Matvælaframleiðsla í Fjarðabyggð Stefán Þór Eysteinsson skrifar 22. apríl 2022 17:00 Í Fjarðabyggð er fjölbreytt atvinnulíf og stóran hluta þess mynda mjög öflug matvælafyrirtæki. Matvælaframleiðsla í Fjarðabyggð er af ýmsum toga þó óneitanlega sé sjávarútvegurinn stærstur. Fjarðabyggðarhafnir taka á móti mesta magni uppsjávarfisks allra hafna á Íslandi og því augljóst að sjávarútvegsfyrirtækin á svæðinu framleiða mikinn mat og skapa samhliða því mikil verðmæti. Rannsóknar- og þróunarvinna sjávarútvegsins og vísindasamfélagsins hefur á síðustu árum skilað miklum framförum í vinnslutækni og hafa sjávarútvegsfyrirtæki í Fjarðabyggð staðið framarlega í því samstarfi og þannig hafa þau náð að skapa meiri verðmæti úr því sem veiðist. Sjávarútvegur um heim allan stendur frammi fyrir stórum áskorunum og spila loftlagsáhrifin þar stærsta hlutverkið. Óumflýjanlegt er að hækkun sjávarhita og súrnun sjávar mun hafa áhrif á mikilvæga nytjastofna. Mikilvægi sjálfbærrar matvælaframleiðslu hefur því aldrei vegið þyngra en nú. Fiskeldi er vaxandi iðnaður í Fjarðabyggð og mun sú grein stækka á næstu árum. Í fiskeldinu leynast fjölmörg tækifæri til að framleiða góð matvæli, en eins og í allri annarri matvælaframleiðslu þá þarf að standa rétt að hlutunum. Aukin uppbygging í fiskeldinu þarf fyrst og fremst að vera í sátt og samlyndi við nærumhverfið, þá bæði við samfélögin þar sem uppbyggingin á sér stað og ekki síður í sátt við umhverfið. Því er afar mikilvægt að umhverfisáhrifum sé haldið í lágmarki. Mikið og gott eftirlit er með fiskeldi á Austurlandi sem er lykilatriði í því að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum. Það skiptir öllu máli að tryggja áfram öflugt eftirlit, enda er það hagur samfélagsins, umhverfisins og fyrirtækjanna sem standa að eldinu. Þá er það hitt, að sátt um þessa tegund iðnaðar ríki í samfélaginu, en nýjustu áætlanir um uppbyggingu í fiskeldinu taka ekki mið af því og áætlanir eru uppi um að fiskeldi verða byggð upp í samfélögum sem ekki hafa áhuga á að taka við þeim. Fjarðalistinn hefur barist fyrir því að sveitarfélögin fái skipulagsvald yfir fjörðunum sínum, en það vald er nú alfarið í höndum ríkisins og hafa sveitarfélögin sjálf lítið um það að segja hvar fiskeldinu er komið fyrir. Fjarðalistinni mun halda áfram að þrýsta á ríkisvaldið í þessum efnum, enda mikið hagsmunamál fyrir íbúa Fjarðabyggðar að eiga fulltrúa við borðið þegar ákvarðanir sem þessar eru teknar. Landbúnaður hefur alltaf skipað sess í Fjarðabyggð en þó í smærri mynd en hann ætti ef til vill að gera. Mörg tækifæri liggja í Fjarðabyggð til að styðja við og auka hag landbúnaðar og það viljum við gera. Á undanförnum árum hefur heimsfaraldur og nú stríð haft áhrif á bæði matvælaframleiðslu og dreifingu um heim allan og undirstrikar það mikilvægi þess að hlúa að sjálfbærri matvælaframleiðslu í heimabyggð. Þá til þess að auka fjölbreytni atvinnulífsins í heimabyggð en einnig til að stuðla að auknu matvælaöryggi á Íslandi. Sjálfbær matvælaframleiðsla í heimabyggð er og verður mikilvæg og brýnt er að hlúa áfram að henni. Við í Fjarðalistanum ætlum að halda áfram að styðja við þessa mikilvægu stoð í okkar öfluga samfélagi, með velferð íbúa og umhverfis að leiðrarljósi. Höfundur er matvælafræðingur og starfar sem verkefnastjóri hjá Matís í Neskaupstað og situr í 1. sæti á framboðslista Fjarðalistans í Fjarðabyggð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Matvælaframleiðsla Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Í Fjarðabyggð er fjölbreytt atvinnulíf og stóran hluta þess mynda mjög öflug matvælafyrirtæki. Matvælaframleiðsla í Fjarðabyggð er af ýmsum toga þó óneitanlega sé sjávarútvegurinn stærstur. Fjarðabyggðarhafnir taka á móti mesta magni uppsjávarfisks allra hafna á Íslandi og því augljóst að sjávarútvegsfyrirtækin á svæðinu framleiða mikinn mat og skapa samhliða því mikil verðmæti. Rannsóknar- og þróunarvinna sjávarútvegsins og vísindasamfélagsins hefur á síðustu árum skilað miklum framförum í vinnslutækni og hafa sjávarútvegsfyrirtæki í Fjarðabyggð staðið framarlega í því samstarfi og þannig hafa þau náð að skapa meiri verðmæti úr því sem veiðist. Sjávarútvegur um heim allan stendur frammi fyrir stórum áskorunum og spila loftlagsáhrifin þar stærsta hlutverkið. Óumflýjanlegt er að hækkun sjávarhita og súrnun sjávar mun hafa áhrif á mikilvæga nytjastofna. Mikilvægi sjálfbærrar matvælaframleiðslu hefur því aldrei vegið þyngra en nú. Fiskeldi er vaxandi iðnaður í Fjarðabyggð og mun sú grein stækka á næstu árum. Í fiskeldinu leynast fjölmörg tækifæri til að framleiða góð matvæli, en eins og í allri annarri matvælaframleiðslu þá þarf að standa rétt að hlutunum. Aukin uppbygging í fiskeldinu þarf fyrst og fremst að vera í sátt og samlyndi við nærumhverfið, þá bæði við samfélögin þar sem uppbyggingin á sér stað og ekki síður í sátt við umhverfið. Því er afar mikilvægt að umhverfisáhrifum sé haldið í lágmarki. Mikið og gott eftirlit er með fiskeldi á Austurlandi sem er lykilatriði í því að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum. Það skiptir öllu máli að tryggja áfram öflugt eftirlit, enda er það hagur samfélagsins, umhverfisins og fyrirtækjanna sem standa að eldinu. Þá er það hitt, að sátt um þessa tegund iðnaðar ríki í samfélaginu, en nýjustu áætlanir um uppbyggingu í fiskeldinu taka ekki mið af því og áætlanir eru uppi um að fiskeldi verða byggð upp í samfélögum sem ekki hafa áhuga á að taka við þeim. Fjarðalistinn hefur barist fyrir því að sveitarfélögin fái skipulagsvald yfir fjörðunum sínum, en það vald er nú alfarið í höndum ríkisins og hafa sveitarfélögin sjálf lítið um það að segja hvar fiskeldinu er komið fyrir. Fjarðalistinni mun halda áfram að þrýsta á ríkisvaldið í þessum efnum, enda mikið hagsmunamál fyrir íbúa Fjarðabyggðar að eiga fulltrúa við borðið þegar ákvarðanir sem þessar eru teknar. Landbúnaður hefur alltaf skipað sess í Fjarðabyggð en þó í smærri mynd en hann ætti ef til vill að gera. Mörg tækifæri liggja í Fjarðabyggð til að styðja við og auka hag landbúnaðar og það viljum við gera. Á undanförnum árum hefur heimsfaraldur og nú stríð haft áhrif á bæði matvælaframleiðslu og dreifingu um heim allan og undirstrikar það mikilvægi þess að hlúa að sjálfbærri matvælaframleiðslu í heimabyggð. Þá til þess að auka fjölbreytni atvinnulífsins í heimabyggð en einnig til að stuðla að auknu matvælaöryggi á Íslandi. Sjálfbær matvælaframleiðsla í heimabyggð er og verður mikilvæg og brýnt er að hlúa áfram að henni. Við í Fjarðalistanum ætlum að halda áfram að styðja við þessa mikilvægu stoð í okkar öfluga samfélagi, með velferð íbúa og umhverfis að leiðrarljósi. Höfundur er matvælafræðingur og starfar sem verkefnastjóri hjá Matís í Neskaupstað og situr í 1. sæti á framboðslista Fjarðalistans í Fjarðabyggð
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun