Vaktin: Þakklátur Bretum fyrir að opna aftur sendiráð í Kænugarði Atli Ísleifsson, Vésteinn Örn Pétursson og Árni Sæberg skrifa 22. apríl 2022 06:19 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kveðst vera þakklátur Bretum eftir að þeir urðu 21. þjóðin til að opna sendiráð sitt í Kænugarði á nýjan leik. AP/Forsetaembætti Úkraínu Vladimír Pútín Rússlandsforseti segist ekki ætla að ræða beint við Volodimír Selenskí, forseta Úkraínu, nema ljóst sé að viðræður þeirra muni skila áþreifanlegum niðurstöðum. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Pútín að ráðamenn í Úkraínu séu ekki tilbúnir að leita sameiginlegra lausna og þeir séu ósamkvæmir sjálfum sér. Fyrr í vikunni sagði Dmitry Peskov, talsmaður Kreml, að Rússar hefðu afhent úkraínskum stjórnvöldum lykilgögn svo hægt væri að ráðast í friðarviðræður og því væri það á valdi Úkraínu að ráðast í þær viðræður. Selenskí sagði hins vegar að Úkraína hefði engin slík gögn fengið. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: David Malpass, forseti Alþjóðabankans, áætlar að skemmdir á innviðum og byggingum í Úkraínu nemi um 60 milljörðum Bandaríkjadala, um 7.700 milljörðum íslenskra króna, vegna árásar Rússa. Selenskí segir að Úkraínumenn þurfi um sjö milljarða dala á mánuði til að vega upp á móti því efnahagslega tapi sem rekja má til innrásarinnar. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að Bandaríkjastjórn muni senda varnar- og vopnabúnað fyrir andvirði 800 milljónum dala til Úkraínumanna, til viðbótar við það sem áður hafi verið sent. Þjóðþingin í Eistlandi og Lettlandi samþykktu í gær ályktun þar sem talað er um „þjóðarmorð“ í tengslum við aðgerðir rússneska hersins í Úkraínu. Selenskí segir að rússnesk stjórnvöld hafi hafnað tillögu Úkraínustjórnar um vopnahlé um helgina. Rússlandsstjórn hefur ekki tjáð sig um málið. Megináhersla Rússa virðist nú vera að ná algerri stjórn á austurhluta Úkraínu og koma upp landleið að Krímskaga. Hér má sjá vakt gærdagsins á Vísi.
Breska ríkisútvarpið hefur eftir Pútín að ráðamenn í Úkraínu séu ekki tilbúnir að leita sameiginlegra lausna og þeir séu ósamkvæmir sjálfum sér. Fyrr í vikunni sagði Dmitry Peskov, talsmaður Kreml, að Rússar hefðu afhent úkraínskum stjórnvöldum lykilgögn svo hægt væri að ráðast í friðarviðræður og því væri það á valdi Úkraínu að ráðast í þær viðræður. Selenskí sagði hins vegar að Úkraína hefði engin slík gögn fengið. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: David Malpass, forseti Alþjóðabankans, áætlar að skemmdir á innviðum og byggingum í Úkraínu nemi um 60 milljörðum Bandaríkjadala, um 7.700 milljörðum íslenskra króna, vegna árásar Rússa. Selenskí segir að Úkraínumenn þurfi um sjö milljarða dala á mánuði til að vega upp á móti því efnahagslega tapi sem rekja má til innrásarinnar. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að Bandaríkjastjórn muni senda varnar- og vopnabúnað fyrir andvirði 800 milljónum dala til Úkraínumanna, til viðbótar við það sem áður hafi verið sent. Þjóðþingin í Eistlandi og Lettlandi samþykktu í gær ályktun þar sem talað er um „þjóðarmorð“ í tengslum við aðgerðir rússneska hersins í Úkraínu. Selenskí segir að rússnesk stjórnvöld hafi hafnað tillögu Úkraínustjórnar um vopnahlé um helgina. Rússlandsstjórn hefur ekki tjáð sig um málið. Megináhersla Rússa virðist nú vera að ná algerri stjórn á austurhluta Úkraínu og koma upp landleið að Krímskaga. Hér má sjá vakt gærdagsins á Vísi.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Telja allt að níu þúsund lík vera í 300 metra langri fjöldagröf við Mariupol Borgarráð Mariupol telur að lík allt að níu þúsund almennra borgara geti verið grafin í fjöldagröf í þorpinu Manhush, við útjaðar Mariupol. Borgarstjóri Mariupol kallar svæðið hið nýja Babi Yar, sem er gljúfur í Úkraínu þar sem nasistar drápu þúsundir gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni. 21. apríl 2022 21:45 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Erlent Fleiri fréttir Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Sjá meira
Telja allt að níu þúsund lík vera í 300 metra langri fjöldagröf við Mariupol Borgarráð Mariupol telur að lík allt að níu þúsund almennra borgara geti verið grafin í fjöldagröf í þorpinu Manhush, við útjaðar Mariupol. Borgarstjóri Mariupol kallar svæðið hið nýja Babi Yar, sem er gljúfur í Úkraínu þar sem nasistar drápu þúsundir gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni. 21. apríl 2022 21:45
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent