Varð fyrir verulegum vonbrigðum þegar Bankasýslan hafnaði birtingu listans Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. apríl 2022 12:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist hafa orðið fyrir verulegum vonbrigðum þegar Bankasýsla ríkisins hafnaði því að birta listann yfir þá fjárfesta sem keyptu hlut í Íslandsbanka í mars. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki á þeim skónum að ætla að verða við kröfum mótmælenda um að hann segi af sér vegna sölu ríkisins á hlutabréfum þess í Íslandsbanka. Hópur fólks, um tíu manns, kom saman fyrir utan ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í morgun til að mótmæla bankasölunni á meðan á reglulegum fundi ríkisstjórnarinnar stóð. Mótmælendur kölluðu „Bjarna burt!“ þegar ráðherrar gengu út en Bjarni gaf ekki kost á viðtali vegna hávaðans frá mótmælendum. Bjarni, ætlarðu að fara burt eins og fólkið krefst? „Nei, ég er ekki að fara neitt,“ sagði Bjarni áður en hann steig inn í bíl sinn og ók burt. Enn þeirrar skoðunar að gagnsæi hafi verið ábótavant Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði málið í skýrt skilgreindu ferli og nefndi að bæði Ríkisendurskoðun og Seðlabankinn séu að rannsaka málið. „Mér finnst það mjög skýrt bæði í fjölmiðlum og á þinginu og það er eðlilegt og vönduð stjórnsýsla og við bíðum eftir niðurstöðum þeirra til að geta fengið hvort við teljum að eitthvað hafi í raun farið úrskeiðis í þessu útboði,“ sagði Katrín. Hún segist enn þeirrar skoðunar að útboðið hafi ekki staðið undir væntingum hennar. „Það sem ég hef sagt hingað til og ég hef ekki skipt um skoðun á því er að þetta útboð stóð ekki undir mínum væntingum hvað varðaði gagnsæi. Það lá fyrir að þetta væri ekki eins gagnsæ aðferð og upphaflega útboðið en eigi að síður voru gerðar athugasemdir við þetta í málsmeðferðinni. Þannig að ég get ítrekað að ég varð fyrir verulegum vonbrigðum til að mynda þegar Bankasýslan hafnaði því að birta listann og fleiri dæmi.“ Hún segir fullt traust ríkja milli ráðherra í ríkisstjórn og mikilvægt sé að taka mark á þeim gagnrýnisröddum sem heyrist. „Meðal annars vegna þess eru þessi mál til rannsóknar, af því að við teljum mikilvægt að hér sé allt uppi á borðum.“ Horfa má á viðtalið við Katrínu í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Segir mikilvægt að fólk tjái sig Bæði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sögðu mótmælendur ekki trufla störf ríkisstjórnarinnar. „Það er málfrelsi í landinu og það er mikilvægt að fólk tjái sig,“ sagði Svandís þegar hún gekk út af fundinum. „Ég held það skipti mjög miklu máli að velta við hverjum steini í þessu máli og það er greinilegt að það hefur ekki allt verið eins og best var á kosið. Það er mikilvægt að þetta hafi sinn gang.“ Ósammála mótmælendum að Bjarni eigi að segja af sér Guðlaugur Þór sagðist ósammála mótmælendum um að Bjarni ætti að segja af sér. „Já, ég er það,“ sagði Guðlaugur og bætti við: „Að sjálfsögðu er ekki gott þegar er tortryggni út af jafn mikilvægum hlut eins og sölu á ríkiseignum. Þess vegna er mjög mikilvægt að við rannsökum þetta ofan í kjölinn.“ Hópurinn telur rúmlega tíu manns.Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra sagði miklu máli skipta að málið væri skoðað í kjölinn og í ljós komi hvernig það fari. „Nú er í gangi, bæði hjá Seðlabankanum og hjá ríkisendurskoðun, skoðun á þessu málum og við bíðum bara eftir því,“ sagði Ásmundur. „Þetta er bara lýðræði, það mega allir tjá sína skoðun. Þannig er það á Íslandi sem betur fer.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir „Ef að einhverjir hafa brotið lög þá þarf að rannsaka það til hlítar“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að sala ríkisins á 22,5% hlut í Íslandsbanka hafi almennt gengið vel. Þó séu atriði við söluna sem þarf að rannsaka. 25. apríl 2022 22:09 Meira en helmingur treystir Bjarna mjög lítið Ný könnun Maskínu leiðir í ljós mjög laskað traust formanna ríkisstjórnarflokkanna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sjaldan eða aldrei mælst með eins lítið traust. 25. apríl 2022 20:00 Lögmaður Bankasýslunnar segir bankasöluna hafa verið löglega Þórólfur Heiðar Þorsteinsson, lögmaður Bankasýslu ríkisins, telur ljóst að framkvæmd á sölu á 22,5 prósent hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið samkvæmt lögum. Fjármálaráðherra hafi ekki borið að samþykkja hvert og eitt tilboð sem barst. 22. apríl 2022 09:00 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fleiri fréttir Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst Sjá meira
Hópur fólks, um tíu manns, kom saman fyrir utan ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í morgun til að mótmæla bankasölunni á meðan á reglulegum fundi ríkisstjórnarinnar stóð. Mótmælendur kölluðu „Bjarna burt!“ þegar ráðherrar gengu út en Bjarni gaf ekki kost á viðtali vegna hávaðans frá mótmælendum. Bjarni, ætlarðu að fara burt eins og fólkið krefst? „Nei, ég er ekki að fara neitt,“ sagði Bjarni áður en hann steig inn í bíl sinn og ók burt. Enn þeirrar skoðunar að gagnsæi hafi verið ábótavant Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði málið í skýrt skilgreindu ferli og nefndi að bæði Ríkisendurskoðun og Seðlabankinn séu að rannsaka málið. „Mér finnst það mjög skýrt bæði í fjölmiðlum og á þinginu og það er eðlilegt og vönduð stjórnsýsla og við bíðum eftir niðurstöðum þeirra til að geta fengið hvort við teljum að eitthvað hafi í raun farið úrskeiðis í þessu útboði,“ sagði Katrín. Hún segist enn þeirrar skoðunar að útboðið hafi ekki staðið undir væntingum hennar. „Það sem ég hef sagt hingað til og ég hef ekki skipt um skoðun á því er að þetta útboð stóð ekki undir mínum væntingum hvað varðaði gagnsæi. Það lá fyrir að þetta væri ekki eins gagnsæ aðferð og upphaflega útboðið en eigi að síður voru gerðar athugasemdir við þetta í málsmeðferðinni. Þannig að ég get ítrekað að ég varð fyrir verulegum vonbrigðum til að mynda þegar Bankasýslan hafnaði því að birta listann og fleiri dæmi.“ Hún segir fullt traust ríkja milli ráðherra í ríkisstjórn og mikilvægt sé að taka mark á þeim gagnrýnisröddum sem heyrist. „Meðal annars vegna þess eru þessi mál til rannsóknar, af því að við teljum mikilvægt að hér sé allt uppi á borðum.“ Horfa má á viðtalið við Katrínu í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Segir mikilvægt að fólk tjái sig Bæði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sögðu mótmælendur ekki trufla störf ríkisstjórnarinnar. „Það er málfrelsi í landinu og það er mikilvægt að fólk tjái sig,“ sagði Svandís þegar hún gekk út af fundinum. „Ég held það skipti mjög miklu máli að velta við hverjum steini í þessu máli og það er greinilegt að það hefur ekki allt verið eins og best var á kosið. Það er mikilvægt að þetta hafi sinn gang.“ Ósammála mótmælendum að Bjarni eigi að segja af sér Guðlaugur Þór sagðist ósammála mótmælendum um að Bjarni ætti að segja af sér. „Já, ég er það,“ sagði Guðlaugur og bætti við: „Að sjálfsögðu er ekki gott þegar er tortryggni út af jafn mikilvægum hlut eins og sölu á ríkiseignum. Þess vegna er mjög mikilvægt að við rannsökum þetta ofan í kjölinn.“ Hópurinn telur rúmlega tíu manns.Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra sagði miklu máli skipta að málið væri skoðað í kjölinn og í ljós komi hvernig það fari. „Nú er í gangi, bæði hjá Seðlabankanum og hjá ríkisendurskoðun, skoðun á þessu málum og við bíðum bara eftir því,“ sagði Ásmundur. „Þetta er bara lýðræði, það mega allir tjá sína skoðun. Þannig er það á Íslandi sem betur fer.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir „Ef að einhverjir hafa brotið lög þá þarf að rannsaka það til hlítar“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að sala ríkisins á 22,5% hlut í Íslandsbanka hafi almennt gengið vel. Þó séu atriði við söluna sem þarf að rannsaka. 25. apríl 2022 22:09 Meira en helmingur treystir Bjarna mjög lítið Ný könnun Maskínu leiðir í ljós mjög laskað traust formanna ríkisstjórnarflokkanna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sjaldan eða aldrei mælst með eins lítið traust. 25. apríl 2022 20:00 Lögmaður Bankasýslunnar segir bankasöluna hafa verið löglega Þórólfur Heiðar Þorsteinsson, lögmaður Bankasýslu ríkisins, telur ljóst að framkvæmd á sölu á 22,5 prósent hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið samkvæmt lögum. Fjármálaráðherra hafi ekki borið að samþykkja hvert og eitt tilboð sem barst. 22. apríl 2022 09:00 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fleiri fréttir Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst Sjá meira
„Ef að einhverjir hafa brotið lög þá þarf að rannsaka það til hlítar“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að sala ríkisins á 22,5% hlut í Íslandsbanka hafi almennt gengið vel. Þó séu atriði við söluna sem þarf að rannsaka. 25. apríl 2022 22:09
Meira en helmingur treystir Bjarna mjög lítið Ný könnun Maskínu leiðir í ljós mjög laskað traust formanna ríkisstjórnarflokkanna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sjaldan eða aldrei mælst með eins lítið traust. 25. apríl 2022 20:00
Lögmaður Bankasýslunnar segir bankasöluna hafa verið löglega Þórólfur Heiðar Þorsteinsson, lögmaður Bankasýslu ríkisins, telur ljóst að framkvæmd á sölu á 22,5 prósent hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið samkvæmt lögum. Fjármálaráðherra hafi ekki borið að samþykkja hvert og eitt tilboð sem barst. 22. apríl 2022 09:00
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent