Blekkingarleikur á kostnað náttúrunnar Guðmundur Ármannsson og Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifa 27. apríl 2022 12:01 Nú er í farvatninu enn ein atlagan að víðernum Austurlands og er nú fyrirhuguð virkjun Geitdalsár í Skriðdal sem kemur af Hraunasvæðinu þar inn af. Í Geitdal er fagurt gróið land, fallegar ár, fiskur og fossar og viðkvæm og sjaldgæf vist- og plöntukerfi, og griðland hreindýra og fugla. Það er dýrmætt fyrir komandi kynslóðir að eiga slíkt land óraskað. Einnig má geta að um þetta svæði liggur hin forna þingmannaleið úr Hamarsdal sem hét þá Sviðinhornadalur, til Fljótsdals. Þessa leið fór Flosi í liðsbónsferð eftir Njálsbrennu. Til vitnis eru örnefni svo sem Þingmannanúpur, Hvíldarklettur, Búðatungur og Þingmannaklif. Og var þessi leið síðar kaupstaðarleið úr Fljótsdal í Gautavík í Berufirði og síðar til Djúpavogs. Ljóst er að fyrirhuguð Geitdalsárvirkjun hefði í för með sér neikvæð og óafturkræf umhverfisáhrif líkt og Kárahnjúkavirkjun hefur nú þegar haft og fara þau vaxandi. Það er helber blekking að kalla virkjanir sem eru allt að 9,9 MW smávirkjanir. Fyrirhuguð Geitdalsárvirkjun yrði gríðarmikið inngrip í náttúruna sem við verðum að mótmæla. Hvert fer orkan? Um 80% af allri raforku framleiddri hérlendis fer til stóriðju, en Íslendingar eru afkastamestu raforkuframleiðendur heims miðað við höfðatölu. Nú stendur yfir mikið gróðakapphlaup þar sem einkaaðilar keppast um að hagnast á raforkuframleiðslu á kostnað náttúrunnar. Það er með öllu ólíðandi að slíkir aðilar hafi óheftan aðgang að náttúru landsins og að almenningur hafi ekkert um það að segja. Vatnsaflsvirkjanir og umframframleiðsla raforku ættu ekki að vera kappsmál, heldur betri og siðlegri nýting á þeirri orku sem við nú þegar framleiðum. Skarphéðinn G. Þórisson Kynslóðir framtíðar Það er kominn tími til að stofnanir þær er fara með leyfisveitingar standi í lappirnar og hugi að hagsmunum íbúa í landinu og hafi ætíð til hliðsjónar framtíð komandi kynslóða; það eru aumar sálir er hugsa aðeins um að græða sem mest og lifa sem hæst meðan að þeir lifnaðarhættir koma með beinum hætti niður á lífsgæðum og möguleikum þeirra er landið erfa. Hver getur setið að gnægtaborðum og hugsað sem svo að afkomendurnir geti náðarsamlegast tínt upp brauðmolana sem kannski falla af þeim borðum? Okkur hlýtur að bera skylda til þess að skila landinu til þeirra sem á eftir okkur koma þannig að þau hafi líka val. Baráttan um Austurland Á Austurlandi geisaði stríð á tímum Kárahnjúkaframkvæmdanna. Nú á að blása í herlúðrana að nýju og eyðileggja friðsamlega sambúð í litlum samfélögum. Við, friðsamlegir íbúar þessa lands sjáum okkur nú setta þá afarkosti að heyja baráttu gegn þessu ofbeldi og yfirgangi þegar stjórnvöld og tilskipaðar stofnanir bregðast síendurtekið. Lög voru brotin á tímum Kárahnjúkaframkvæmdanna; friðuð svæði voru affriðuð með einu pennastriki og orð Valgerðar Sverrisdóttur sem hún viðhafði við fyrstu skóflustungu að álbræðslu Alcoa í Reyðarfirði, að vegna verkefnisins hefði þurft að beygja allar reglurnar; eða, að ganga á svig við lög, segja svo ótal margt. Og nú endurtekur sagan sig, allt fyrir peninga. Höfundar skipa bæði sæti á lista VG í Múlaþingi fyrir kosningar þann 14. maí næstkomandi. Ásrún Mjöll, húsasmiður og nemi skipar 2.sæti. Guðmundur er bóndi á Vaði og skipar 22. sæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Vinstri græn Múlaþing Sveitarstjórnarkosningar 2022 Umhverfismál Mest lesið Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Skoðun Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Sjá meira
Nú er í farvatninu enn ein atlagan að víðernum Austurlands og er nú fyrirhuguð virkjun Geitdalsár í Skriðdal sem kemur af Hraunasvæðinu þar inn af. Í Geitdal er fagurt gróið land, fallegar ár, fiskur og fossar og viðkvæm og sjaldgæf vist- og plöntukerfi, og griðland hreindýra og fugla. Það er dýrmætt fyrir komandi kynslóðir að eiga slíkt land óraskað. Einnig má geta að um þetta svæði liggur hin forna þingmannaleið úr Hamarsdal sem hét þá Sviðinhornadalur, til Fljótsdals. Þessa leið fór Flosi í liðsbónsferð eftir Njálsbrennu. Til vitnis eru örnefni svo sem Þingmannanúpur, Hvíldarklettur, Búðatungur og Þingmannaklif. Og var þessi leið síðar kaupstaðarleið úr Fljótsdal í Gautavík í Berufirði og síðar til Djúpavogs. Ljóst er að fyrirhuguð Geitdalsárvirkjun hefði í för með sér neikvæð og óafturkræf umhverfisáhrif líkt og Kárahnjúkavirkjun hefur nú þegar haft og fara þau vaxandi. Það er helber blekking að kalla virkjanir sem eru allt að 9,9 MW smávirkjanir. Fyrirhuguð Geitdalsárvirkjun yrði gríðarmikið inngrip í náttúruna sem við verðum að mótmæla. Hvert fer orkan? Um 80% af allri raforku framleiddri hérlendis fer til stóriðju, en Íslendingar eru afkastamestu raforkuframleiðendur heims miðað við höfðatölu. Nú stendur yfir mikið gróðakapphlaup þar sem einkaaðilar keppast um að hagnast á raforkuframleiðslu á kostnað náttúrunnar. Það er með öllu ólíðandi að slíkir aðilar hafi óheftan aðgang að náttúru landsins og að almenningur hafi ekkert um það að segja. Vatnsaflsvirkjanir og umframframleiðsla raforku ættu ekki að vera kappsmál, heldur betri og siðlegri nýting á þeirri orku sem við nú þegar framleiðum. Skarphéðinn G. Þórisson Kynslóðir framtíðar Það er kominn tími til að stofnanir þær er fara með leyfisveitingar standi í lappirnar og hugi að hagsmunum íbúa í landinu og hafi ætíð til hliðsjónar framtíð komandi kynslóða; það eru aumar sálir er hugsa aðeins um að græða sem mest og lifa sem hæst meðan að þeir lifnaðarhættir koma með beinum hætti niður á lífsgæðum og möguleikum þeirra er landið erfa. Hver getur setið að gnægtaborðum og hugsað sem svo að afkomendurnir geti náðarsamlegast tínt upp brauðmolana sem kannski falla af þeim borðum? Okkur hlýtur að bera skylda til þess að skila landinu til þeirra sem á eftir okkur koma þannig að þau hafi líka val. Baráttan um Austurland Á Austurlandi geisaði stríð á tímum Kárahnjúkaframkvæmdanna. Nú á að blása í herlúðrana að nýju og eyðileggja friðsamlega sambúð í litlum samfélögum. Við, friðsamlegir íbúar þessa lands sjáum okkur nú setta þá afarkosti að heyja baráttu gegn þessu ofbeldi og yfirgangi þegar stjórnvöld og tilskipaðar stofnanir bregðast síendurtekið. Lög voru brotin á tímum Kárahnjúkaframkvæmdanna; friðuð svæði voru affriðuð með einu pennastriki og orð Valgerðar Sverrisdóttur sem hún viðhafði við fyrstu skóflustungu að álbræðslu Alcoa í Reyðarfirði, að vegna verkefnisins hefði þurft að beygja allar reglurnar; eða, að ganga á svig við lög, segja svo ótal margt. Og nú endurtekur sagan sig, allt fyrir peninga. Höfundar skipa bæði sæti á lista VG í Múlaþingi fyrir kosningar þann 14. maí næstkomandi. Ásrún Mjöll, húsasmiður og nemi skipar 2.sæti. Guðmundur er bóndi á Vaði og skipar 22. sæti.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun