Vaktin: Þakklátur Bretum fyrir að opna aftur sendiráð í Kænugarði Atli Ísleifsson, Vésteinn Örn Pétursson og Árni Sæberg skrifa 22. apríl 2022 06:19 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kveðst vera þakklátur Bretum eftir að þeir urðu 21. þjóðin til að opna sendiráð sitt í Kænugarði á nýjan leik. AP/Forsetaembætti Úkraínu Vladimír Pútín Rússlandsforseti segist ekki ætla að ræða beint við Volodimír Selenskí, forseta Úkraínu, nema ljóst sé að viðræður þeirra muni skila áþreifanlegum niðurstöðum. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Pútín að ráðamenn í Úkraínu séu ekki tilbúnir að leita sameiginlegra lausna og þeir séu ósamkvæmir sjálfum sér. Fyrr í vikunni sagði Dmitry Peskov, talsmaður Kreml, að Rússar hefðu afhent úkraínskum stjórnvöldum lykilgögn svo hægt væri að ráðast í friðarviðræður og því væri það á valdi Úkraínu að ráðast í þær viðræður. Selenskí sagði hins vegar að Úkraína hefði engin slík gögn fengið. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: David Malpass, forseti Alþjóðabankans, áætlar að skemmdir á innviðum og byggingum í Úkraínu nemi um 60 milljörðum Bandaríkjadala, um 7.700 milljörðum íslenskra króna, vegna árásar Rússa. Selenskí segir að Úkraínumenn þurfi um sjö milljarða dala á mánuði til að vega upp á móti því efnahagslega tapi sem rekja má til innrásarinnar. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að Bandaríkjastjórn muni senda varnar- og vopnabúnað fyrir andvirði 800 milljónum dala til Úkraínumanna, til viðbótar við það sem áður hafi verið sent. Þjóðþingin í Eistlandi og Lettlandi samþykktu í gær ályktun þar sem talað er um „þjóðarmorð“ í tengslum við aðgerðir rússneska hersins í Úkraínu. Selenskí segir að rússnesk stjórnvöld hafi hafnað tillögu Úkraínustjórnar um vopnahlé um helgina. Rússlandsstjórn hefur ekki tjáð sig um málið. Megináhersla Rússa virðist nú vera að ná algerri stjórn á austurhluta Úkraínu og koma upp landleið að Krímskaga. Hér má sjá vakt gærdagsins á Vísi.
Breska ríkisútvarpið hefur eftir Pútín að ráðamenn í Úkraínu séu ekki tilbúnir að leita sameiginlegra lausna og þeir séu ósamkvæmir sjálfum sér. Fyrr í vikunni sagði Dmitry Peskov, talsmaður Kreml, að Rússar hefðu afhent úkraínskum stjórnvöldum lykilgögn svo hægt væri að ráðast í friðarviðræður og því væri það á valdi Úkraínu að ráðast í þær viðræður. Selenskí sagði hins vegar að Úkraína hefði engin slík gögn fengið. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: David Malpass, forseti Alþjóðabankans, áætlar að skemmdir á innviðum og byggingum í Úkraínu nemi um 60 milljörðum Bandaríkjadala, um 7.700 milljörðum íslenskra króna, vegna árásar Rússa. Selenskí segir að Úkraínumenn þurfi um sjö milljarða dala á mánuði til að vega upp á móti því efnahagslega tapi sem rekja má til innrásarinnar. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að Bandaríkjastjórn muni senda varnar- og vopnabúnað fyrir andvirði 800 milljónum dala til Úkraínumanna, til viðbótar við það sem áður hafi verið sent. Þjóðþingin í Eistlandi og Lettlandi samþykktu í gær ályktun þar sem talað er um „þjóðarmorð“ í tengslum við aðgerðir rússneska hersins í Úkraínu. Selenskí segir að rússnesk stjórnvöld hafi hafnað tillögu Úkraínustjórnar um vopnahlé um helgina. Rússlandsstjórn hefur ekki tjáð sig um málið. Megináhersla Rússa virðist nú vera að ná algerri stjórn á austurhluta Úkraínu og koma upp landleið að Krímskaga. Hér má sjá vakt gærdagsins á Vísi.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Telja allt að níu þúsund lík vera í 300 metra langri fjöldagröf við Mariupol Borgarráð Mariupol telur að lík allt að níu þúsund almennra borgara geti verið grafin í fjöldagröf í þorpinu Manhush, við útjaðar Mariupol. Borgarstjóri Mariupol kallar svæðið hið nýja Babi Yar, sem er gljúfur í Úkraínu þar sem nasistar drápu þúsundir gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni. 21. apríl 2022 21:45 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Telja allt að níu þúsund lík vera í 300 metra langri fjöldagröf við Mariupol Borgarráð Mariupol telur að lík allt að níu þúsund almennra borgara geti verið grafin í fjöldagröf í þorpinu Manhush, við útjaðar Mariupol. Borgarstjóri Mariupol kallar svæðið hið nýja Babi Yar, sem er gljúfur í Úkraínu þar sem nasistar drápu þúsundir gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni. 21. apríl 2022 21:45