Ferskir vindar fyrir Garðabæ með Viðreisn Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 25. apríl 2022 15:00 Við í Viðreisn viljum sjá Garðabæ vaxa sem sanngjarnt samfélag. En hvað er sanngjarnt? Fyrir sveitarfélag sem stendur fjárhagslega vel, líkt og Garðabær, er sanngjarnt að öll lögbundin þjónusta sé framúrskarandi. Þá fyrst getum við talað um Garðabæ sem framúrskarandi sveitarfélag sem stendur vel. Að standa vel snýr jöfnum höndum að því að fara vel með fjármuni og forgangsraða skattpeningum í þágu lögbundinnar þjónustu og grunnþjónustu á við leikskóla. Garðabær stendur fjárhagslega vel þrátt fyrir tveggja ára heimsfaraldur sem setti strik í reikninginn og jók útgjöld til félagsþjónustu. Á sama tíma hægði verulega á mikilvægum verkefnum sem lúta að uppfærslu stjórnsýslunnar til nútímans. Fyrir litla stjórnsýslu er ekki hægt að hlaða verkefnum endalaust á og undir því álagi sem hlaust af heimsfaraldri þarfnaðist stjórnsýslan allra handa upp á dekk til að tryggja grunnþjónustu og bregðast við óvissunni frá degi til dags. Það gerði starfsfólk Garðabæjar svo sannarlega með afbrigðum vel. En á sama tíma hefur átt sér mikill og hraður vöxtur í sveitarfélaginu. Svo hraður að tímabært er að endurskoða burði stjórnsýslunnar miðað við þann mannafla sem hún hefur. Verkefnum fjölgar og ýmis þjónusta eykst samhliða íbúafjölgun. Innviðir velferðarþjónustu jafnt sem innviðir umhverfis- og skipulagsmála þurfa að valda slíkri fjölgun. Tryggjum þjónustu í hæstu gæðum Þrátt fyrir að standa fjárhagslega vel hefur ekki gengið jafnvel hjá Garðabæ að veita framúrskarandi þjónustu við þá sem minna mega sín. Það hefur ekki verið í forgangi að setja lögbundna þjónustu við fatlað fólk eða fjölskyldur þeirra í fyrsta sæti. Það hefur ekki heldur verið í forgangi að tryggja búsetu fyrir alla. Garðabær býr yfir afar rýru framboði af félagslegu húsnæði og er þar langt á eftir nágrannasveitarfélögum sínum, miðað við fjölda íbúa. Ítrekað fáum við þær staðreyndir upp á borð hvernig íbúar í Garðabæ, sem þurfa á slíku búsetuúrræði að halda, sitja eftir samanborið við íbúa annarra sveitarfélaga. Það er allt að átakanlegt að horfast í augu við þær staðreyndir, því við getum gert svo mikið betur. Á meðan Garðabær veitir lakari þjónustu en aðrir, getum við ekki staðið keik og talað uppfull af stolti, hátt og snjallt um að Garðabær standi svo vel og jafnvel framar öðrum sveitarfélögum. Sterk fjárhagsleg staða er hins vegar forsenda þess að hægt sé að veita betri þjónustu og styðja enn betur við fjölbreytileika samfélagsins. Garðabær framtíðar Við í Viðreisn viljum bretta upp ermar, auka markvisst framboð á félagslegu húsnæði og hækka þjónustustig við alla þá sem þurfa á félagsþjónustu að halda. Við viljum líka byggja upp gagnsærri og stafrænni stjórnsýslu, stýra innkaupum með faglegri hætti í gegnum opinber innkaup og grænum fjárfestingum og byggja upp innviði í takt við íbúaþróun. Við viljum hraðari uppbyggingu og tryggja íbúum raunverulegt val um umhverfisvænan lífsstíl með því að tryggja og styðja við almenningssamgöngur og öruggar samgöngur hjólandi og gangandi um allan Garðabæ. Líka til og frá úthverfanna okkar mikilvægu. Við í Viðreisn viljum öflugt nærsamfélag með blómlegri atvinnustarfsemi, þar sem börnum og ungmennum býðst skólaval í öflugum skólum Garðabæjar, þar sem stutt er við íþrótta- og tómstundastarf fyrir börn og ungmenni í öllum hverfum. Við viljum Garðabæ sem valkost fyrir öll sem vilja búa í sveitarfélagi sem býr við náttúruperlur sem bjóða upp á stórkostlega möguleika til útivistar. Eftir setu mína í bæjarstjórn sl. fjögur ár veit ég að það skiptir máli að áherslur Viðreisnar hafi rödd við bæjarstjórnarborðið. Því fleiri sem við verðum, því sterkari verður rödd okkar. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Viðreisn Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Við í Viðreisn viljum sjá Garðabæ vaxa sem sanngjarnt samfélag. En hvað er sanngjarnt? Fyrir sveitarfélag sem stendur fjárhagslega vel, líkt og Garðabær, er sanngjarnt að öll lögbundin þjónusta sé framúrskarandi. Þá fyrst getum við talað um Garðabæ sem framúrskarandi sveitarfélag sem stendur vel. Að standa vel snýr jöfnum höndum að því að fara vel með fjármuni og forgangsraða skattpeningum í þágu lögbundinnar þjónustu og grunnþjónustu á við leikskóla. Garðabær stendur fjárhagslega vel þrátt fyrir tveggja ára heimsfaraldur sem setti strik í reikninginn og jók útgjöld til félagsþjónustu. Á sama tíma hægði verulega á mikilvægum verkefnum sem lúta að uppfærslu stjórnsýslunnar til nútímans. Fyrir litla stjórnsýslu er ekki hægt að hlaða verkefnum endalaust á og undir því álagi sem hlaust af heimsfaraldri þarfnaðist stjórnsýslan allra handa upp á dekk til að tryggja grunnþjónustu og bregðast við óvissunni frá degi til dags. Það gerði starfsfólk Garðabæjar svo sannarlega með afbrigðum vel. En á sama tíma hefur átt sér mikill og hraður vöxtur í sveitarfélaginu. Svo hraður að tímabært er að endurskoða burði stjórnsýslunnar miðað við þann mannafla sem hún hefur. Verkefnum fjölgar og ýmis þjónusta eykst samhliða íbúafjölgun. Innviðir velferðarþjónustu jafnt sem innviðir umhverfis- og skipulagsmála þurfa að valda slíkri fjölgun. Tryggjum þjónustu í hæstu gæðum Þrátt fyrir að standa fjárhagslega vel hefur ekki gengið jafnvel hjá Garðabæ að veita framúrskarandi þjónustu við þá sem minna mega sín. Það hefur ekki verið í forgangi að setja lögbundna þjónustu við fatlað fólk eða fjölskyldur þeirra í fyrsta sæti. Það hefur ekki heldur verið í forgangi að tryggja búsetu fyrir alla. Garðabær býr yfir afar rýru framboði af félagslegu húsnæði og er þar langt á eftir nágrannasveitarfélögum sínum, miðað við fjölda íbúa. Ítrekað fáum við þær staðreyndir upp á borð hvernig íbúar í Garðabæ, sem þurfa á slíku búsetuúrræði að halda, sitja eftir samanborið við íbúa annarra sveitarfélaga. Það er allt að átakanlegt að horfast í augu við þær staðreyndir, því við getum gert svo mikið betur. Á meðan Garðabær veitir lakari þjónustu en aðrir, getum við ekki staðið keik og talað uppfull af stolti, hátt og snjallt um að Garðabær standi svo vel og jafnvel framar öðrum sveitarfélögum. Sterk fjárhagsleg staða er hins vegar forsenda þess að hægt sé að veita betri þjónustu og styðja enn betur við fjölbreytileika samfélagsins. Garðabær framtíðar Við í Viðreisn viljum bretta upp ermar, auka markvisst framboð á félagslegu húsnæði og hækka þjónustustig við alla þá sem þurfa á félagsþjónustu að halda. Við viljum líka byggja upp gagnsærri og stafrænni stjórnsýslu, stýra innkaupum með faglegri hætti í gegnum opinber innkaup og grænum fjárfestingum og byggja upp innviði í takt við íbúaþróun. Við viljum hraðari uppbyggingu og tryggja íbúum raunverulegt val um umhverfisvænan lífsstíl með því að tryggja og styðja við almenningssamgöngur og öruggar samgöngur hjólandi og gangandi um allan Garðabæ. Líka til og frá úthverfanna okkar mikilvægu. Við í Viðreisn viljum öflugt nærsamfélag með blómlegri atvinnustarfsemi, þar sem börnum og ungmennum býðst skólaval í öflugum skólum Garðabæjar, þar sem stutt er við íþrótta- og tómstundastarf fyrir börn og ungmenni í öllum hverfum. Við viljum Garðabæ sem valkost fyrir öll sem vilja búa í sveitarfélagi sem býr við náttúruperlur sem bjóða upp á stórkostlega möguleika til útivistar. Eftir setu mína í bæjarstjórn sl. fjögur ár veit ég að það skiptir máli að áherslur Viðreisnar hafi rödd við bæjarstjórnarborðið. Því fleiri sem við verðum, því sterkari verður rödd okkar. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun