Óvenju margir létust á fyrstu þremur mánuðum ársins Eiður Þór Árnason skrifar 25. apríl 2022 11:08 Fjöldi látinna hefur ekki verið meiri frá árinu 2010. Vísir/Vilhelm Óvenju margir létust á fyrstu þremur mánuðum ársins 2022 þegar 760 einstaklingar létust á Íslandi samkvæmt tölum Hagstofunnar. Ekki hafa verið fleiri dauðsföll á einum ársfjórðungi frá því að byrjað var að birta slíkar tölur á fjórða ársfjórðungi 2009. 180 færri andlát voru skráð á sama tímabili í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá Embætti landlæknis er of snemmt að segja til um dánarorsakir þar sem þær upplýsingar liggi ekki fyrir. 21 einstaklingur lést á Landspítalanum með Covid-19 á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Fram kemur í samantekt Hagstofunnar að alls 1.110 börn hafi fæðst á fyrsta ársfjórðungi 2022. Þá fluttust 920 einstaklingar til landsins umfram brottflutta. Brottfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 430 umfram aðflutta en aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 1.350 fleiri en þeir sem fluttust frá landinu. Fleiri karlar en konur fluttust frá landinu. Í lok mars bjuggu 377.280 manns á Íslandi, þar af 193.730 karlar og 183.550 konur og fjölgaði því landsmönnum um 1.280 á ársfjórðungnum. Kynhlutlausir voru 90 en vegna smæðar hópsins var honum dreift af handahófi á milli karla og kvenna, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar. Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 241.560 manns en 135.720 á landsbyggðinni. Danmörk var helsti áfangastaður brottfluttra íslenskra ríkisborgara en þangað fluttust 490 manns á fyrsta ársfjórðungi. Til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar fluttust 600 íslenskir ríkisborgarar af alls 800. Af þeim 1.500 erlendu ríkisborgurum sem fluttust frá landinu fóru flestir til Póllands, eða 450 manns. Flestir aðfluttir íslenskir ríkisborgarar komu frá Danmörku, eða 110 talsins, 50 frá Noregi og 60 frá Svíþjóð, samtals 230 manns af 360. Pólland var upprunaland flestra erlendra ríkisborgara en þaðan fluttust 700 til landsins af alls 2.850 erlendum innflytjendum. Rúmenía kom næst, en þaðan fluttust 250 erlendir ríkisborgarar til landsins. Erlendir ríkisborgarar voru 56.100 eða 14,9% af heildarmannfjöldanum. Fréttin hefur verið uppfærð. Heilbrigðismál Innflytjendamál Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
180 færri andlát voru skráð á sama tímabili í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá Embætti landlæknis er of snemmt að segja til um dánarorsakir þar sem þær upplýsingar liggi ekki fyrir. 21 einstaklingur lést á Landspítalanum með Covid-19 á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Fram kemur í samantekt Hagstofunnar að alls 1.110 börn hafi fæðst á fyrsta ársfjórðungi 2022. Þá fluttust 920 einstaklingar til landsins umfram brottflutta. Brottfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 430 umfram aðflutta en aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 1.350 fleiri en þeir sem fluttust frá landinu. Fleiri karlar en konur fluttust frá landinu. Í lok mars bjuggu 377.280 manns á Íslandi, þar af 193.730 karlar og 183.550 konur og fjölgaði því landsmönnum um 1.280 á ársfjórðungnum. Kynhlutlausir voru 90 en vegna smæðar hópsins var honum dreift af handahófi á milli karla og kvenna, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar. Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 241.560 manns en 135.720 á landsbyggðinni. Danmörk var helsti áfangastaður brottfluttra íslenskra ríkisborgara en þangað fluttust 490 manns á fyrsta ársfjórðungi. Til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar fluttust 600 íslenskir ríkisborgarar af alls 800. Af þeim 1.500 erlendu ríkisborgurum sem fluttust frá landinu fóru flestir til Póllands, eða 450 manns. Flestir aðfluttir íslenskir ríkisborgarar komu frá Danmörku, eða 110 talsins, 50 frá Noregi og 60 frá Svíþjóð, samtals 230 manns af 360. Pólland var upprunaland flestra erlendra ríkisborgara en þaðan fluttust 700 til landsins af alls 2.850 erlendum innflytjendum. Rúmenía kom næst, en þaðan fluttust 250 erlendir ríkisborgarar til landsins. Erlendir ríkisborgarar voru 56.100 eða 14,9% af heildarmannfjöldanum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Heilbrigðismál Innflytjendamál Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira