Viljum við ekki öll eldast? Guðmundur Fylkisson skrifar 28. apríl 2022 10:31 Hvað ert þú að skipta þér að málefnum eldri borgara Guðmundur, er spurning sem ég fékk iðulega fyrir um 10 árum síðan, þá á fimmtugsaldri. Þá hafði ég tekið sæti í Öldungaráði Hafnarfjarðar sem fulltrúi Framsóknarfélags Hafnarfjarðar og sat ég þar í eitt og hálft kjörtímabil. Við vorum reyndar tvö sem vorum þá í yngri kantinum í stjórn Öldungaráðs. Það er nú bara þannig að ég hef áhuga á því að verða eldri borgari í Hafnarfirði þegar ég hef aldur til. Eins er það svo að fyrrum tengdaforeldrar mínir, Magga í Burkna og Lulli, eru eldri borgarar hér í bæ og Magga er dugleg að nýta sér félagsstarf FEBH. Eins sit ég í stjórn Hollvinasamtaka Sólvangs og hef verið frá stofnun og er hvað stoltastur þar af því að við lögðum okkar lóð á vogarskálarnar með að nýi Sólvangur varð að veruleika og verið er að breyta nýtingu á gamla Sólvangi og þar með fjölga hjúkrunarrýmum fyrir eldri borgara. Þegar Hollvinasamtökin voru stofnuð, á sínum tíma, bar á pólitískum átökum um skipan stjórnar og vorum við tvö sem vorum utan þeirra átaka sem gáfum kost á okkur í stjórnina og varð úr að bæði uppstillingin og við skipuðum fyrstu stjórn samtakana. Á þeim tíma var tekist á um hugmyndir um nýtt hjúkrunarheimili í Skarðshlíð. Á báðum þessum vettvöngum, Öldungaráði og Hollvinasamtökunum, kemur fólk með misjafnar stjórnmálaskoðanir en þó með þá sameiginlegu sýn að bæta aðstöðu eldri borgara í bænum okkar. Á vettvangi Öldungaráðs þá beittum við okkur hressilega í ,,matarmálinu“ þegar mikil óánægja skapaðist í framhaldi af því að skipt var um þjónustuaðila þar. Við því var þá brugðist og það lagað. Þeir sem eru skilgreindir sem eldri borgarar í bænum eru um 4000 og þeim fer fjölgandi. Sumir búa heima og eru sjálfum sér nógir, aðrir þurfa aðstoð heima, enn aðrir þurfa fulla þjónustu eins og t.d. á hjúkrunarheimili. Sem betur fer er gert ráð fyrir nýju hjúkrunarheimili í skipulagi Hamranes og er þá næsta skref að fá ríkið að borðinu svo hægt verði að byggja það og reka. Á fyrra kjörtímabilinu mínu í stjórn Öldungaráðs nutum við góðs af því að hafa fundaraðstöðu í Höfn sem þá átti og rak húsin við Sólvangsveg. Eitt af því sem við fengum kynningu á voru hugmyndir Hafnar um byggingu fleiri fjölbýlishúsa fyrir eldri borgara á Sólvangsreitnum, þar sem nálægðin við heilsugæsluna væri t.d. einn af kostunum. Því miður var Höfn leyst upp sem félag en hugmyndirnar eru enn til og finnst mér rétt að þær verði skoðaðar frekar með eldri borgara í huga. Sólvangsreiturinn hentar vel fyrir ákveðinn hóp eldri borgara, sem vill búa í fjölbýli, vera í næsta nágrenni við heilsugæsluna og hjúkrunarheimilið Sólvang. Ég er t.d. þeirrar skoðunar að það megi vel bjóða eldri borgurum í öllum hverfum bæjarins að sækja sér mat í grunnskólana þar sem bærinn rekur þá þjónustu. Á það hefur verið bent að næringarþörf eldri borgara og barna fari ekki endilega vel saman en það er samt svo að einhæft fæði eða skyndibitafæði er mun verri kostur en þessi mismunur í næringu og það hlýtur að vera svo að maturinn sem við bjóðum börnunum okkar sé hollur og næringarríkur. Í dag leigir Hafnarfjarðarbær aðstöðu af Verkalýðsfélaginu Hlíf, Hraunsel við Flatahraun. Bærinn greiðir að sjálfsögðu leigu af aðstöðunni allan sólarhringinn, alla daga ársins. Þessi aðstaða er mikið notuð en er því miður ekki opin nema þriðjung sólarhringsins og ekki um helgar. Eins er það svo að bærinn á skólahúsnæði í öllum hverfum þar sem eru t.d. smíðastofur sem eru ekki í notkun síðdegis, á kvöldin og um helgar. Bærinn á líka hlutdeild í Hjallabraut 33 og Sólvangshúsunum og þar var aðstaða til tómstunda. Karlar í skúrnum er skemmtilegt framtak Rauðakrossins og spurning hvort við getum ekki gert betur á því sviði. Er ekki bara best að eldast í Hafnarfirði? Höfundur skipar 6. sæti á lista Framsóknar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Eldri borgarar Hafnarfjörður Framsóknarflokkurinn Guðmundur Fylkisson Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hvað ert þú að skipta þér að málefnum eldri borgara Guðmundur, er spurning sem ég fékk iðulega fyrir um 10 árum síðan, þá á fimmtugsaldri. Þá hafði ég tekið sæti í Öldungaráði Hafnarfjarðar sem fulltrúi Framsóknarfélags Hafnarfjarðar og sat ég þar í eitt og hálft kjörtímabil. Við vorum reyndar tvö sem vorum þá í yngri kantinum í stjórn Öldungaráðs. Það er nú bara þannig að ég hef áhuga á því að verða eldri borgari í Hafnarfirði þegar ég hef aldur til. Eins er það svo að fyrrum tengdaforeldrar mínir, Magga í Burkna og Lulli, eru eldri borgarar hér í bæ og Magga er dugleg að nýta sér félagsstarf FEBH. Eins sit ég í stjórn Hollvinasamtaka Sólvangs og hef verið frá stofnun og er hvað stoltastur þar af því að við lögðum okkar lóð á vogarskálarnar með að nýi Sólvangur varð að veruleika og verið er að breyta nýtingu á gamla Sólvangi og þar með fjölga hjúkrunarrýmum fyrir eldri borgara. Þegar Hollvinasamtökin voru stofnuð, á sínum tíma, bar á pólitískum átökum um skipan stjórnar og vorum við tvö sem vorum utan þeirra átaka sem gáfum kost á okkur í stjórnina og varð úr að bæði uppstillingin og við skipuðum fyrstu stjórn samtakana. Á þeim tíma var tekist á um hugmyndir um nýtt hjúkrunarheimili í Skarðshlíð. Á báðum þessum vettvöngum, Öldungaráði og Hollvinasamtökunum, kemur fólk með misjafnar stjórnmálaskoðanir en þó með þá sameiginlegu sýn að bæta aðstöðu eldri borgara í bænum okkar. Á vettvangi Öldungaráðs þá beittum við okkur hressilega í ,,matarmálinu“ þegar mikil óánægja skapaðist í framhaldi af því að skipt var um þjónustuaðila þar. Við því var þá brugðist og það lagað. Þeir sem eru skilgreindir sem eldri borgarar í bænum eru um 4000 og þeim fer fjölgandi. Sumir búa heima og eru sjálfum sér nógir, aðrir þurfa aðstoð heima, enn aðrir þurfa fulla þjónustu eins og t.d. á hjúkrunarheimili. Sem betur fer er gert ráð fyrir nýju hjúkrunarheimili í skipulagi Hamranes og er þá næsta skref að fá ríkið að borðinu svo hægt verði að byggja það og reka. Á fyrra kjörtímabilinu mínu í stjórn Öldungaráðs nutum við góðs af því að hafa fundaraðstöðu í Höfn sem þá átti og rak húsin við Sólvangsveg. Eitt af því sem við fengum kynningu á voru hugmyndir Hafnar um byggingu fleiri fjölbýlishúsa fyrir eldri borgara á Sólvangsreitnum, þar sem nálægðin við heilsugæsluna væri t.d. einn af kostunum. Því miður var Höfn leyst upp sem félag en hugmyndirnar eru enn til og finnst mér rétt að þær verði skoðaðar frekar með eldri borgara í huga. Sólvangsreiturinn hentar vel fyrir ákveðinn hóp eldri borgara, sem vill búa í fjölbýli, vera í næsta nágrenni við heilsugæsluna og hjúkrunarheimilið Sólvang. Ég er t.d. þeirrar skoðunar að það megi vel bjóða eldri borgurum í öllum hverfum bæjarins að sækja sér mat í grunnskólana þar sem bærinn rekur þá þjónustu. Á það hefur verið bent að næringarþörf eldri borgara og barna fari ekki endilega vel saman en það er samt svo að einhæft fæði eða skyndibitafæði er mun verri kostur en þessi mismunur í næringu og það hlýtur að vera svo að maturinn sem við bjóðum börnunum okkar sé hollur og næringarríkur. Í dag leigir Hafnarfjarðarbær aðstöðu af Verkalýðsfélaginu Hlíf, Hraunsel við Flatahraun. Bærinn greiðir að sjálfsögðu leigu af aðstöðunni allan sólarhringinn, alla daga ársins. Þessi aðstaða er mikið notuð en er því miður ekki opin nema þriðjung sólarhringsins og ekki um helgar. Eins er það svo að bærinn á skólahúsnæði í öllum hverfum þar sem eru t.d. smíðastofur sem eru ekki í notkun síðdegis, á kvöldin og um helgar. Bærinn á líka hlutdeild í Hjallabraut 33 og Sólvangshúsunum og þar var aðstaða til tómstunda. Karlar í skúrnum er skemmtilegt framtak Rauðakrossins og spurning hvort við getum ekki gert betur á því sviði. Er ekki bara best að eldast í Hafnarfirði? Höfundur skipar 6. sæti á lista Framsóknar í Hafnarfirði.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun