Byrjaði 14 ára að syngja með Karlakór Hreppamanna Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. apríl 2022 08:03 Kórfélagarnir í Karlakór Hreppamanna, Friðgeir 77 ára og Jómundur 15 ára. Magnús Hlynur Hreiðarsson Jómundur Atli Bjarnason, sem var 14 ára þegar honum bauðst að syngja með Karlakór Hreppamanna var ekki lengi að slá til og segja já. Nú er hann nýorðinn 15 ára og er að að syngja á sínum fyrstu vortónleikum. 62 ár eru á milli hans og elsta kórfélagans. Karlakór Hreppamanna æfir í félagsheimilinu á Flúðum en kórinn er skipaður körlum úr uppsveitum Árnessýslu og frá Selfossi. Kórinn er fjölmennur og er alltaf létt yfir mönnum á æfingum. Stjórnandi er Atli Guðlaugsson og Sigurður Helgi Oddsson er undirleikari . Barnabarn Atla, Jómundur Atli byrjaði 14 ára að syngja með kórnum. Jómundur er lang, lang yngstur í kórnum en það munar 62 árum á honum og elsta félaganum, Friðgeir Stefánssyni frá Laugardalshólum í Bláskógabyggð. Hvernig er að vera svona ungur og syngja í karlakór? „Það er bara mjög gaman og gefandi og maður kynnist fullt af skemmtilegu körlum,“ segir Jómundur. En hvað er skemmtilegast við að vera í kór? „Það er bæði félagsskapurinn og svo að syngja saman, það er mjög gaman. Þetta er líka mikill félagsskapur, við förum til dæmis í reiðtúr á hverju ári,“ segir Friðgeir. Friðgeir og Jómundur Atli standa hlið við hlið á æfingum og á tónleikum, enda í sömu rödd.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bjarni Arnar Hjaltason, formaður Karlakórs Hreppamanna er mjög ánægður með að fá svona ungan og flottan strák í kórinn eins og Jómund Atla. „Það er bara mjög ánægjulegt. Það eru ekki allir karlakórar, sem geta státað af svona snillingi, við erum allir mjög ánægðir með það.“ Bjarni Arnar Hjaltason, formaður Karlakórs Hreppamanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hreppamenn verða með þrenna vortónleika, m.a. í Selfosskirkju föstudagskvöldið 22. apríl og á Flúðum laugardagskvöldið 23. apríl. Formaðurinn lofar góðum tónleikum. „Já, þetta verður bara skemmtun á heimsmælikvarða eins og okkur er einum lagið,“ segir Bjarni Arnar, stoltur af kórnum sínum. Karlar úr uppsveitum Árnessýslu og víðar syngja með kórnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kórinn er með þrenna vortónleikar vorið 2022.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Kórar Tónlist Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Karlakór Hreppamanna æfir í félagsheimilinu á Flúðum en kórinn er skipaður körlum úr uppsveitum Árnessýslu og frá Selfossi. Kórinn er fjölmennur og er alltaf létt yfir mönnum á æfingum. Stjórnandi er Atli Guðlaugsson og Sigurður Helgi Oddsson er undirleikari . Barnabarn Atla, Jómundur Atli byrjaði 14 ára að syngja með kórnum. Jómundur er lang, lang yngstur í kórnum en það munar 62 árum á honum og elsta félaganum, Friðgeir Stefánssyni frá Laugardalshólum í Bláskógabyggð. Hvernig er að vera svona ungur og syngja í karlakór? „Það er bara mjög gaman og gefandi og maður kynnist fullt af skemmtilegu körlum,“ segir Jómundur. En hvað er skemmtilegast við að vera í kór? „Það er bæði félagsskapurinn og svo að syngja saman, það er mjög gaman. Þetta er líka mikill félagsskapur, við förum til dæmis í reiðtúr á hverju ári,“ segir Friðgeir. Friðgeir og Jómundur Atli standa hlið við hlið á æfingum og á tónleikum, enda í sömu rödd.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bjarni Arnar Hjaltason, formaður Karlakórs Hreppamanna er mjög ánægður með að fá svona ungan og flottan strák í kórinn eins og Jómund Atla. „Það er bara mjög ánægjulegt. Það eru ekki allir karlakórar, sem geta státað af svona snillingi, við erum allir mjög ánægðir með það.“ Bjarni Arnar Hjaltason, formaður Karlakórs Hreppamanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hreppamenn verða með þrenna vortónleika, m.a. í Selfosskirkju föstudagskvöldið 22. apríl og á Flúðum laugardagskvöldið 23. apríl. Formaðurinn lofar góðum tónleikum. „Já, þetta verður bara skemmtun á heimsmælikvarða eins og okkur er einum lagið,“ segir Bjarni Arnar, stoltur af kórnum sínum. Karlar úr uppsveitum Árnessýslu og víðar syngja með kórnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kórinn er með þrenna vortónleikar vorið 2022.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Kórar Tónlist Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira