Jókerinn enn á lífi en Pelíkanarnir jöfnuðu á móti efsta liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. apríl 2022 07:30 Nikola Jokic horfir í kringum sig en Kevon Looney reynir að verjast honum í leik Denver og Golden State. AP/David Zalubowski Nikola Jokic og félagar í Denver Nuggets unnu loksins leik í einvíginu á móti Golden State Warriors og komu í veg fyrir að Warriors yrðu fyrsta liðið til að komast áfram í aðra umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í ár. NBA-meistarar Milwaukee Bucks og Miami Heat komust bæði í 3-1 í sínum einvígum eftir útisigra en New Orleans Pelicans tókst aftur á móti að jafna metin í 2-2 á móti Phoenix Suns sem var með langbesta árangurinn í deildarkeppninni. Í Austurdeildinni eru liðin með örugga forystu en þetta er mun jafnara í Vesturdeildinni þar sem þrjú einvígi standa nú jöfn eftir fjóra fyrstu leikina. Nikola Jokic had it rolling from tip-off, scoring 18 of the @nuggets first 23 points on his way to 37 points, 8 boards, and 6 assists to force Game 5! #MileHighBasketballGame 5: GSW vs DEN, Wed. 10pm/et on TNT pic.twitter.com/ACg4mKCwkY— NBA (@NBA) April 25, 2022 Nikola Jokic var með 37 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar þegar Denver Nuggets vann 126-121 á heimavelli sínum á móti Golden State Warriors og minnkaði muninn í 3-1. Ekkert lið hefur komið til baka úr stöðunni 0-3 en Denver lét að minnsta kosti ekki sópa sér í sumarfrí. Jokic átti líka stoðsendinguna á Will Barton í þriggja stiga körfu 8,3 sekúndum fyrir leikslok sem innsiglaði sigurinn. Staðan var 121-121 eftir að Golden State hafði elt nær allan leikinn en Austin Rivers stal þá sendingu Otto Porter Jr. og Monte Morris kom Denver tveimur stigum yfir. Þriggja stiga karfan kom muninum síðan í fimm stig. @JimmyButler dominated both ends of the floor to lead the @MiamiHEAT to the Game 4 win, taking a 3-1 series lead! #HEATCulture 36 PTS | 10 REB | 4 STL Game 5: Tue. 7pm/et on NBA TV pic.twitter.com/jRCCECrENC— NBA (@NBA) April 25, 2022 Monte Morris skoraði 22 stig fyrir Denver þar af skoraði hann fimm þriggja stiga körfur í þriðja leikhlutanum. Aaron Gordon var með 21 stig og gerði einnig vel í vörninni að halda Jordan Poole í 11 stigum en Poole var með 28,7 stig í leik í fyrstu þremur leikjunum. Steph Curry skoraði 33 stig fyrir Golden State en klikkaði á 13 af 23 skotum sínum. Hann klikkaði líka á fjórum vítaskotum í fyrsta sinn á ferlinum. Klay Thompson var með 32 stig og Andrew Wiggins skoraði 20 stig. Jonas Valanciunas controlled the post and the boards for the @PelicansNBA in their Game 4 W to even the series! #WBD@JValanciunas: 26 PTS, 15 REB, 4 AST PELICANS/SUNSGame 5: Tue. 10pm/et on TNT pic.twitter.com/vW0wQSYm5Q— NBA (@NBA) April 25, 2022 Brandon Ingram skoraði 16 af 30 stigum sínum í þriðja leikhlutanum þegar New Orleans Pelicans vann 118-103 sigur á Phoenix Suns og jafnaði einvígið í 2-2. Phoenix lék án Devin Booker sem er meiddur og munar mikið um það endaði skoraði hann 31 stig í leik tvö. Litháinn Jonas Valanciunas var neð 26 stig og 15 fráköst hjá Pelíkönunum en Deandre Ayton var atkvæðamestur hjá Suns með 23 stig og 8 fráköst og JaVale McGee skoraði 14 stig. Chris Paul var aftur á móti aðeins með 4 stig á 35 mínútum. Brandon Ingram was LIGHTS OUT in the @PelicansNBA Game 4 victory to even the series at 2-2, dropping 30 points for the 3rd straight game! #WBD@B_Ingram13: 30 PTS, 4 REB, 5 ASTGame 5: Tue. 10pm/et on TNT pic.twitter.com/hD5EJLBGFw— NBA (@NBA) April 25, 2022 Milwaukee Bucks og Miami Heat eru bæði komin í 3-1 eftir flotta útisigra í nótt. Giannis Antetokounmpo var með 32 stig, 17 fráköst og 7 stoðsendingar þegar Milwaukee Bucks vann 119-95 útisigur á Chicago Bulls en Grayson Allen setti líka persónulegt met í úrslitakeppni með því að skora 27 stig. Jrue Holiday var síðan með 26 stig en hjá Bulls var Zach LaVine atkvæðamestur með 24 stig og 13 stoðsendingar en DeMar DeRozan skoraði 23 stig. Frammistaða Allen, sem hefur hitt úr 11 af 14 þriggja stiga skotum í síðustu tveimur leikjum, er mjög mikilvæg því Bucks er án Khris Middleton sem meiddist á hné í leik tvö og verður líklegast ekkert meira með í einvíginu. @JimmyButler dominated both ends of the floor to lead the @MiamiHEAT to the Game 4 win, taking a 3-1 series lead! #HEATCulture 36 PTS | 10 REB | 4 STL Game 5: Tue. 7pm/et on NBA TV pic.twitter.com/jRCCECrENC— NBA (@NBA) April 25, 2022 Jimmy Butler skoraði 13 af 36 stigum sínum í öðrum leikhluta þegar Miami Heat vann 110-86 útisigur á Atlanta Hawks en Heat liðið vann þennan ráðandi annan leikhluta 30-15. Miami vann þenann örugga sigur þrátt fyrir að leika án Kyle Lowry. De'Andre Hunter var stigahæstur hjá Atlanta Hawks með 24 stig en Miami tókst að halda Trae Young í 9 stigum og 5 stoðsendingum. Úrslitin í úrslitakeppnia NBA í nótt: Denver Nuggets - Golden State Warriors 126-121 Chicago Bulls - Milwaukee Bucks 95-119 Atlanta Hawks - Miami Heat 86-110 New Orleans Pelicans - Phoenix Suns 118-103 - Staðan í einvígunum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar núna: Austurdeildin: (1. sæti) Miami Heat 3-1 Atlanta Hawks (8. sæti) (2) Boston Celtics 3-0 Brooklyn Nets (7) (3) Milwaukee Bucks 3-1 Chicago Bulls (6) (4) Philadelphia 76ers 3-1 Toronto Raptors (5) Vesturdeildin: (1. sæti) Phoenix Suns 2-2 New Orleans Pelicans (8. sæti) (2) Memphis Grizzlies 2-2 Minnesota Timberwolves (7) (3) Golden State Warriors 3-1 Denver Nuggets (6) (4) Dallas Mavericks 2-2 Utah Jazz (5) The Playoff Bracket after Sunday's action!The #NBAPlayoffs presented by Google Pixel. pic.twitter.com/byDsz3GW8p— NBA (@NBA) April 25, 2022 NBA Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti Sjá meira
NBA-meistarar Milwaukee Bucks og Miami Heat komust bæði í 3-1 í sínum einvígum eftir útisigra en New Orleans Pelicans tókst aftur á móti að jafna metin í 2-2 á móti Phoenix Suns sem var með langbesta árangurinn í deildarkeppninni. Í Austurdeildinni eru liðin með örugga forystu en þetta er mun jafnara í Vesturdeildinni þar sem þrjú einvígi standa nú jöfn eftir fjóra fyrstu leikina. Nikola Jokic had it rolling from tip-off, scoring 18 of the @nuggets first 23 points on his way to 37 points, 8 boards, and 6 assists to force Game 5! #MileHighBasketballGame 5: GSW vs DEN, Wed. 10pm/et on TNT pic.twitter.com/ACg4mKCwkY— NBA (@NBA) April 25, 2022 Nikola Jokic var með 37 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar þegar Denver Nuggets vann 126-121 á heimavelli sínum á móti Golden State Warriors og minnkaði muninn í 3-1. Ekkert lið hefur komið til baka úr stöðunni 0-3 en Denver lét að minnsta kosti ekki sópa sér í sumarfrí. Jokic átti líka stoðsendinguna á Will Barton í þriggja stiga körfu 8,3 sekúndum fyrir leikslok sem innsiglaði sigurinn. Staðan var 121-121 eftir að Golden State hafði elt nær allan leikinn en Austin Rivers stal þá sendingu Otto Porter Jr. og Monte Morris kom Denver tveimur stigum yfir. Þriggja stiga karfan kom muninum síðan í fimm stig. @JimmyButler dominated both ends of the floor to lead the @MiamiHEAT to the Game 4 win, taking a 3-1 series lead! #HEATCulture 36 PTS | 10 REB | 4 STL Game 5: Tue. 7pm/et on NBA TV pic.twitter.com/jRCCECrENC— NBA (@NBA) April 25, 2022 Monte Morris skoraði 22 stig fyrir Denver þar af skoraði hann fimm þriggja stiga körfur í þriðja leikhlutanum. Aaron Gordon var með 21 stig og gerði einnig vel í vörninni að halda Jordan Poole í 11 stigum en Poole var með 28,7 stig í leik í fyrstu þremur leikjunum. Steph Curry skoraði 33 stig fyrir Golden State en klikkaði á 13 af 23 skotum sínum. Hann klikkaði líka á fjórum vítaskotum í fyrsta sinn á ferlinum. Klay Thompson var með 32 stig og Andrew Wiggins skoraði 20 stig. Jonas Valanciunas controlled the post and the boards for the @PelicansNBA in their Game 4 W to even the series! #WBD@JValanciunas: 26 PTS, 15 REB, 4 AST PELICANS/SUNSGame 5: Tue. 10pm/et on TNT pic.twitter.com/vW0wQSYm5Q— NBA (@NBA) April 25, 2022 Brandon Ingram skoraði 16 af 30 stigum sínum í þriðja leikhlutanum þegar New Orleans Pelicans vann 118-103 sigur á Phoenix Suns og jafnaði einvígið í 2-2. Phoenix lék án Devin Booker sem er meiddur og munar mikið um það endaði skoraði hann 31 stig í leik tvö. Litháinn Jonas Valanciunas var neð 26 stig og 15 fráköst hjá Pelíkönunum en Deandre Ayton var atkvæðamestur hjá Suns með 23 stig og 8 fráköst og JaVale McGee skoraði 14 stig. Chris Paul var aftur á móti aðeins með 4 stig á 35 mínútum. Brandon Ingram was LIGHTS OUT in the @PelicansNBA Game 4 victory to even the series at 2-2, dropping 30 points for the 3rd straight game! #WBD@B_Ingram13: 30 PTS, 4 REB, 5 ASTGame 5: Tue. 10pm/et on TNT pic.twitter.com/hD5EJLBGFw— NBA (@NBA) April 25, 2022 Milwaukee Bucks og Miami Heat eru bæði komin í 3-1 eftir flotta útisigra í nótt. Giannis Antetokounmpo var með 32 stig, 17 fráköst og 7 stoðsendingar þegar Milwaukee Bucks vann 119-95 útisigur á Chicago Bulls en Grayson Allen setti líka persónulegt met í úrslitakeppni með því að skora 27 stig. Jrue Holiday var síðan með 26 stig en hjá Bulls var Zach LaVine atkvæðamestur með 24 stig og 13 stoðsendingar en DeMar DeRozan skoraði 23 stig. Frammistaða Allen, sem hefur hitt úr 11 af 14 þriggja stiga skotum í síðustu tveimur leikjum, er mjög mikilvæg því Bucks er án Khris Middleton sem meiddist á hné í leik tvö og verður líklegast ekkert meira með í einvíginu. @JimmyButler dominated both ends of the floor to lead the @MiamiHEAT to the Game 4 win, taking a 3-1 series lead! #HEATCulture 36 PTS | 10 REB | 4 STL Game 5: Tue. 7pm/et on NBA TV pic.twitter.com/jRCCECrENC— NBA (@NBA) April 25, 2022 Jimmy Butler skoraði 13 af 36 stigum sínum í öðrum leikhluta þegar Miami Heat vann 110-86 útisigur á Atlanta Hawks en Heat liðið vann þennan ráðandi annan leikhluta 30-15. Miami vann þenann örugga sigur þrátt fyrir að leika án Kyle Lowry. De'Andre Hunter var stigahæstur hjá Atlanta Hawks með 24 stig en Miami tókst að halda Trae Young í 9 stigum og 5 stoðsendingum. Úrslitin í úrslitakeppnia NBA í nótt: Denver Nuggets - Golden State Warriors 126-121 Chicago Bulls - Milwaukee Bucks 95-119 Atlanta Hawks - Miami Heat 86-110 New Orleans Pelicans - Phoenix Suns 118-103 - Staðan í einvígunum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar núna: Austurdeildin: (1. sæti) Miami Heat 3-1 Atlanta Hawks (8. sæti) (2) Boston Celtics 3-0 Brooklyn Nets (7) (3) Milwaukee Bucks 3-1 Chicago Bulls (6) (4) Philadelphia 76ers 3-1 Toronto Raptors (5) Vesturdeildin: (1. sæti) Phoenix Suns 2-2 New Orleans Pelicans (8. sæti) (2) Memphis Grizzlies 2-2 Minnesota Timberwolves (7) (3) Golden State Warriors 3-1 Denver Nuggets (6) (4) Dallas Mavericks 2-2 Utah Jazz (5) The Playoff Bracket after Sunday's action!The #NBAPlayoffs presented by Google Pixel. pic.twitter.com/byDsz3GW8p— NBA (@NBA) April 25, 2022
Úrslitin í úrslitakeppnia NBA í nótt: Denver Nuggets - Golden State Warriors 126-121 Chicago Bulls - Milwaukee Bucks 95-119 Atlanta Hawks - Miami Heat 86-110 New Orleans Pelicans - Phoenix Suns 118-103 - Staðan í einvígunum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar núna: Austurdeildin: (1. sæti) Miami Heat 3-1 Atlanta Hawks (8. sæti) (2) Boston Celtics 3-0 Brooklyn Nets (7) (3) Milwaukee Bucks 3-1 Chicago Bulls (6) (4) Philadelphia 76ers 3-1 Toronto Raptors (5) Vesturdeildin: (1. sæti) Phoenix Suns 2-2 New Orleans Pelicans (8. sæti) (2) Memphis Grizzlies 2-2 Minnesota Timberwolves (7) (3) Golden State Warriors 3-1 Denver Nuggets (6) (4) Dallas Mavericks 2-2 Utah Jazz (5)
NBA Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti Sjá meira