Mikilvægustu kosningar fyrir Evrópusambandið í langan tíma Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. apríl 2022 12:29 Kjörstaðir í Frakklandi loka klukkan sex í kvöld að íslenskum tíma og má búast við fyrstu tölum fljótlega eftir það. getty/hong wu Emmanuel Macron Frakklandsforseti freistar þess í dag að ná endurkjöri en val Frakka stendur á milli hans og hægri mannsins Marine Le Pen. Allar skoðanakannanir síðustu daga benda til sigurs Macrons. Prófessor í stjórnmálafræði segir kosningarnar geta skipt sköpum fyrir framtíð Evrópusambandsins. Macron og Le Pen tókust einnig á í síðustu forsetakosningum árið 2017 en þar hlaut Macron 66 prósent atkvæða. Allar skoðanakannanir síðustu daga sýna forystu Macrons en hún er mismikil eftir skoðanakönnunum - hann mælist allt frá 6 til 15 prósentustigum á undan Le Pen. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir kosningarnar í ár afar sérstakar - flokkarnir tveir sem áður voru stærstir hafi misst allt fylgi. „Þetta eru auðvitað feikilega óvenjulegar kosningar þó að þetta sé endurtekning frá því fyrir fimm árum síðan. En að sú staða sé uppi að stóru flokkarnir tveir, sem einu sinni voru stórir en eru nánast horfnir í dag, að þeir skuli vera fjarverandi gerir þetta auðvitað mjög sérstakt og skrýtið,“ segir Eiríkur. Því sé mun erfiðara að spá fyrir um fylgisþróun og að hve miklu leyti skoðanakannanir endurspegli fylgið sem frambjóðendurnir munu fá á kjördag. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að nái Le Pen kjöri hefði það ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir framtíð Evrópusambandsins.vísir/vilhelm „Þegar að það eru tveir utangarðsmenn, maður verður eiginlega að fella Macron undir það líka, að þá er bara erfiðara að segja fyrir um nokkra niðurstöðu og kannanir verða ekki eins öruggar eins og þegar um svona rótgrónari flokka er að ræða,“ segir Eiríkur. Myndi valda stærsta skjálfta í Brussel í langan tíma Macron er miðjumaður en Le Pen skilgreinist sem þjóðernissinnaður hægrimaður. Eiríkur gerir ekki lítið úr mikilvægi kosninganna: „Þetta eru mikilvægustu kosningar sem að Evrópusambandið hefur staðið frammi fyrir í mjög langan tíma.“ Le Pen hefur þó fallið frá fyrra áherslumáli sínu um að Frakkland gangi hreinlega úr Evrópusambandinu. „Þrátt fyrir það þá talar hún samt fyrir þvílíkri umpólun á bandalaginu að það jafngildir nánast því sama,“ segir Eiríkur. Hún vilji breyta sambandinu í hefðbundið milliríkjabandalag, draga úr yfirþjóðlegu samstarfi og vinsa ofan af peningamálasamstarfi með Evruna. Þetta eru auðvitað allt aðrar áherslur en Macron býður upp á sem hefur frekar vilja styrkja sambandið ef eitthvað er. „Kæmist Le Pen til valda í öðru af tveimur forysturíkjum bandalagsins þá myndi það valda jarðskjálfta af stærðargráðu í Brussel sem við höfum einfaldlega ekki séð í langan tíma. Og það í bandalagi sem er nú mjög plagað af skjálftavirkni svona yfirleitt,“ segir Eiríkur. Markmið Le Pen ekki endilega að sigra Hann segir að fyrir Pen snúist kosningarnar þó ekki endilega um forsetaembættið sjálft. „Ég held að staðreynd málsins sé sú að Marine Le Pen hafi aldrei búist við því að geta sigrað forsetakjörið. Hennar markmið er í rauninni annað en það. Það er að róta svona aðeins í stjórnmálum í Frakklandi, koma sér í ákjósanlega stöðu því að svo eru þingkosningar fram undan í júní. Þannig að niðurstaðan í dag gefur mikil fyrirheit um hvernig þær kosningar eigi eftir að fara,“ segir Eiríkur. Kjörstöðum í Frakklandi verður lokað klukkan sex síðdegis að íslenskum tíma og reiknað er með að fyrstu tölur, sem iðulega eru lýsandi fyrir lokatölur, birtist mjög fljótlega eftir lokun. Frakkland Kosningar í Frakklandi Evrópusambandið Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Fleiri fréttir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Sjá meira
Macron og Le Pen tókust einnig á í síðustu forsetakosningum árið 2017 en þar hlaut Macron 66 prósent atkvæða. Allar skoðanakannanir síðustu daga sýna forystu Macrons en hún er mismikil eftir skoðanakönnunum - hann mælist allt frá 6 til 15 prósentustigum á undan Le Pen. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir kosningarnar í ár afar sérstakar - flokkarnir tveir sem áður voru stærstir hafi misst allt fylgi. „Þetta eru auðvitað feikilega óvenjulegar kosningar þó að þetta sé endurtekning frá því fyrir fimm árum síðan. En að sú staða sé uppi að stóru flokkarnir tveir, sem einu sinni voru stórir en eru nánast horfnir í dag, að þeir skuli vera fjarverandi gerir þetta auðvitað mjög sérstakt og skrýtið,“ segir Eiríkur. Því sé mun erfiðara að spá fyrir um fylgisþróun og að hve miklu leyti skoðanakannanir endurspegli fylgið sem frambjóðendurnir munu fá á kjördag. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að nái Le Pen kjöri hefði það ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir framtíð Evrópusambandsins.vísir/vilhelm „Þegar að það eru tveir utangarðsmenn, maður verður eiginlega að fella Macron undir það líka, að þá er bara erfiðara að segja fyrir um nokkra niðurstöðu og kannanir verða ekki eins öruggar eins og þegar um svona rótgrónari flokka er að ræða,“ segir Eiríkur. Myndi valda stærsta skjálfta í Brussel í langan tíma Macron er miðjumaður en Le Pen skilgreinist sem þjóðernissinnaður hægrimaður. Eiríkur gerir ekki lítið úr mikilvægi kosninganna: „Þetta eru mikilvægustu kosningar sem að Evrópusambandið hefur staðið frammi fyrir í mjög langan tíma.“ Le Pen hefur þó fallið frá fyrra áherslumáli sínu um að Frakkland gangi hreinlega úr Evrópusambandinu. „Þrátt fyrir það þá talar hún samt fyrir þvílíkri umpólun á bandalaginu að það jafngildir nánast því sama,“ segir Eiríkur. Hún vilji breyta sambandinu í hefðbundið milliríkjabandalag, draga úr yfirþjóðlegu samstarfi og vinsa ofan af peningamálasamstarfi með Evruna. Þetta eru auðvitað allt aðrar áherslur en Macron býður upp á sem hefur frekar vilja styrkja sambandið ef eitthvað er. „Kæmist Le Pen til valda í öðru af tveimur forysturíkjum bandalagsins þá myndi það valda jarðskjálfta af stærðargráðu í Brussel sem við höfum einfaldlega ekki séð í langan tíma. Og það í bandalagi sem er nú mjög plagað af skjálftavirkni svona yfirleitt,“ segir Eiríkur. Markmið Le Pen ekki endilega að sigra Hann segir að fyrir Pen snúist kosningarnar þó ekki endilega um forsetaembættið sjálft. „Ég held að staðreynd málsins sé sú að Marine Le Pen hafi aldrei búist við því að geta sigrað forsetakjörið. Hennar markmið er í rauninni annað en það. Það er að róta svona aðeins í stjórnmálum í Frakklandi, koma sér í ákjósanlega stöðu því að svo eru þingkosningar fram undan í júní. Þannig að niðurstaðan í dag gefur mikil fyrirheit um hvernig þær kosningar eigi eftir að fara,“ segir Eiríkur. Kjörstöðum í Frakklandi verður lokað klukkan sex síðdegis að íslenskum tíma og reiknað er með að fyrstu tölur, sem iðulega eru lýsandi fyrir lokatölur, birtist mjög fljótlega eftir lokun.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Evrópusambandið Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Fleiri fréttir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Sjá meira