Lið Golden State og Milwaukee kláruðu bæði í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2022 07:30 Nikola Jokic og Stephen Curry þakka hvorum öðrum fyrir einvígið eftir sigur Golden State liðsins í nótt. AP/Jed Jacobsohn Golden State Warriors og NBA-meistarar Milwaukee Bucks tryggðu sér í nótt sæti í annarri umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta og sendu um leið lið Denver Nuggets og Chicago Bulls í sumarfrí. Golden State er fyrsta liðið í Vesturdeildinni til að komast áfram upp úr fyrstu umferðinni en austan megin eru nú komin áfram Milwaukee Bucks, Miami Heat og Boston Celtics. Stephen Curry kom aftur inn í byrjunarliðið hjá Golden State Warriors og skoraði 30 stig þegar liðið vann 102-98 sigur í fimmta leiknum á móti Denver Nuggets og einvígið þar með 4-1. Steph drains the CLUTCH lay-up for the @warriors!#NBAPlayoffs presented by Google Pixel on TNT pic.twitter.com/WW73MmyUAB— NBA (@NBA) April 28, 2022 Curry var að koma til baka eftir meiðsli og byrjaði fyrstu fjóra leiki einvígsins á bekknum. Eftir tap í síðasta leik kom hann inn í byrjunarliðið fyrir Kevon Looney. Steve Kerr byrjaði því með mjög lítið byrjunarlið með Draymond Green sem miðherja og þá Curry, Andrew Wiggins, Jordan Poole og Klay Thompson með þeim. GPII knocks down the 3 to give the @warriors a 2 point lead!#NBAPlayoffs presented by Google Pixel on TNT pic.twitter.com/JekI9iIM0r— NBA (@NBA) April 28, 2022 Gary Payton II kom með 15 stig inn af bekknum og var næststigahæstur ásamt sem Klay Thompson hitti þó aðeins úr 1 af 6 þriggja stiga skotum sínum. Nikola Jokic skoraði 12 af 30 stigum sínum á síðustu 3:46 í leiknum en var einnig með 19 fráköst og 8 stoðsendingar. @Giannis_An34 powered the @Bucks to the Game 5 victory scoring 33 points while shooting 73% from the field!With their win tonight the Bucks advance to the Eastern Conference Semifinals! #FearTheDeerBUCKS vs. CELTICS GAME 1: Sun. 1pm/et on ABC pic.twitter.com/M7PCU3Wkpl— NBA (@NBA) April 28, 2022 Giannis Antetokounmpo skoraði 33 stig úr aðeins 15 skotum utan af velli þegar Milwaukee Bucks tryggði sér 4-1 í einvíginu á móti Chicago Bulls með sannfærandi 116-100 sigri. Giannis var einnig með 9 fráköst á þeim 30 mínútum sem hann spilaði. Pat Connaughton kom með 20 stig inn af bekkum en hann hitti úr 6 af 9 þriggja stiga skotum sínum og Bobby Portis var með 14 stig og 17 fráköst. Patrick Williams var atkvæðamestur hjá Chicago liðinu með 23 sitg en Nikola Vucevic skoraði 19 stig, tók 16 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. "Keep working young fella"Giannis shares some encouraging words with Patrick Williams of the Bulls after Game 5.pic.twitter.com/IPr4V1ZmQ8— NBA (@NBA) April 28, 2022 Milwaukee Bucks sýndi mikinn styrk í einvíginu á móti Chicago Bulls ekki síst með því að vinna þrjá leiki í röð eftir að liðið missti Khris Middleton í hnémeiðsli. Middleton er einn besti leikmaður liðsins en Bucks liðið vann alla þessa þrjá síðustu leiki með meira ein tíu stigum. Það skipti auðvitað miklu máli fyrir Bulls menn að liðið missti þá Zach LaVine og Alex Caruso í lok einvígsins, LaVine vegna kórónuveirunnar og Caruso vegna heilahristings. Liðið þurftu um leið miklu meira frá DeMar DeRozan sem skoraði ekki eitt stig á fyrstu 26 mínútum leiksins í nótt en endaði með 11 stig og 7 fráköst. Úrslitin í úrslitakeppni NBA í nótt: Golden State Warriors - Denver Nuggets 102-98 Milwaukee Bucks - Chicago Bulls 116-100 - Staðan í einvígunum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar núna: Austurdeildin: (1. sæti) Miami Heat 4-1 Atlanta Hawks (8. sæti) BÚIÐ (2) Boston Celtics 4-0 Brooklyn Nets (7) BÚIÐ (3) Milwaukee Bucks 4-1 Chicago Bulls (6) BÚIÐ (4) Philadelphia 76ers 3-2 Toronto Raptors (5) Vesturdeildin: (1. sæti) Phoenix Suns 3-2 New Orleans Pelicans (8. sæti) (2) Memphis Grizzlies 3-2 Minnesota Timberwolves (7) (3) Golden State Warriors 4-1 Denver Nuggets (6) BÚIÐ (4) Dallas Mavericks 3-2 Utah Jazz (5) NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Sjá meira
Golden State er fyrsta liðið í Vesturdeildinni til að komast áfram upp úr fyrstu umferðinni en austan megin eru nú komin áfram Milwaukee Bucks, Miami Heat og Boston Celtics. Stephen Curry kom aftur inn í byrjunarliðið hjá Golden State Warriors og skoraði 30 stig þegar liðið vann 102-98 sigur í fimmta leiknum á móti Denver Nuggets og einvígið þar með 4-1. Steph drains the CLUTCH lay-up for the @warriors!#NBAPlayoffs presented by Google Pixel on TNT pic.twitter.com/WW73MmyUAB— NBA (@NBA) April 28, 2022 Curry var að koma til baka eftir meiðsli og byrjaði fyrstu fjóra leiki einvígsins á bekknum. Eftir tap í síðasta leik kom hann inn í byrjunarliðið fyrir Kevon Looney. Steve Kerr byrjaði því með mjög lítið byrjunarlið með Draymond Green sem miðherja og þá Curry, Andrew Wiggins, Jordan Poole og Klay Thompson með þeim. GPII knocks down the 3 to give the @warriors a 2 point lead!#NBAPlayoffs presented by Google Pixel on TNT pic.twitter.com/JekI9iIM0r— NBA (@NBA) April 28, 2022 Gary Payton II kom með 15 stig inn af bekknum og var næststigahæstur ásamt sem Klay Thompson hitti þó aðeins úr 1 af 6 þriggja stiga skotum sínum. Nikola Jokic skoraði 12 af 30 stigum sínum á síðustu 3:46 í leiknum en var einnig með 19 fráköst og 8 stoðsendingar. @Giannis_An34 powered the @Bucks to the Game 5 victory scoring 33 points while shooting 73% from the field!With their win tonight the Bucks advance to the Eastern Conference Semifinals! #FearTheDeerBUCKS vs. CELTICS GAME 1: Sun. 1pm/et on ABC pic.twitter.com/M7PCU3Wkpl— NBA (@NBA) April 28, 2022 Giannis Antetokounmpo skoraði 33 stig úr aðeins 15 skotum utan af velli þegar Milwaukee Bucks tryggði sér 4-1 í einvíginu á móti Chicago Bulls með sannfærandi 116-100 sigri. Giannis var einnig með 9 fráköst á þeim 30 mínútum sem hann spilaði. Pat Connaughton kom með 20 stig inn af bekkum en hann hitti úr 6 af 9 þriggja stiga skotum sínum og Bobby Portis var með 14 stig og 17 fráköst. Patrick Williams var atkvæðamestur hjá Chicago liðinu með 23 sitg en Nikola Vucevic skoraði 19 stig, tók 16 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. "Keep working young fella"Giannis shares some encouraging words with Patrick Williams of the Bulls after Game 5.pic.twitter.com/IPr4V1ZmQ8— NBA (@NBA) April 28, 2022 Milwaukee Bucks sýndi mikinn styrk í einvíginu á móti Chicago Bulls ekki síst með því að vinna þrjá leiki í röð eftir að liðið missti Khris Middleton í hnémeiðsli. Middleton er einn besti leikmaður liðsins en Bucks liðið vann alla þessa þrjá síðustu leiki með meira ein tíu stigum. Það skipti auðvitað miklu máli fyrir Bulls menn að liðið missti þá Zach LaVine og Alex Caruso í lok einvígsins, LaVine vegna kórónuveirunnar og Caruso vegna heilahristings. Liðið þurftu um leið miklu meira frá DeMar DeRozan sem skoraði ekki eitt stig á fyrstu 26 mínútum leiksins í nótt en endaði með 11 stig og 7 fráköst. Úrslitin í úrslitakeppni NBA í nótt: Golden State Warriors - Denver Nuggets 102-98 Milwaukee Bucks - Chicago Bulls 116-100 - Staðan í einvígunum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar núna: Austurdeildin: (1. sæti) Miami Heat 4-1 Atlanta Hawks (8. sæti) BÚIÐ (2) Boston Celtics 4-0 Brooklyn Nets (7) BÚIÐ (3) Milwaukee Bucks 4-1 Chicago Bulls (6) BÚIÐ (4) Philadelphia 76ers 3-2 Toronto Raptors (5) Vesturdeildin: (1. sæti) Phoenix Suns 3-2 New Orleans Pelicans (8. sæti) (2) Memphis Grizzlies 3-2 Minnesota Timberwolves (7) (3) Golden State Warriors 4-1 Denver Nuggets (6) BÚIÐ (4) Dallas Mavericks 3-2 Utah Jazz (5)
Úrslitin í úrslitakeppni NBA í nótt: Golden State Warriors - Denver Nuggets 102-98 Milwaukee Bucks - Chicago Bulls 116-100 - Staðan í einvígunum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar núna: Austurdeildin: (1. sæti) Miami Heat 4-1 Atlanta Hawks (8. sæti) BÚIÐ (2) Boston Celtics 4-0 Brooklyn Nets (7) BÚIÐ (3) Milwaukee Bucks 4-1 Chicago Bulls (6) BÚIÐ (4) Philadelphia 76ers 3-2 Toronto Raptors (5) Vesturdeildin: (1. sæti) Phoenix Suns 3-2 New Orleans Pelicans (8. sæti) (2) Memphis Grizzlies 3-2 Minnesota Timberwolves (7) (3) Golden State Warriors 4-1 Denver Nuggets (6) BÚIÐ (4) Dallas Mavericks 3-2 Utah Jazz (5)
NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Sjá meira