Butler hefur verið magnaður í einvíginu á móti Atlanta Hawks og í fyrstu fjórum leikjum einvígsins var hann með 30,5 stig, 7,8 fráköst og 5,3 stoðsendingar í leik auk þess að stela 2,8 boltum í leik og hitta úr 54 prósent skota sinna.
Það er eitt sem verður hins vegar að vera alveg á tæru. Hann þarf að fá kaffið sitt á tímum sem þessum.
Miami Heat flaug heim til Miami í fyrradag þar sem fimmti leikurinn fór fram í nótt.
Jimmy Butler ákvað að taka kaffivélina sína með sér til Georgíufylkis og passaði svo vel upp á hana að enginn af aðstoðarmönnum liðsins fékk að halda á henni fyrir hann.
Miami Heat birti myndband af Butler koma út úr flugvélinni með kaffivélina sína. Það má sjá það hér fyrir neðan.
Butler gat á endanum ekki tekið þátt í leiknum í nótt vegna meiðsla en það kom ekki að sök því Heat fagnaði sigri og er þar með komið áfram.