Í þjónustu fyrir Garðabæ Björg Fenger skrifar 26. apríl 2022 17:01 Garðabær er ört stækkandi sveitarfélag og mörg spennandi og mikilvæg verkefni bíða þeirra sem munu sitja við stjórnvölinn næstu árin. Við sem skipum lista Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 14. maí næstkomandi bjóðum fram krafta okkar, þekkingu og reynslu til að vinna að því að Garðabær haldi áfram að vera bæjarfélag í fremstu röð. Við teljum mikilvægt að viðhalda þeim fjárhagslega stöðugleika sem hefur verið byggður upp í bænum síðustu áratugi undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Slíkur stöðugleiki er grundvöllur þess að hægt sé að veita góða þjónustu. Við höfum jafnframt skýra framtíðarsýn og viljum halda áfram að nútímavæða þjónustu sveitarfélagsins, meðal annars með stafrænum lausnum. Mótum framtíðina saman fyrir Garðabæ Okkur frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins finnst mikilvægt að móta framtíð sveitarfélagsins með íbúum þess enda þekkja þeir best sitt nærumhverfi. Við höfum því á undanförnum vikum haldið opna fundi þar sem íbúum hefur gefist kostur á að koma áherslum sínum á framfæri ásamt ábendingum um það sem íbúar eru ánægðir með og hvað megi gera betur. Slíkt samtal teljum við mikilvægt. Þessi vinnubrögð ríma vel við lýðræðisstefnu Garðabæjar og verkefnið „Betri Garðabær“ sem er samráðsverkefni íbúa og stjórnsýslu um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri framkvæmda í nærumhverfi íbúa. Garðabær hefur einnig hafið innleiðingu á verkefninu barnvænt sveitarfélag sem snýr meðal annars að því að börn og ungmenni séu höfð með í ráðum varðandi nærumhverfi sitt og þá þjónustu sem þeim stendur til boða. Við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins viljum halda áfram að þróa með íbúum framangreind verkefni. Stafrænar lausnir fyrir Garðabæ Undanfarin ár hefur tækniþróun verið hröð og vilja nú flestir nálgast þjónustu og upplýsingar frá bæjarfélaginu á einfaldan og auðveldan hátt. Til að halda í við slíka þróun er mikilvægt að sveitarfélögin í landinu vinni saman og nýti sameiginlega þekkingu og mannafla. Dæmi um nýjar tæknilausnir eru rafræn sundkort sem tekin voru í notkun í almenningssundlaugum Garðabæjar um síðustu mánaðarmót. Um þróunarverkefni er að ræða sem leitt er af Garðabæ sem er fyrsta bæjarfélagið til að bjóða upp á slík kort. Við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins viljum halda áfram á braut tækninnar. Með stafrænum lausnum má einfalda og auðvelda íbúum Garðarbæjar samskipti við bæinn sinn og aðgang að mikilvægum upplýsingum. Til starfa fyrir Garðabæ Það fylgir því mikil ábyrgð að bjóða sig fram og vilja stýra bæjarfélagi eins og Garðabæ. Það er ábyrgð sem við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins tökum mjög alvarlega. Við viljum halda áfram að vinna af fullum krafti í þágu Garðbæinga og óskum við því eftir stuðningi ykkar í sveitastjórnarkosningunum þann 14. maí næstkomandi. Setjið X við D. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Garðabæjar, skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Björg Fenger Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Sjá meira
Garðabær er ört stækkandi sveitarfélag og mörg spennandi og mikilvæg verkefni bíða þeirra sem munu sitja við stjórnvölinn næstu árin. Við sem skipum lista Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 14. maí næstkomandi bjóðum fram krafta okkar, þekkingu og reynslu til að vinna að því að Garðabær haldi áfram að vera bæjarfélag í fremstu röð. Við teljum mikilvægt að viðhalda þeim fjárhagslega stöðugleika sem hefur verið byggður upp í bænum síðustu áratugi undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Slíkur stöðugleiki er grundvöllur þess að hægt sé að veita góða þjónustu. Við höfum jafnframt skýra framtíðarsýn og viljum halda áfram að nútímavæða þjónustu sveitarfélagsins, meðal annars með stafrænum lausnum. Mótum framtíðina saman fyrir Garðabæ Okkur frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins finnst mikilvægt að móta framtíð sveitarfélagsins með íbúum þess enda þekkja þeir best sitt nærumhverfi. Við höfum því á undanförnum vikum haldið opna fundi þar sem íbúum hefur gefist kostur á að koma áherslum sínum á framfæri ásamt ábendingum um það sem íbúar eru ánægðir með og hvað megi gera betur. Slíkt samtal teljum við mikilvægt. Þessi vinnubrögð ríma vel við lýðræðisstefnu Garðabæjar og verkefnið „Betri Garðabær“ sem er samráðsverkefni íbúa og stjórnsýslu um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri framkvæmda í nærumhverfi íbúa. Garðabær hefur einnig hafið innleiðingu á verkefninu barnvænt sveitarfélag sem snýr meðal annars að því að börn og ungmenni séu höfð með í ráðum varðandi nærumhverfi sitt og þá þjónustu sem þeim stendur til boða. Við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins viljum halda áfram að þróa með íbúum framangreind verkefni. Stafrænar lausnir fyrir Garðabæ Undanfarin ár hefur tækniþróun verið hröð og vilja nú flestir nálgast þjónustu og upplýsingar frá bæjarfélaginu á einfaldan og auðveldan hátt. Til að halda í við slíka þróun er mikilvægt að sveitarfélögin í landinu vinni saman og nýti sameiginlega þekkingu og mannafla. Dæmi um nýjar tæknilausnir eru rafræn sundkort sem tekin voru í notkun í almenningssundlaugum Garðabæjar um síðustu mánaðarmót. Um þróunarverkefni er að ræða sem leitt er af Garðabæ sem er fyrsta bæjarfélagið til að bjóða upp á slík kort. Við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins viljum halda áfram á braut tækninnar. Með stafrænum lausnum má einfalda og auðvelda íbúum Garðarbæjar samskipti við bæinn sinn og aðgang að mikilvægum upplýsingum. Til starfa fyrir Garðabæ Það fylgir því mikil ábyrgð að bjóða sig fram og vilja stýra bæjarfélagi eins og Garðabæ. Það er ábyrgð sem við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins tökum mjög alvarlega. Við viljum halda áfram að vinna af fullum krafti í þágu Garðbæinga og óskum við því eftir stuðningi ykkar í sveitastjórnarkosningunum þann 14. maí næstkomandi. Setjið X við D. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Garðabæjar, skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar