Áfram menning og listir á Akureyri Elsa María Guðmundsdóttir skrifar 25. apríl 2022 12:00 Lífsgæði íbúa Akureyrar eru meðal annars mæld í aðgengi íbúa að fjölbreyttri menningu og listum. Í samfélaginu tengir menning okkur saman og listin, í sínum ótalmörgu myndum, þroskar okkur og nærir sem manneskjur. Styðjandi umgjörð um þessa þætti er verðugt verkefni og hlutverk sveitarfélaga stórt. Akureyrarbær hefur um áratuga skeið þróast mjög á sviði menningar og lista. Mikil uppbygging hefur átt sér stað, fyrst upp úr 1990 með mikilli uppbyggingu í Listagilinu og svo áfram með opnun Hofs árið 2010, tilurð Menningarfélagsins Hofs og endurbyggingu Listasafnsins og uppbyggingar flóru safna, svo fátt eitt sé nefnt. Þessi ytri skilyrði skapa farveg fyrir fjölbreytt, faglegt og kröftugt menningarstarf. Til að skapa viðeigandi líf og kraft til að hlúa að frumkvæði og krafti á sviði menningar og lista verður jafnframt að beina sjónum að þeim tækifærum sem bærinn getur stutt við til atvinnusköpunar fyrir listafólk. Án framlags og vinnu þess hóps og grasrótar, verður list og menning ekki til. Áherslur Samfylkingarinnar í menningarmálum fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar eru meðal annars að við teljum nauðsynlegt að uppfæra menningarstefnu bæjarins sem gilti til ársins 2018 og er því útrunnin. Samfylkingin vill halda áfram því sem vel hefur gengið og blása til sóknar í því sem þarf að endurskoða. Við höldum áfram stuðningi við menningarstofnanir á Akureyri; Menningarfélag Akureyrar með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Leikfélag Akureyrar innanborðs, Listasafnið á Akureyri og hina fjölbreyttu flóru annarra safna á Akureyri. Einnig er nauðsynlegt að stuðla að menningarupplifunum bæði í Hrísey og í Grímsey, sem gætu verið þáttur í uppbyggingu ferðamennsku. Við viljum hækka framlög í Menningarsjóð og beina sjónum sérstaklega að því að hvetja til atvinnutækifæra fyrir listafólk sem býr og starfar á Akureyri. Þannig sköpum við grundvöll fyrir því að fleira listafólk velji sér búsetu á Akureyri og stuðlum að því að grasrótin fái tækifæri til þess að vaxa. Jafnframt teljum við hjá Samfylkingunni að skapa þurfi skýrari umgjörð um menningarmál innan bæjarkerfisins. Liður í því getur verið að endurvekja menningarmálanefnd, sem meðal annars hefði það hlutverk að eiga samtal við ríkið um framlög til menningarmála á Akureyri, enda teljum við nauðsynlegt að þau þurfi að hækka í samræmi við þann fjölda landsmanna sem sveitarfélagið þjónar. Samfylkingunni er annt um orðspor og stöðu Akureyrar sem menningarbæjar og því nauðsynlegt að hlúa vel að fyrrgreindum þáttum og jafnframt að blása til sóknar þannig að við stöndum enn frekar undir okkar hlutverki sem svæðisborg, gagnvart öðrum sveitarfélögum hér á Norðurlandi. Höfundur er kennari og skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akureyri fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Menning Samfylkingin Mest lesið Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Lífsgæði íbúa Akureyrar eru meðal annars mæld í aðgengi íbúa að fjölbreyttri menningu og listum. Í samfélaginu tengir menning okkur saman og listin, í sínum ótalmörgu myndum, þroskar okkur og nærir sem manneskjur. Styðjandi umgjörð um þessa þætti er verðugt verkefni og hlutverk sveitarfélaga stórt. Akureyrarbær hefur um áratuga skeið þróast mjög á sviði menningar og lista. Mikil uppbygging hefur átt sér stað, fyrst upp úr 1990 með mikilli uppbyggingu í Listagilinu og svo áfram með opnun Hofs árið 2010, tilurð Menningarfélagsins Hofs og endurbyggingu Listasafnsins og uppbyggingar flóru safna, svo fátt eitt sé nefnt. Þessi ytri skilyrði skapa farveg fyrir fjölbreytt, faglegt og kröftugt menningarstarf. Til að skapa viðeigandi líf og kraft til að hlúa að frumkvæði og krafti á sviði menningar og lista verður jafnframt að beina sjónum að þeim tækifærum sem bærinn getur stutt við til atvinnusköpunar fyrir listafólk. Án framlags og vinnu þess hóps og grasrótar, verður list og menning ekki til. Áherslur Samfylkingarinnar í menningarmálum fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar eru meðal annars að við teljum nauðsynlegt að uppfæra menningarstefnu bæjarins sem gilti til ársins 2018 og er því útrunnin. Samfylkingin vill halda áfram því sem vel hefur gengið og blása til sóknar í því sem þarf að endurskoða. Við höldum áfram stuðningi við menningarstofnanir á Akureyri; Menningarfélag Akureyrar með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Leikfélag Akureyrar innanborðs, Listasafnið á Akureyri og hina fjölbreyttu flóru annarra safna á Akureyri. Einnig er nauðsynlegt að stuðla að menningarupplifunum bæði í Hrísey og í Grímsey, sem gætu verið þáttur í uppbyggingu ferðamennsku. Við viljum hækka framlög í Menningarsjóð og beina sjónum sérstaklega að því að hvetja til atvinnutækifæra fyrir listafólk sem býr og starfar á Akureyri. Þannig sköpum við grundvöll fyrir því að fleira listafólk velji sér búsetu á Akureyri og stuðlum að því að grasrótin fái tækifæri til þess að vaxa. Jafnframt teljum við hjá Samfylkingunni að skapa þurfi skýrari umgjörð um menningarmál innan bæjarkerfisins. Liður í því getur verið að endurvekja menningarmálanefnd, sem meðal annars hefði það hlutverk að eiga samtal við ríkið um framlög til menningarmála á Akureyri, enda teljum við nauðsynlegt að þau þurfi að hækka í samræmi við þann fjölda landsmanna sem sveitarfélagið þjónar. Samfylkingunni er annt um orðspor og stöðu Akureyrar sem menningarbæjar og því nauðsynlegt að hlúa vel að fyrrgreindum þáttum og jafnframt að blása til sóknar þannig að við stöndum enn frekar undir okkar hlutverki sem svæðisborg, gagnvart öðrum sveitarfélögum hér á Norðurlandi. Höfundur er kennari og skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akureyri fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun