Loftslagsváin og litla systir hennar Pétur Heimisson skrifar 20. apríl 2022 21:00 Í ársbyrjun 2020 barði Covid-19 farsóttin uppá hjá heimsbyggðinni og samfélög komu til dyra á nokkuð mismunandi hátt. Íslensk stjórnvöld undir forsæti Vinstri hreyfingarinnar grænt framboð mörkuðu strax þá stefnu að byggja aðgerðir á vísindalegum grunni undir leiðsögn sóttvarnalæknis og endurskoða þær reglulega á grunni árangurs og nýrrar þekkingar. Þessari stefnu hefur verið fylgt síðan. Merkileg er sú almenna þjóðarsátt og þverpólitíska samstaða sem náðist um þessa leið og er án efa lykillinn að þeim góða árangri sem náðst hefur og sem horft er til víða um heim. Vonandi halda samstaðan og velgengin áfram og vonandi ber okkur gæfa til að læra af þessu og nýta í öðrum verkefnum. Það síðastnefnda er sérlega mikilvægt þar sem Covid-19 á eldri og mun langræknari og illskeyttari systur. Vafinn sem breyttist í vissu Þá að stóru systur, henni Loftslagsvá, sem hefur eðli og innræti farsóttar og hefur þegar spillt umhverfi okkar og hagsæld. Súrnun sjávar, flóð, aurskriður, gróðureldar, tíðari og verri fellibylir eru dæmi um afleiðingar hennar. Fyrrnefnd aðferðafræði gegn Covid-19 byggir á vísindalegri nálgun og að hafa forvarnir og lýðheilsu að leiðarljósi. Við segjum gjarnan "Látum náttúruna njóta vafans". Flest og þ.á.m. undirritaður kannski bara sagt þetta, en síður íhugað hvers það krefst í verki og þá tæplega breytt samkvæmt því. Fyrir áratugum færðu vísindamenn rök fyrir mögulegu sambandi loftslagsbreytinga og athafna fólks, sérlega brennslu jarðefnaeldsneytis. Linnulausar rannsóknir á þessu meinta orsakasambandi hafa hlaðið upp vísindagögnum sem í dag mynda gegnheilan grunn sannana á orsakasambandi mengunar af mannavöldum og loftslagsvár. Því þarf æ sjaldnar að láta náttúruna njóta vafans og við er tekin skylda okkar til að ganga lengra og láta hana njóta vissunnar. Ver(ð)um ekki náttúrulaus Heilsa náttúru og lífríkis er í húfi og þar með grunnforsendur heilbrigðis einstaklinga og lýðheilsu þjóða. Ef orkuskiptin eru rök fyrir að virkja fallvötn og vinda, þá er sú andlega orka (sálræn endurheimt) sem við sækjum í ósnortna náttúru ekki síður rök fyrir að vernda náttúruvettvang sömu fallvatna og vinda. Síðast en ekki síst þá á náttúran sinn tilvistarrétt óháð okkur mannfólki. Ekkert réttlætir lengur það íhald sem er stöðug framsókn í krafti einstefnu undir slaorðinu – er ekki bara best að virkja? Slíkt bæði er og leiðir til náttúrleysis. Höfundur er læknir, fulltrúi VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings og skipar 3. sæti á lista VG í Múlaþingi fyrir kosningar þann 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Loftslagsmál Skoðun: Kosningar 2022 Pétur Heimisson Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í ársbyrjun 2020 barði Covid-19 farsóttin uppá hjá heimsbyggðinni og samfélög komu til dyra á nokkuð mismunandi hátt. Íslensk stjórnvöld undir forsæti Vinstri hreyfingarinnar grænt framboð mörkuðu strax þá stefnu að byggja aðgerðir á vísindalegum grunni undir leiðsögn sóttvarnalæknis og endurskoða þær reglulega á grunni árangurs og nýrrar þekkingar. Þessari stefnu hefur verið fylgt síðan. Merkileg er sú almenna þjóðarsátt og þverpólitíska samstaða sem náðist um þessa leið og er án efa lykillinn að þeim góða árangri sem náðst hefur og sem horft er til víða um heim. Vonandi halda samstaðan og velgengin áfram og vonandi ber okkur gæfa til að læra af þessu og nýta í öðrum verkefnum. Það síðastnefnda er sérlega mikilvægt þar sem Covid-19 á eldri og mun langræknari og illskeyttari systur. Vafinn sem breyttist í vissu Þá að stóru systur, henni Loftslagsvá, sem hefur eðli og innræti farsóttar og hefur þegar spillt umhverfi okkar og hagsæld. Súrnun sjávar, flóð, aurskriður, gróðureldar, tíðari og verri fellibylir eru dæmi um afleiðingar hennar. Fyrrnefnd aðferðafræði gegn Covid-19 byggir á vísindalegri nálgun og að hafa forvarnir og lýðheilsu að leiðarljósi. Við segjum gjarnan "Látum náttúruna njóta vafans". Flest og þ.á.m. undirritaður kannski bara sagt þetta, en síður íhugað hvers það krefst í verki og þá tæplega breytt samkvæmt því. Fyrir áratugum færðu vísindamenn rök fyrir mögulegu sambandi loftslagsbreytinga og athafna fólks, sérlega brennslu jarðefnaeldsneytis. Linnulausar rannsóknir á þessu meinta orsakasambandi hafa hlaðið upp vísindagögnum sem í dag mynda gegnheilan grunn sannana á orsakasambandi mengunar af mannavöldum og loftslagsvár. Því þarf æ sjaldnar að láta náttúruna njóta vafans og við er tekin skylda okkar til að ganga lengra og láta hana njóta vissunnar. Ver(ð)um ekki náttúrulaus Heilsa náttúru og lífríkis er í húfi og þar með grunnforsendur heilbrigðis einstaklinga og lýðheilsu þjóða. Ef orkuskiptin eru rök fyrir að virkja fallvötn og vinda, þá er sú andlega orka (sálræn endurheimt) sem við sækjum í ósnortna náttúru ekki síður rök fyrir að vernda náttúruvettvang sömu fallvatna og vinda. Síðast en ekki síst þá á náttúran sinn tilvistarrétt óháð okkur mannfólki. Ekkert réttlætir lengur það íhald sem er stöðug framsókn í krafti einstefnu undir slaorðinu – er ekki bara best að virkja? Slíkt bæði er og leiðir til náttúrleysis. Höfundur er læknir, fulltrúi VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings og skipar 3. sæti á lista VG í Múlaþingi fyrir kosningar þann 14. maí.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun