Joel Embiid spilaði meiddur í nótt og gæti þurft að fara í aðgerð Atli Arason skrifar 24. apríl 2022 09:30 Joel Embiid spilaði með spelku yfir hægri þumalputta í nótt. Hérna sést hann í eitt af mörgum skiptum setja þrýsting á puttan til að mæta sársaukanum. Getty Images Fjórir leikir voru spilaðir í 8-liða úrslitum úrslitakeppninar í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Nets á í hættu að vera sópað í sumarfrí á meðan Raptors stöðvaði sópinn. Joel Embiid, leikmaður Sixers, spilaði meiddur í tapi Philadelphia 76ers. Philadelphia 76ers 102-110 Toronto Raptors Toronto Raptors náði að forða því að vera sópað út úr úrslitakeppninni er þeir unnu 8 stiga sigur á Philadelphia 76ers, 102-110. Staðan í einvíginu er nú 3-1 fyrir Sixers en liðið sem er fryst til að vinna fjóra leiki vinnur einvígið. Sixers fær því annað tækifæri til að slá Raptors úr leik á heimavelli á mánudaginn. Joel Embiid, leikmaður Sixers, spilaði þrátt fyrir þumalputta meiðsli og hann byrjaði leikinn illa en tókst samt að gera 21 stig. Meiðsli Embiid verða skoðuð betur á morgun en hann gæti þurft að fara í aðgerð á puttanum en segist þó ætla að fresta því þangað til eftir tímabilið og spila í gegnum sársaukann, sama hver niðurstaða læknanna verður. Pascal Siakam, leikmaður Raptors, skoraði flest stig allra í leiknum en hann gerði 34 stig. 🌶️ 34 points for Pascal Siakam🌶️ New playoff-career high@pskills43 and the @Raptors force Game 5! pic.twitter.com/xZDQNybqul— NBA (@NBA) April 23, 2022 Memphis Grizzlies 118-119 Minnesota Timberwolves Minnesota Timberwolves vann eins stigs sigur á Memphis Grizzlies, 118-119, í leik þar sem úrslitin réðust á síðustu sekúndum leiksins. Liðin skiptust á að vinna leikhluta en Timberwolves hafði betur í síðustu sóknum leiksins þar sem Karl-Anthony Towns var öruggur á vítalínunni en Towns skoraði alls úr 14 af 17 vítum sínum í leiknum og var stigahæstur hjá Timberwolves með 33 stig. Desmond Bane gerði flest stig í liði Grizzlies, alls 34 punktar. Með sigrinum jafnaði Timberwolves einvígi liðanna í 8-liða úrslitum vesturdeildar. Staðan er núna 2-2 fyrir næsta leik liðanna sem er í Memphis á þriðjudaginn. Playoff career-high 30 for KAT!@Timberwolves 110@memgrizz 1074:29 left on ESPN pic.twitter.com/Trs7cv99sT— NBA (@NBA) April 24, 2022 Dallas Mavericks 99-100 Utah Jazz Utah Jazz vann eins stigs sigur á Dallas Mavericks, 99-100, í endurkomuleik Luka Doncic, leikmanns Mavericks. Þrátt fyrir að vera nýkominn til baka úr kálfa meiðslum þá var Doncic samt stigahæsti leikmaður vallarins með 30 stig ásamt því að taka 10 fráköst. Þetta var fyrsti leikur Doncic í úrslitakeppninni í ár en hann hefur misst af síðustu þremur leikjum vegna meiðslanna. Einvígið er nú allt jafnt í stöðunni 2-2 en liðin mætast í leik fimm í Dallas á mánudaginn. DONOVAN MITCHELL LOBS IT UP TO RUDY GOBERT FOR THE @utahjazz WIN!!! pic.twitter.com/2kBrp8Vzkn— NBA (@NBA) April 23, 2022 Boston Celtics 109-103 Brooklyn Nets Kyrie Irving og Kevin Durant eiga í hættu að vera sópað í sumarfrí þar sem Brooklyn Nets tapaði þriðja leik sínum í röð gegn Boston Celtics, 109-103. Aftur var það frábær varnarleikur Celtics sem skóp sigurinn en gestirnir frá Boston þvinguðu Nets í 21 tapaðan bolta sem urðu að 37 stigum fyrir Celtics. Irving og Durant skoruðu báðir einungis 16 stig en Jayson Tatum fór á kostum í liði Celtics og var lang stigahæstur með 39 punkta. Liðinn mætast í fjórða sinn aftur í Brooklyn á mánudaginn þar sem heimamenn í Nets verða með bakið upp við veginn. 15 second-half points for Jaylen Brown help the @celtics go up 3-0 🔥GAME 4: Monday, 7 PM ET, TNT pic.twitter.com/83MN0vYI6R— NBA (@NBA) April 24, 2022 NBA Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Sjá meira
Philadelphia 76ers 102-110 Toronto Raptors Toronto Raptors náði að forða því að vera sópað út úr úrslitakeppninni er þeir unnu 8 stiga sigur á Philadelphia 76ers, 102-110. Staðan í einvíginu er nú 3-1 fyrir Sixers en liðið sem er fryst til að vinna fjóra leiki vinnur einvígið. Sixers fær því annað tækifæri til að slá Raptors úr leik á heimavelli á mánudaginn. Joel Embiid, leikmaður Sixers, spilaði þrátt fyrir þumalputta meiðsli og hann byrjaði leikinn illa en tókst samt að gera 21 stig. Meiðsli Embiid verða skoðuð betur á morgun en hann gæti þurft að fara í aðgerð á puttanum en segist þó ætla að fresta því þangað til eftir tímabilið og spila í gegnum sársaukann, sama hver niðurstaða læknanna verður. Pascal Siakam, leikmaður Raptors, skoraði flest stig allra í leiknum en hann gerði 34 stig. 🌶️ 34 points for Pascal Siakam🌶️ New playoff-career high@pskills43 and the @Raptors force Game 5! pic.twitter.com/xZDQNybqul— NBA (@NBA) April 23, 2022 Memphis Grizzlies 118-119 Minnesota Timberwolves Minnesota Timberwolves vann eins stigs sigur á Memphis Grizzlies, 118-119, í leik þar sem úrslitin réðust á síðustu sekúndum leiksins. Liðin skiptust á að vinna leikhluta en Timberwolves hafði betur í síðustu sóknum leiksins þar sem Karl-Anthony Towns var öruggur á vítalínunni en Towns skoraði alls úr 14 af 17 vítum sínum í leiknum og var stigahæstur hjá Timberwolves með 33 stig. Desmond Bane gerði flest stig í liði Grizzlies, alls 34 punktar. Með sigrinum jafnaði Timberwolves einvígi liðanna í 8-liða úrslitum vesturdeildar. Staðan er núna 2-2 fyrir næsta leik liðanna sem er í Memphis á þriðjudaginn. Playoff career-high 30 for KAT!@Timberwolves 110@memgrizz 1074:29 left on ESPN pic.twitter.com/Trs7cv99sT— NBA (@NBA) April 24, 2022 Dallas Mavericks 99-100 Utah Jazz Utah Jazz vann eins stigs sigur á Dallas Mavericks, 99-100, í endurkomuleik Luka Doncic, leikmanns Mavericks. Þrátt fyrir að vera nýkominn til baka úr kálfa meiðslum þá var Doncic samt stigahæsti leikmaður vallarins með 30 stig ásamt því að taka 10 fráköst. Þetta var fyrsti leikur Doncic í úrslitakeppninni í ár en hann hefur misst af síðustu þremur leikjum vegna meiðslanna. Einvígið er nú allt jafnt í stöðunni 2-2 en liðin mætast í leik fimm í Dallas á mánudaginn. DONOVAN MITCHELL LOBS IT UP TO RUDY GOBERT FOR THE @utahjazz WIN!!! pic.twitter.com/2kBrp8Vzkn— NBA (@NBA) April 23, 2022 Boston Celtics 109-103 Brooklyn Nets Kyrie Irving og Kevin Durant eiga í hættu að vera sópað í sumarfrí þar sem Brooklyn Nets tapaði þriðja leik sínum í röð gegn Boston Celtics, 109-103. Aftur var það frábær varnarleikur Celtics sem skóp sigurinn en gestirnir frá Boston þvinguðu Nets í 21 tapaðan bolta sem urðu að 37 stigum fyrir Celtics. Irving og Durant skoruðu báðir einungis 16 stig en Jayson Tatum fór á kostum í liði Celtics og var lang stigahæstur með 39 punkta. Liðinn mætast í fjórða sinn aftur í Brooklyn á mánudaginn þar sem heimamenn í Nets verða með bakið upp við veginn. 15 second-half points for Jaylen Brown help the @celtics go up 3-0 🔥GAME 4: Monday, 7 PM ET, TNT pic.twitter.com/83MN0vYI6R— NBA (@NBA) April 24, 2022
NBA Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Sjá meira