Fjárfestum í leikskólum Auður Brynjólfsdóttir skrifar 24. apríl 2022 17:01 Það er löngu orðið tímabært að taka á leikskólamálum í Hafnarfirði og við í Samfylkingunni erum svo sannarlega tilbúin í þá vegferð. Fjárfesting í leikskólanum skilar sér margfalt til baka til samfélagsins og við eigum að leita allra leiða til að efla og styðja við starfið. Það þarf að leysa mönnunarvanda leikskólanna; fá fleira fólk inn og fjölga tækifærum núverandi starfsfólks til að bæta við sig þekkingu, efla færni sína í starfi og til að bæta kjör sín. Bætt starfsumhverfi Það verður að bæta starfsumhverfi leikskóla með hagsmuni barna og starfsfólks að leiðarljósi. Það verður t.d. að passa að ekki séu of mörg börn í hverju rými, fjöldinn verður að vera í samræmi við stærð rýmis og það mega ekki vera of mörg börn á hvern starfsmann. Þannig tryggjum við að nemendur fái þann stuðning sem þeir þurfa og tryggjum öryggi þeirra. Að slá ryki í augu kjósenda Nú styttist í kosningar og þá birtist Sjálfstæðisflokkurinn með lausnir í leikskólamálum en þá ber að líta til þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur stýrt fræðsluráði Hafnarfjarðar í átta ár. Honum hefði því verið lófa lagið að koma þessum lausnum til framkvæmda en það hefur hann ekki gert. Þess í stað slær hann ryki í auga kjósenda með því að lofa öllu fögru korteri í kosningar. XS að sjálfsögðu! Við í Samfylkingunni ætlum að efla fyrsta skólastigið enn frekar í samstarfi við foreldra og starfsfólk leikskólanna eftir bæjarstjórnarkosningarnar. Viljir þú bæjarstjórn sem annt er um öflugt og faglegt leikskólastarf þá setur þú X við S í bæjarstjórnarkosningunum 14. maí næstkomandi. Höfundur er í 7. sæti hjá Samfylkingunni í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Leikskólar Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Það er löngu orðið tímabært að taka á leikskólamálum í Hafnarfirði og við í Samfylkingunni erum svo sannarlega tilbúin í þá vegferð. Fjárfesting í leikskólanum skilar sér margfalt til baka til samfélagsins og við eigum að leita allra leiða til að efla og styðja við starfið. Það þarf að leysa mönnunarvanda leikskólanna; fá fleira fólk inn og fjölga tækifærum núverandi starfsfólks til að bæta við sig þekkingu, efla færni sína í starfi og til að bæta kjör sín. Bætt starfsumhverfi Það verður að bæta starfsumhverfi leikskóla með hagsmuni barna og starfsfólks að leiðarljósi. Það verður t.d. að passa að ekki séu of mörg börn í hverju rými, fjöldinn verður að vera í samræmi við stærð rýmis og það mega ekki vera of mörg börn á hvern starfsmann. Þannig tryggjum við að nemendur fái þann stuðning sem þeir þurfa og tryggjum öryggi þeirra. Að slá ryki í augu kjósenda Nú styttist í kosningar og þá birtist Sjálfstæðisflokkurinn með lausnir í leikskólamálum en þá ber að líta til þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur stýrt fræðsluráði Hafnarfjarðar í átta ár. Honum hefði því verið lófa lagið að koma þessum lausnum til framkvæmda en það hefur hann ekki gert. Þess í stað slær hann ryki í auga kjósenda með því að lofa öllu fögru korteri í kosningar. XS að sjálfsögðu! Við í Samfylkingunni ætlum að efla fyrsta skólastigið enn frekar í samstarfi við foreldra og starfsfólk leikskólanna eftir bæjarstjórnarkosningarnar. Viljir þú bæjarstjórn sem annt er um öflugt og faglegt leikskólastarf þá setur þú X við S í bæjarstjórnarkosningunum 14. maí næstkomandi. Höfundur er í 7. sæti hjá Samfylkingunni í Hafnarfirði.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun