Loftslagsváin og litla systir hennar Pétur Heimisson skrifar 20. apríl 2022 21:00 Í ársbyrjun 2020 barði Covid-19 farsóttin uppá hjá heimsbyggðinni og samfélög komu til dyra á nokkuð mismunandi hátt. Íslensk stjórnvöld undir forsæti Vinstri hreyfingarinnar grænt framboð mörkuðu strax þá stefnu að byggja aðgerðir á vísindalegum grunni undir leiðsögn sóttvarnalæknis og endurskoða þær reglulega á grunni árangurs og nýrrar þekkingar. Þessari stefnu hefur verið fylgt síðan. Merkileg er sú almenna þjóðarsátt og þverpólitíska samstaða sem náðist um þessa leið og er án efa lykillinn að þeim góða árangri sem náðst hefur og sem horft er til víða um heim. Vonandi halda samstaðan og velgengin áfram og vonandi ber okkur gæfa til að læra af þessu og nýta í öðrum verkefnum. Það síðastnefnda er sérlega mikilvægt þar sem Covid-19 á eldri og mun langræknari og illskeyttari systur. Vafinn sem breyttist í vissu Þá að stóru systur, henni Loftslagsvá, sem hefur eðli og innræti farsóttar og hefur þegar spillt umhverfi okkar og hagsæld. Súrnun sjávar, flóð, aurskriður, gróðureldar, tíðari og verri fellibylir eru dæmi um afleiðingar hennar. Fyrrnefnd aðferðafræði gegn Covid-19 byggir á vísindalegri nálgun og að hafa forvarnir og lýðheilsu að leiðarljósi. Við segjum gjarnan "Látum náttúruna njóta vafans". Flest og þ.á.m. undirritaður kannski bara sagt þetta, en síður íhugað hvers það krefst í verki og þá tæplega breytt samkvæmt því. Fyrir áratugum færðu vísindamenn rök fyrir mögulegu sambandi loftslagsbreytinga og athafna fólks, sérlega brennslu jarðefnaeldsneytis. Linnulausar rannsóknir á þessu meinta orsakasambandi hafa hlaðið upp vísindagögnum sem í dag mynda gegnheilan grunn sannana á orsakasambandi mengunar af mannavöldum og loftslagsvár. Því þarf æ sjaldnar að láta náttúruna njóta vafans og við er tekin skylda okkar til að ganga lengra og láta hana njóta vissunnar. Ver(ð)um ekki náttúrulaus Heilsa náttúru og lífríkis er í húfi og þar með grunnforsendur heilbrigðis einstaklinga og lýðheilsu þjóða. Ef orkuskiptin eru rök fyrir að virkja fallvötn og vinda, þá er sú andlega orka (sálræn endurheimt) sem við sækjum í ósnortna náttúru ekki síður rök fyrir að vernda náttúruvettvang sömu fallvatna og vinda. Síðast en ekki síst þá á náttúran sinn tilvistarrétt óháð okkur mannfólki. Ekkert réttlætir lengur það íhald sem er stöðug framsókn í krafti einstefnu undir slaorðinu – er ekki bara best að virkja? Slíkt bæði er og leiðir til náttúrleysis. Höfundur er læknir, fulltrúi VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings og skipar 3. sæti á lista VG í Múlaþingi fyrir kosningar þann 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Loftslagsmál Skoðun: Kosningar 2022 Pétur Heimisson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Sjá meira
Í ársbyrjun 2020 barði Covid-19 farsóttin uppá hjá heimsbyggðinni og samfélög komu til dyra á nokkuð mismunandi hátt. Íslensk stjórnvöld undir forsæti Vinstri hreyfingarinnar grænt framboð mörkuðu strax þá stefnu að byggja aðgerðir á vísindalegum grunni undir leiðsögn sóttvarnalæknis og endurskoða þær reglulega á grunni árangurs og nýrrar þekkingar. Þessari stefnu hefur verið fylgt síðan. Merkileg er sú almenna þjóðarsátt og þverpólitíska samstaða sem náðist um þessa leið og er án efa lykillinn að þeim góða árangri sem náðst hefur og sem horft er til víða um heim. Vonandi halda samstaðan og velgengin áfram og vonandi ber okkur gæfa til að læra af þessu og nýta í öðrum verkefnum. Það síðastnefnda er sérlega mikilvægt þar sem Covid-19 á eldri og mun langræknari og illskeyttari systur. Vafinn sem breyttist í vissu Þá að stóru systur, henni Loftslagsvá, sem hefur eðli og innræti farsóttar og hefur þegar spillt umhverfi okkar og hagsæld. Súrnun sjávar, flóð, aurskriður, gróðureldar, tíðari og verri fellibylir eru dæmi um afleiðingar hennar. Fyrrnefnd aðferðafræði gegn Covid-19 byggir á vísindalegri nálgun og að hafa forvarnir og lýðheilsu að leiðarljósi. Við segjum gjarnan "Látum náttúruna njóta vafans". Flest og þ.á.m. undirritaður kannski bara sagt þetta, en síður íhugað hvers það krefst í verki og þá tæplega breytt samkvæmt því. Fyrir áratugum færðu vísindamenn rök fyrir mögulegu sambandi loftslagsbreytinga og athafna fólks, sérlega brennslu jarðefnaeldsneytis. Linnulausar rannsóknir á þessu meinta orsakasambandi hafa hlaðið upp vísindagögnum sem í dag mynda gegnheilan grunn sannana á orsakasambandi mengunar af mannavöldum og loftslagsvár. Því þarf æ sjaldnar að láta náttúruna njóta vafans og við er tekin skylda okkar til að ganga lengra og láta hana njóta vissunnar. Ver(ð)um ekki náttúrulaus Heilsa náttúru og lífríkis er í húfi og þar með grunnforsendur heilbrigðis einstaklinga og lýðheilsu þjóða. Ef orkuskiptin eru rök fyrir að virkja fallvötn og vinda, þá er sú andlega orka (sálræn endurheimt) sem við sækjum í ósnortna náttúru ekki síður rök fyrir að vernda náttúruvettvang sömu fallvatna og vinda. Síðast en ekki síst þá á náttúran sinn tilvistarrétt óháð okkur mannfólki. Ekkert réttlætir lengur það íhald sem er stöðug framsókn í krafti einstefnu undir slaorðinu – er ekki bara best að virkja? Slíkt bæði er og leiðir til náttúrleysis. Höfundur er læknir, fulltrúi VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings og skipar 3. sæti á lista VG í Múlaþingi fyrir kosningar þann 14. maí.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun