Hopp-hjól aftur fjarlægð af götum Þórshafnar: „Þetta er svona kafkaískur farsi“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. apríl 2022 11:24 Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri Hopp segir að ákvörðunin haldi ekki vatni. Baldur Hrafnkell Fimmtíu rafhlaupahjól hjólaleigunnar Hopp hafa nú verið fjarlægð af götum Þórshafnar í Færeyjum í annað sinn. Þeir sem nota rafhaupahjólin geta átt von á allt að 19 þúsund króna sekt en framkvæmdastjóri Hopp segir að ákvörðun færeysku Samgöngustofunnar haldi ekki vatni. Akstovan, eða Samgöngustofan í Færeyjum, bannaði rafhlaupahjól Hopp í ágúst og fyrirtækið höfðaði dómsmál í kjölfarið. Málið vannst fyrir Eystri landsrétti í Danmörku og hjólin voru aftur sett á götur Þórshafnar í liðinni viku. Örfáum klukkustundum síðar sagði færeyska lögreglan að þau skyldi fjarlægja á ný. Samkvæmt fyrri ákvörðun felldi Akstovan Hopp-hjólin undir skilgreiningu á litlu mótorhjóli (e. pocketbike) sem eru bensínknúin og geta komist á níutíu kílómetra hraða. Danski dómstóllinn taldi að hlaupahjólin væru alls ekki sambærileg mótorhjólunum og felldi ákvörðun Akstovunnar því úr gildi. Segja hjólin skráningarskyld Nú vísar Akstovan í annan lagabókstaf en Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri Hopp segir að ákvörðunin fái ekki staðist. „Núna eru þau að segja að við séum skráningarskylt ökutæki en það er mjög furðulegt af því að það er mjög skýrt í færeyskum lögum að ökutæki þarf að fara hraðar en 30 kílómetra á klukkustund til að vera skráningarskylt. Og það ætti að vera á þessum tímapunkti öllum kunnugt að hjólin okkar fara ekki hraðar en 25,“ segir Eyþór Máni. Hann bætir við að rafhlaupahjólin hafi bókstaflega ekki getu til að fara hraðar en 30; mótorinn sé einfaldlega ekki nægilega öflugur. Nánast eins og leikrit Lögfræðingur Hopp er kominn í málið og Eyþór segir að til fyrirtækið muni aftur leita til dómstóla, fáist ákvörðuninni ekki hnekkt á stjórnsýslustigi. Hann segir kýrskýrt að rafhlaupahjólin séu ekki skráningarskyld ökutæki samkvæmt færeyskum lögum. „Þetta er svona kafkaískur farsi, það er hvernig ég reyni að horfa á þetta. Þetta er svolítil kómísk tragedía sem er að eiga sér stað þarna, nánast eins og leikrit sem einhver er að skrifa - nema hvað að ég gæti ekki skrifað eitthvað svona gott. Við þurfum bara að vinna með þetta og leysa þetta. Við erum búin að vinna dómsmál, þau skulda okkur skaðabætur og það er bara svolítið eins og þau vilji hækka þann reikning,“ segir Eyþór Máni Steinarsson. Misvísandi upplýsingar frá færeysku lögreglunni Ebenezer Þórarinn Ásgeirsson, sem rekur Hopp í Færeyjum, er einnig ómyrkur í máli í samtali við fréttastofu. „Það voru misvísandi upplýsingar um hversu há þessi sekt sem þeir hótuðu væri. Einn sagði þúsund krónur, einn sagði sex hundruð og einn sagði sjö hundruð [danskar krónur]. Þess vegna, eins og í þessu viðtali, var sagt: „Við metum að sektin væri þetta,“ af því að þeir eru ekki vissir. Það veit enginn hvernig á að gera þetta,“ segir Ebenezer. Hann bætir við Hopp hafi ítrekað reynt að koma til móts við Akstovuna en það hafi engu máli skipt. Ebenezer bindur þó vonir við að málið leysist fljótt og farsællega. „Það eru að sjálfsögðu ekki allir sem eru á móti þessu, bara alls ekki. Ég hef sagt milljón sinnum að þetta virki á Íslandi án stórra vandamála og það sama ætti að eiga við hér.“ Rafhlaupahjól Samgöngur Færeyjar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Leggja til að ölvun á rafhlaupahjólum verði refsiverð Starfshópur á vegum innviðaráðuneytisins leggur til að ölvun á smáfarartækjum verði gerð refsiverð. 12. apríl 2022 13:14 Ferðamátinn sem allir hafa skoðun á Rafhlaupahjólin voru fyrirferðamikil á árinu og njóta vaxandi vinsælda. Ýmsir hópar samfélagsins deila þó um ágæti ferðamátans og þá sérstaklega að næturlagi um helgar. 14. desember 2021 07:01 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Akstovan, eða Samgöngustofan í Færeyjum, bannaði rafhlaupahjól Hopp í ágúst og fyrirtækið höfðaði dómsmál í kjölfarið. Málið vannst fyrir Eystri landsrétti í Danmörku og hjólin voru aftur sett á götur Þórshafnar í liðinni viku. Örfáum klukkustundum síðar sagði færeyska lögreglan að þau skyldi fjarlægja á ný. Samkvæmt fyrri ákvörðun felldi Akstovan Hopp-hjólin undir skilgreiningu á litlu mótorhjóli (e. pocketbike) sem eru bensínknúin og geta komist á níutíu kílómetra hraða. Danski dómstóllinn taldi að hlaupahjólin væru alls ekki sambærileg mótorhjólunum og felldi ákvörðun Akstovunnar því úr gildi. Segja hjólin skráningarskyld Nú vísar Akstovan í annan lagabókstaf en Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri Hopp segir að ákvörðunin fái ekki staðist. „Núna eru þau að segja að við séum skráningarskylt ökutæki en það er mjög furðulegt af því að það er mjög skýrt í færeyskum lögum að ökutæki þarf að fara hraðar en 30 kílómetra á klukkustund til að vera skráningarskylt. Og það ætti að vera á þessum tímapunkti öllum kunnugt að hjólin okkar fara ekki hraðar en 25,“ segir Eyþór Máni. Hann bætir við að rafhlaupahjólin hafi bókstaflega ekki getu til að fara hraðar en 30; mótorinn sé einfaldlega ekki nægilega öflugur. Nánast eins og leikrit Lögfræðingur Hopp er kominn í málið og Eyþór segir að til fyrirtækið muni aftur leita til dómstóla, fáist ákvörðuninni ekki hnekkt á stjórnsýslustigi. Hann segir kýrskýrt að rafhlaupahjólin séu ekki skráningarskyld ökutæki samkvæmt færeyskum lögum. „Þetta er svona kafkaískur farsi, það er hvernig ég reyni að horfa á þetta. Þetta er svolítil kómísk tragedía sem er að eiga sér stað þarna, nánast eins og leikrit sem einhver er að skrifa - nema hvað að ég gæti ekki skrifað eitthvað svona gott. Við þurfum bara að vinna með þetta og leysa þetta. Við erum búin að vinna dómsmál, þau skulda okkur skaðabætur og það er bara svolítið eins og þau vilji hækka þann reikning,“ segir Eyþór Máni Steinarsson. Misvísandi upplýsingar frá færeysku lögreglunni Ebenezer Þórarinn Ásgeirsson, sem rekur Hopp í Færeyjum, er einnig ómyrkur í máli í samtali við fréttastofu. „Það voru misvísandi upplýsingar um hversu há þessi sekt sem þeir hótuðu væri. Einn sagði þúsund krónur, einn sagði sex hundruð og einn sagði sjö hundruð [danskar krónur]. Þess vegna, eins og í þessu viðtali, var sagt: „Við metum að sektin væri þetta,“ af því að þeir eru ekki vissir. Það veit enginn hvernig á að gera þetta,“ segir Ebenezer. Hann bætir við Hopp hafi ítrekað reynt að koma til móts við Akstovuna en það hafi engu máli skipt. Ebenezer bindur þó vonir við að málið leysist fljótt og farsællega. „Það eru að sjálfsögðu ekki allir sem eru á móti þessu, bara alls ekki. Ég hef sagt milljón sinnum að þetta virki á Íslandi án stórra vandamála og það sama ætti að eiga við hér.“
Rafhlaupahjól Samgöngur Færeyjar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Leggja til að ölvun á rafhlaupahjólum verði refsiverð Starfshópur á vegum innviðaráðuneytisins leggur til að ölvun á smáfarartækjum verði gerð refsiverð. 12. apríl 2022 13:14 Ferðamátinn sem allir hafa skoðun á Rafhlaupahjólin voru fyrirferðamikil á árinu og njóta vaxandi vinsælda. Ýmsir hópar samfélagsins deila þó um ágæti ferðamátans og þá sérstaklega að næturlagi um helgar. 14. desember 2021 07:01 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Leggja til að ölvun á rafhlaupahjólum verði refsiverð Starfshópur á vegum innviðaráðuneytisins leggur til að ölvun á smáfarartækjum verði gerð refsiverð. 12. apríl 2022 13:14
Ferðamátinn sem allir hafa skoðun á Rafhlaupahjólin voru fyrirferðamikil á árinu og njóta vaxandi vinsælda. Ýmsir hópar samfélagsins deila þó um ágæti ferðamátans og þá sérstaklega að næturlagi um helgar. 14. desember 2021 07:01