Óttast mikla fjölgun sárafátækra á árinu Heimsljós 20. apríl 2022 11:00 gunnisal Á þessu ári er líklegt að sárafátækum í heiminum fjölgi um 263 milljónir, einkum vegna hækkunar á verði matvæla eftir innrás Rússa í Úkraínu, en einnig vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveirunnar og aukins ójafnaðar í heimum. Þetta kemur fram í skýrslu hjálparsamtakanna, Oxfam, sem birt var í aðdragana vorfundar Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, en fundurinn fer fram þessa dagana í Washington. Fjölgun sárafátækra um 263 milljónir jafngildir því að allir íbúar Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Spánar hefðu um 250 krónur íslenskar í tekjur á dag, en viðmiðunarmörk sárafátæktar eru 1,90 bandarískir dalir. Oxam segir í skýrslunni – First Crisis, Then Catastrophe – að líklegt sé að í árslok búi um 860 milljónir manna við sárafátækt. Að mati Oxfam er hætta á að framfarir síðustu tveggja áratuga þurrkist út vegna innrásarinnar í Úkraínu með hækkun matvælaverðs, uppskerubresti og truflunum á flutningi hrávöru. Meðal ríkra þjóða er matarkostnaður um 17 prósent að útgjöldum heimila en allt að 40 prósent í fátækari ríkjum eins og í löndunum sunnan Sahara í Afríku. Í skýrslunni er bent á að fjölmargar ríkisstjórnir lágtekjuríkja séu komnar í alvarlega skuldakreppu og þær gætu neyðst til þess að skera niður opinber útgjöld til að greiða kröfuhöfum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Innrás Rússa í Úkraínu Matvælaframleiðsla Þróunarsamvinna Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent
Þetta kemur fram í skýrslu hjálparsamtakanna, Oxfam, sem birt var í aðdragana vorfundar Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, en fundurinn fer fram þessa dagana í Washington. Fjölgun sárafátækra um 263 milljónir jafngildir því að allir íbúar Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Spánar hefðu um 250 krónur íslenskar í tekjur á dag, en viðmiðunarmörk sárafátæktar eru 1,90 bandarískir dalir. Oxam segir í skýrslunni – First Crisis, Then Catastrophe – að líklegt sé að í árslok búi um 860 milljónir manna við sárafátækt. Að mati Oxfam er hætta á að framfarir síðustu tveggja áratuga þurrkist út vegna innrásarinnar í Úkraínu með hækkun matvælaverðs, uppskerubresti og truflunum á flutningi hrávöru. Meðal ríkra þjóða er matarkostnaður um 17 prósent að útgjöldum heimila en allt að 40 prósent í fátækari ríkjum eins og í löndunum sunnan Sahara í Afríku. Í skýrslunni er bent á að fjölmargar ríkisstjórnir lágtekjuríkja séu komnar í alvarlega skuldakreppu og þær gætu neyðst til þess að skera niður opinber útgjöld til að greiða kröfuhöfum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Innrás Rússa í Úkraínu Matvælaframleiðsla Þróunarsamvinna Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent