Kvika leggur til að tekið verði á máli Eggerts Gunnþórs með „viðeigandi hætti“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. apríl 2022 14:31 Eggert Gunnþór í leik með FH. Vísir/Bára Dröfn Kvika, aðalstyrktaraðili fótboltaliðs FH, hefur óskað eftir upplýsingum frá stjórn félagsins um mál Eggerts Gunnþórs Jónssonar, leikmanns liðsins, sem er sakaður um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn fyrir rúmum áratug síðan. Frá þessu er greint á vef Fréttablaðsins. Þar segir að Kvika hafi sett sig í samband við FH en vörumerki félagsins – Auður dóttir Kviku banka – er helsti styrktaraðili Hafnarfjarðarliðsins. Fréttablaðið sendi fyrirspurn á Kviku sem Hilmar Kristinsson, verkefnastjóra rekstrar og þróunar hjá bankanum, svaraði. Þar kemur fram að Kvika hafi óskað eftir upplýsingum um stöðu mála og mögulega framvindu þess. Hilmar sagði einnig að fyrirtækið vildi að tekið yrði á málinu með „viðeigandi hætti.“ Ekki hefur þó komið til tals að rifta samningnum við knattspyrnudeild FH. Mál Eggerts Gunnþórs, og Arons Einars Gunnarssonar, hefur verið í sviðsljósinu síðan Martin Hermannsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, velti því upp á Twitter-síðu sinni hvort það væri eðlilegt að leikmenn sem væru undir lögreglurannsókn vegna grófs kynferðisofbeldis væru að byrja leiki í Bestu deildinni. Er eðlilegt að menn sem eru undir lögreglurannsókn vegna grófs kynferðisofbeldis séu í byrjunarliði í @bestadeildin ?— Martin Hermannsson (@hermannsson15) April 18, 2022 Sjá einnig: Svona hljóðar ásökunin sem Aron Einar sver af sér Eggert Gunnþór byrjaði opnunarleik deildarinnar þar sem FH tapaði 2-1 gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings. Eftir leik vildi Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, ekki tjá sig um stöðu mála og þegar Vísir reyndi að hafa samband við félagið þá var fátt um svör. FH mætir Fram á mánudag, 25. apríl, og verður áhugavert að sjá hvort Eggert Gunnþór haldi sæti sínu í liðinu eður ei. Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Kynferðisofbeldi FH Besta deild karla Hafnarfjörður Íslenskir bankar Tengdar fréttir „Þeir héldu bara áfram með lífið eins og ekkert hefði gerst, dauðfegnir að þurfa ekki að taka neina ábyrgð“ Fyrrverandi vinkona Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar sér eftir því að hafa tekið afstöðu með þeim og hafa logið fyrir þá. 8. desember 2021 11:00 Eggert Gunnþór hafnar alfarið ásökunum um kynferðisbrot Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH og fyrrverandi landsliðsmaður, hafnar því alfarið að hafa brotið kynferðislega á konu eftir landsleik Íslendinga í Danmörku árið 2010. 22. október 2021 16:26 Guðni reyndi að koma á sáttafundi Arons og meints þolanda Guðni Bergsson, þáverandi formaður KSÍ, reyndi að leiða landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson og meintan þolanda hópnauðgunar í Danmörku árið 2010, saman til sáttafundar í sumar. 8. desember 2021 12:36 Hafa rætt við fjölda fólks við rannsókn málsins Ný gögn hafa komið fram í máli Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar. Frá þessu er greint í ítarlegri grein The Athletic um kynferðis- og ofbeldisbrot landsliðsmanna Íslands. 27. október 2021 11:44 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Fleiri fréttir Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Sjá meira
Frá þessu er greint á vef Fréttablaðsins. Þar segir að Kvika hafi sett sig í samband við FH en vörumerki félagsins – Auður dóttir Kviku banka – er helsti styrktaraðili Hafnarfjarðarliðsins. Fréttablaðið sendi fyrirspurn á Kviku sem Hilmar Kristinsson, verkefnastjóra rekstrar og þróunar hjá bankanum, svaraði. Þar kemur fram að Kvika hafi óskað eftir upplýsingum um stöðu mála og mögulega framvindu þess. Hilmar sagði einnig að fyrirtækið vildi að tekið yrði á málinu með „viðeigandi hætti.“ Ekki hefur þó komið til tals að rifta samningnum við knattspyrnudeild FH. Mál Eggerts Gunnþórs, og Arons Einars Gunnarssonar, hefur verið í sviðsljósinu síðan Martin Hermannsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, velti því upp á Twitter-síðu sinni hvort það væri eðlilegt að leikmenn sem væru undir lögreglurannsókn vegna grófs kynferðisofbeldis væru að byrja leiki í Bestu deildinni. Er eðlilegt að menn sem eru undir lögreglurannsókn vegna grófs kynferðisofbeldis séu í byrjunarliði í @bestadeildin ?— Martin Hermannsson (@hermannsson15) April 18, 2022 Sjá einnig: Svona hljóðar ásökunin sem Aron Einar sver af sér Eggert Gunnþór byrjaði opnunarleik deildarinnar þar sem FH tapaði 2-1 gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings. Eftir leik vildi Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, ekki tjá sig um stöðu mála og þegar Vísir reyndi að hafa samband við félagið þá var fátt um svör. FH mætir Fram á mánudag, 25. apríl, og verður áhugavert að sjá hvort Eggert Gunnþór haldi sæti sínu í liðinu eður ei.
Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Kynferðisofbeldi FH Besta deild karla Hafnarfjörður Íslenskir bankar Tengdar fréttir „Þeir héldu bara áfram með lífið eins og ekkert hefði gerst, dauðfegnir að þurfa ekki að taka neina ábyrgð“ Fyrrverandi vinkona Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar sér eftir því að hafa tekið afstöðu með þeim og hafa logið fyrir þá. 8. desember 2021 11:00 Eggert Gunnþór hafnar alfarið ásökunum um kynferðisbrot Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH og fyrrverandi landsliðsmaður, hafnar því alfarið að hafa brotið kynferðislega á konu eftir landsleik Íslendinga í Danmörku árið 2010. 22. október 2021 16:26 Guðni reyndi að koma á sáttafundi Arons og meints þolanda Guðni Bergsson, þáverandi formaður KSÍ, reyndi að leiða landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson og meintan þolanda hópnauðgunar í Danmörku árið 2010, saman til sáttafundar í sumar. 8. desember 2021 12:36 Hafa rætt við fjölda fólks við rannsókn málsins Ný gögn hafa komið fram í máli Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar. Frá þessu er greint í ítarlegri grein The Athletic um kynferðis- og ofbeldisbrot landsliðsmanna Íslands. 27. október 2021 11:44 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Fleiri fréttir Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Sjá meira
„Þeir héldu bara áfram með lífið eins og ekkert hefði gerst, dauðfegnir að þurfa ekki að taka neina ábyrgð“ Fyrrverandi vinkona Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar sér eftir því að hafa tekið afstöðu með þeim og hafa logið fyrir þá. 8. desember 2021 11:00
Eggert Gunnþór hafnar alfarið ásökunum um kynferðisbrot Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH og fyrrverandi landsliðsmaður, hafnar því alfarið að hafa brotið kynferðislega á konu eftir landsleik Íslendinga í Danmörku árið 2010. 22. október 2021 16:26
Guðni reyndi að koma á sáttafundi Arons og meints þolanda Guðni Bergsson, þáverandi formaður KSÍ, reyndi að leiða landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson og meintan þolanda hópnauðgunar í Danmörku árið 2010, saman til sáttafundar í sumar. 8. desember 2021 12:36
Hafa rætt við fjölda fólks við rannsókn málsins Ný gögn hafa komið fram í máli Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar. Frá þessu er greint í ítarlegri grein The Athletic um kynferðis- og ofbeldisbrot landsliðsmanna Íslands. 27. október 2021 11:44