Sveindís byrjar á Nývangi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. apríl 2022 15:33 Sveindís Jane Jónsdóttir leikur líklega sinn stærsta leik á ferlinum í dag. getty/ANP Sveindís Jane Jónsdóttir er í byrjunarliði Wolfsburg sem mætir Barcelona á Nývangi í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þetta er fimmti leikurinn í röð sem Sveindís byrjar fyrir Wolfsburg. Í síðasta leik liðsins í Meistaradeildinni lagði hún upp bæði mörkin í 2-0 sigri á Arsenal. Wolfsburg vann einvígið, 3-1 samanlagt. Í þessum fjórum leikjum hefur Sveindís lagt upp samtals fjögur mörk. Sveindís er á hægri kantinum hjá Wolfsburg, Alexandra Popp á þeim vinstri og fremst er Tabea Wassmuth. Fyrir aftan hana er Svenja Huth. So starten die Wölfinnen ins -Halbfinal-Hinspiel! @DAZNFootball und YouTube (https://t.co/JxYamG1rBF)#BARWOB #UWCL #VfLWolfsburg pic.twitter.com/5Ya8qDageb— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) April 22, 2022 Uppselt er á leikinn á Nývangi í dag, líkt og í síðasta heimaleik Barcelona í Meistaradeildinni sem var gegn erkifjendunum í Real Madrid. Í samtali við Vísi á dögunum sagðist Sveindís afar spennt að spila fyrir framan níutíu þúsund manns á hinum sögufræga Nývangi. Ljóst er að Wolfsburg bíður afar erfitt verkefni í dag en Barcelona hefur unnið alla 38 leiki sína á tímabilinu með markatölunni 190-13. Wolfsburg hefur einnig gert það gott í vetur, er efst í þýsku úrvalsdeildinni og komið í bikarúrslit auk þess að vera í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Wolfsburg hefur tvisvar sinnum unnið Meistaradeildina (2013 og 2014) og þrisvar sinnum tapað úrslitaleik keppninnar (2016, 2018, 2020). Leikur Barcelona og Wolfsburg hefst klukkan 16:45. Hægt verður að fylgjast með honum í beinni útsendingu á Vísi. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Þetta er fimmti leikurinn í röð sem Sveindís byrjar fyrir Wolfsburg. Í síðasta leik liðsins í Meistaradeildinni lagði hún upp bæði mörkin í 2-0 sigri á Arsenal. Wolfsburg vann einvígið, 3-1 samanlagt. Í þessum fjórum leikjum hefur Sveindís lagt upp samtals fjögur mörk. Sveindís er á hægri kantinum hjá Wolfsburg, Alexandra Popp á þeim vinstri og fremst er Tabea Wassmuth. Fyrir aftan hana er Svenja Huth. So starten die Wölfinnen ins -Halbfinal-Hinspiel! @DAZNFootball und YouTube (https://t.co/JxYamG1rBF)#BARWOB #UWCL #VfLWolfsburg pic.twitter.com/5Ya8qDageb— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) April 22, 2022 Uppselt er á leikinn á Nývangi í dag, líkt og í síðasta heimaleik Barcelona í Meistaradeildinni sem var gegn erkifjendunum í Real Madrid. Í samtali við Vísi á dögunum sagðist Sveindís afar spennt að spila fyrir framan níutíu þúsund manns á hinum sögufræga Nývangi. Ljóst er að Wolfsburg bíður afar erfitt verkefni í dag en Barcelona hefur unnið alla 38 leiki sína á tímabilinu með markatölunni 190-13. Wolfsburg hefur einnig gert það gott í vetur, er efst í þýsku úrvalsdeildinni og komið í bikarúrslit auk þess að vera í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Wolfsburg hefur tvisvar sinnum unnið Meistaradeildina (2013 og 2014) og þrisvar sinnum tapað úrslitaleik keppninnar (2016, 2018, 2020). Leikur Barcelona og Wolfsburg hefst klukkan 16:45. Hægt verður að fylgjast með honum í beinni útsendingu á Vísi.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira