„Ég vil fá fullan Krika á fimmtudaginn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. apríl 2022 21:45 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH-inga, var sáttur með sigur sinna manna í kvöld. Vísir/Vilhelm Sigursteinn Arndal, þjálfari FH-inga, var eðlilega í himinlifandi eftir öruggan sigur sinna manna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Sigurinn tryggði liðinu oddaleik sem fram fer í Kaplakrika á fimmtudaginn kemur. „Mér líður mjög vel, ég get ekki neitað því. En vá, ég var ekki rólegur. En mér líður ógeðslega vel,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH-inga eftir að liðið tryggði sér oddaleik gegn Selfyssingum í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. FH-ingar byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti og komust fljótt í 5-0. Einar Örn Sindrason átti stóran þátt í góðum sóknarleik gestanna í upphafi leiks og Sigursteinn hrósaði honum, sem og öðrum leikmönnum liðsins „Ég er bara ótrúlega ánægður með framgang Einars og alls liðsins. Við töluðum um það að við vildum fá liðsframmistöðu og við fengum það svo sannarlega.“ Gestirnir frá Hafnarfirði fengu fullt af auðveldum mörkum úr hraðaupphlaupum í kvöld og Sigursteinn segir að það hafi verið einn af þeim þáttum sem liðið ætlaði að bæta á milli leikja. „Við vorum ekki ánægðir með það hvað við fengum út úr þeim þætti í seinasta leik og við töluðum mikið um það að við ætluðum að hlaupa og við gerðum það.“ Eitt af því sem skilaði öllum þessum hraðaupphlaupum var góður varnarleikur gestanna, en aðspurður að því hvort að FH-ingar væru með bestu vörn deildarinnar vildi Sigursteinn ekki taka of djúpt í árina. „Það er ykkar að vera með svona yfirlýsingar. Við erum bara ánægðir með okkar varnarleik og við vitum svo sannarlega hvað þeir geta. Ég er bara mjög ánægður með varnarleikinn í kvöld.“ „En mig langar að nýta tækifærið og þakka þessum FH-ingum sem mættu hérna á Selfoss í kvöld. Þeir voru stórkostlegir og gáfu Selfyssingum ekkert eftir og ég vil fá fullan Krika á fimmtudaginn. Þetta einvígi á það svo sannarlega skilið og þetta eru klassa áhorfendur hjá báðum liðum. Við viljum fullan Krika.“ Að lokum sagðist Sigursteinn ekki ætla að breyta út af vananum í undirbúningi fyrir oddaleikinn sem fram fer á fimmtudaginn í Kaplakrika. „Við undirbúum okkur bara á nákvæmlega sama hátt. Núna þurfum við bara að hugsa um líkamann, ná hausnum góðum og svo er bara ný orusta á fimmtudaginn og þá þurfum við bara að vera klárir. Við erum jafn mikið með bakið upp við vegg þá eins og í kvöld.“ Olís-deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - FH 22-27 | FH-ingar tryggðu sér oddaleik FH-ingar tryggðu sér oddaleik á heimavelli með öruggum fimm marka sigri gegn Selfyssingum í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 27-22. 25. apríl 2022 22:25 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Sjá meira
„Mér líður mjög vel, ég get ekki neitað því. En vá, ég var ekki rólegur. En mér líður ógeðslega vel,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH-inga eftir að liðið tryggði sér oddaleik gegn Selfyssingum í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. FH-ingar byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti og komust fljótt í 5-0. Einar Örn Sindrason átti stóran þátt í góðum sóknarleik gestanna í upphafi leiks og Sigursteinn hrósaði honum, sem og öðrum leikmönnum liðsins „Ég er bara ótrúlega ánægður með framgang Einars og alls liðsins. Við töluðum um það að við vildum fá liðsframmistöðu og við fengum það svo sannarlega.“ Gestirnir frá Hafnarfirði fengu fullt af auðveldum mörkum úr hraðaupphlaupum í kvöld og Sigursteinn segir að það hafi verið einn af þeim þáttum sem liðið ætlaði að bæta á milli leikja. „Við vorum ekki ánægðir með það hvað við fengum út úr þeim þætti í seinasta leik og við töluðum mikið um það að við ætluðum að hlaupa og við gerðum það.“ Eitt af því sem skilaði öllum þessum hraðaupphlaupum var góður varnarleikur gestanna, en aðspurður að því hvort að FH-ingar væru með bestu vörn deildarinnar vildi Sigursteinn ekki taka of djúpt í árina. „Það er ykkar að vera með svona yfirlýsingar. Við erum bara ánægðir með okkar varnarleik og við vitum svo sannarlega hvað þeir geta. Ég er bara mjög ánægður með varnarleikinn í kvöld.“ „En mig langar að nýta tækifærið og þakka þessum FH-ingum sem mættu hérna á Selfoss í kvöld. Þeir voru stórkostlegir og gáfu Selfyssingum ekkert eftir og ég vil fá fullan Krika á fimmtudaginn. Þetta einvígi á það svo sannarlega skilið og þetta eru klassa áhorfendur hjá báðum liðum. Við viljum fullan Krika.“ Að lokum sagðist Sigursteinn ekki ætla að breyta út af vananum í undirbúningi fyrir oddaleikinn sem fram fer á fimmtudaginn í Kaplakrika. „Við undirbúum okkur bara á nákvæmlega sama hátt. Núna þurfum við bara að hugsa um líkamann, ná hausnum góðum og svo er bara ný orusta á fimmtudaginn og þá þurfum við bara að vera klárir. Við erum jafn mikið með bakið upp við vegg þá eins og í kvöld.“
Olís-deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - FH 22-27 | FH-ingar tryggðu sér oddaleik FH-ingar tryggðu sér oddaleik á heimavelli með öruggum fimm marka sigri gegn Selfyssingum í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 27-22. 25. apríl 2022 22:25 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - FH 22-27 | FH-ingar tryggðu sér oddaleik FH-ingar tryggðu sér oddaleik á heimavelli með öruggum fimm marka sigri gegn Selfyssingum í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 27-22. 25. apríl 2022 22:25
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti