Blekkingarleikur á kostnað náttúrunnar Guðmundur Ármannsson og Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifa 27. apríl 2022 12:01 Nú er í farvatninu enn ein atlagan að víðernum Austurlands og er nú fyrirhuguð virkjun Geitdalsár í Skriðdal sem kemur af Hraunasvæðinu þar inn af. Í Geitdal er fagurt gróið land, fallegar ár, fiskur og fossar og viðkvæm og sjaldgæf vist- og plöntukerfi, og griðland hreindýra og fugla. Það er dýrmætt fyrir komandi kynslóðir að eiga slíkt land óraskað. Einnig má geta að um þetta svæði liggur hin forna þingmannaleið úr Hamarsdal sem hét þá Sviðinhornadalur, til Fljótsdals. Þessa leið fór Flosi í liðsbónsferð eftir Njálsbrennu. Til vitnis eru örnefni svo sem Þingmannanúpur, Hvíldarklettur, Búðatungur og Þingmannaklif. Og var þessi leið síðar kaupstaðarleið úr Fljótsdal í Gautavík í Berufirði og síðar til Djúpavogs. Ljóst er að fyrirhuguð Geitdalsárvirkjun hefði í för með sér neikvæð og óafturkræf umhverfisáhrif líkt og Kárahnjúkavirkjun hefur nú þegar haft og fara þau vaxandi. Það er helber blekking að kalla virkjanir sem eru allt að 9,9 MW smávirkjanir. Fyrirhuguð Geitdalsárvirkjun yrði gríðarmikið inngrip í náttúruna sem við verðum að mótmæla. Hvert fer orkan? Um 80% af allri raforku framleiddri hérlendis fer til stóriðju, en Íslendingar eru afkastamestu raforkuframleiðendur heims miðað við höfðatölu. Nú stendur yfir mikið gróðakapphlaup þar sem einkaaðilar keppast um að hagnast á raforkuframleiðslu á kostnað náttúrunnar. Það er með öllu ólíðandi að slíkir aðilar hafi óheftan aðgang að náttúru landsins og að almenningur hafi ekkert um það að segja. Vatnsaflsvirkjanir og umframframleiðsla raforku ættu ekki að vera kappsmál, heldur betri og siðlegri nýting á þeirri orku sem við nú þegar framleiðum. Skarphéðinn G. Þórisson Kynslóðir framtíðar Það er kominn tími til að stofnanir þær er fara með leyfisveitingar standi í lappirnar og hugi að hagsmunum íbúa í landinu og hafi ætíð til hliðsjónar framtíð komandi kynslóða; það eru aumar sálir er hugsa aðeins um að græða sem mest og lifa sem hæst meðan að þeir lifnaðarhættir koma með beinum hætti niður á lífsgæðum og möguleikum þeirra er landið erfa. Hver getur setið að gnægtaborðum og hugsað sem svo að afkomendurnir geti náðarsamlegast tínt upp brauðmolana sem kannski falla af þeim borðum? Okkur hlýtur að bera skylda til þess að skila landinu til þeirra sem á eftir okkur koma þannig að þau hafi líka val. Baráttan um Austurland Á Austurlandi geisaði stríð á tímum Kárahnjúkaframkvæmdanna. Nú á að blása í herlúðrana að nýju og eyðileggja friðsamlega sambúð í litlum samfélögum. Við, friðsamlegir íbúar þessa lands sjáum okkur nú setta þá afarkosti að heyja baráttu gegn þessu ofbeldi og yfirgangi þegar stjórnvöld og tilskipaðar stofnanir bregðast síendurtekið. Lög voru brotin á tímum Kárahnjúkaframkvæmdanna; friðuð svæði voru affriðuð með einu pennastriki og orð Valgerðar Sverrisdóttur sem hún viðhafði við fyrstu skóflustungu að álbræðslu Alcoa í Reyðarfirði, að vegna verkefnisins hefði þurft að beygja allar reglurnar; eða, að ganga á svig við lög, segja svo ótal margt. Og nú endurtekur sagan sig, allt fyrir peninga. Höfundar skipa bæði sæti á lista VG í Múlaþingi fyrir kosningar þann 14. maí næstkomandi. Ásrún Mjöll, húsasmiður og nemi skipar 2.sæti. Guðmundur er bóndi á Vaði og skipar 22. sæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Vinstri græn Múlaþing Sveitarstjórnarkosningar 2022 Umhverfismál Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nú er í farvatninu enn ein atlagan að víðernum Austurlands og er nú fyrirhuguð virkjun Geitdalsár í Skriðdal sem kemur af Hraunasvæðinu þar inn af. Í Geitdal er fagurt gróið land, fallegar ár, fiskur og fossar og viðkvæm og sjaldgæf vist- og plöntukerfi, og griðland hreindýra og fugla. Það er dýrmætt fyrir komandi kynslóðir að eiga slíkt land óraskað. Einnig má geta að um þetta svæði liggur hin forna þingmannaleið úr Hamarsdal sem hét þá Sviðinhornadalur, til Fljótsdals. Þessa leið fór Flosi í liðsbónsferð eftir Njálsbrennu. Til vitnis eru örnefni svo sem Þingmannanúpur, Hvíldarklettur, Búðatungur og Þingmannaklif. Og var þessi leið síðar kaupstaðarleið úr Fljótsdal í Gautavík í Berufirði og síðar til Djúpavogs. Ljóst er að fyrirhuguð Geitdalsárvirkjun hefði í för með sér neikvæð og óafturkræf umhverfisáhrif líkt og Kárahnjúkavirkjun hefur nú þegar haft og fara þau vaxandi. Það er helber blekking að kalla virkjanir sem eru allt að 9,9 MW smávirkjanir. Fyrirhuguð Geitdalsárvirkjun yrði gríðarmikið inngrip í náttúruna sem við verðum að mótmæla. Hvert fer orkan? Um 80% af allri raforku framleiddri hérlendis fer til stóriðju, en Íslendingar eru afkastamestu raforkuframleiðendur heims miðað við höfðatölu. Nú stendur yfir mikið gróðakapphlaup þar sem einkaaðilar keppast um að hagnast á raforkuframleiðslu á kostnað náttúrunnar. Það er með öllu ólíðandi að slíkir aðilar hafi óheftan aðgang að náttúru landsins og að almenningur hafi ekkert um það að segja. Vatnsaflsvirkjanir og umframframleiðsla raforku ættu ekki að vera kappsmál, heldur betri og siðlegri nýting á þeirri orku sem við nú þegar framleiðum. Skarphéðinn G. Þórisson Kynslóðir framtíðar Það er kominn tími til að stofnanir þær er fara með leyfisveitingar standi í lappirnar og hugi að hagsmunum íbúa í landinu og hafi ætíð til hliðsjónar framtíð komandi kynslóða; það eru aumar sálir er hugsa aðeins um að græða sem mest og lifa sem hæst meðan að þeir lifnaðarhættir koma með beinum hætti niður á lífsgæðum og möguleikum þeirra er landið erfa. Hver getur setið að gnægtaborðum og hugsað sem svo að afkomendurnir geti náðarsamlegast tínt upp brauðmolana sem kannski falla af þeim borðum? Okkur hlýtur að bera skylda til þess að skila landinu til þeirra sem á eftir okkur koma þannig að þau hafi líka val. Baráttan um Austurland Á Austurlandi geisaði stríð á tímum Kárahnjúkaframkvæmdanna. Nú á að blása í herlúðrana að nýju og eyðileggja friðsamlega sambúð í litlum samfélögum. Við, friðsamlegir íbúar þessa lands sjáum okkur nú setta þá afarkosti að heyja baráttu gegn þessu ofbeldi og yfirgangi þegar stjórnvöld og tilskipaðar stofnanir bregðast síendurtekið. Lög voru brotin á tímum Kárahnjúkaframkvæmdanna; friðuð svæði voru affriðuð með einu pennastriki og orð Valgerðar Sverrisdóttur sem hún viðhafði við fyrstu skóflustungu að álbræðslu Alcoa í Reyðarfirði, að vegna verkefnisins hefði þurft að beygja allar reglurnar; eða, að ganga á svig við lög, segja svo ótal margt. Og nú endurtekur sagan sig, allt fyrir peninga. Höfundar skipa bæði sæti á lista VG í Múlaþingi fyrir kosningar þann 14. maí næstkomandi. Ásrún Mjöll, húsasmiður og nemi skipar 2.sæti. Guðmundur er bóndi á Vaði og skipar 22. sæti.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar