríl 2022 15:01 Oddvitaáskorunin: Hlupu rennblaut undan löggunni með fötin undir hendinni Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 27. apríl 2022 09:01 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna og KFC á þorrablóti Aftureldingar Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Sjá meira
Oddvitaáskorunin: Fær útrás á handboltaleikjum dótturinnar Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 28. apríl 2022 09:00
Oddvitaáskorunin: Semur eigin lög og texta Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 27. apríl 2022 15:01
Oddvitaáskorunin: Hlupu rennblaut undan löggunni með fötin undir hendinni Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 27. apríl 2022 09:01