Íslandsmetin falla í Hveragerði Aldís Hafsteinsdóttir skrifar 18. apríl 2022 11:00 Hveragerði er það sveitarfélag sem hvað hraðast vex á Íslandi. Á árinu 2021 var fjölgun íbúa mest í Hveragerði þegar litið er til stærri sveitarfélaga. Á árinu 2021 var hlutfallslega mest byggt miðað við það húsnæði sem fyrir er og hér eru íbúar ánægðastir allra þegar Gallup spyr um ánægju með þjónustu sveitarfélaga. Þessar staðreyndir liggja fyrir. Þær eru góður mælikvarði á stöðuna eins og hún er í dag og gott leiðarljós okkar allra til framtíðar. Tækifærin í Hveragerði eru óþrjótandi. Það er hverjum manni augljóst sem staldrar við á Kambabrún og horfir yfir að hér fyrir austan fjall hefur byggst upp metnaðarfullt og mannmargt samfélag. Á kvöldin er svæðið milli Hveragerðis og Selfoss skipað þéttriðnu neti ljósa þar sem áður voru stórar eyður í náttmyrkrinu. Fátt mun verða til þess að stöðva þessa þróun. Út um allan heim eru svæði í kringum borgir í mikilli uppbyggingu og það á svo sannarlega við um Hveragerði. Mikilli fólksfjölgun fylgja áskoranir varðandi uppbyggingu innviða og hefur Hveragerðisbæ tekist að mæta þeim með góðum hætti. Nú eru til dæmis öll börn sem urðu eins árs fyrir 1. desember 2021 komin á leikskóla. Þykir það harla gott miðað við hversu krefjandi mikil íbúafjölgun getur verið. Aðrir innviðir hafa verið byggðir upp samhliða sem skýrir ánægju íbúa með þjónustu sveitarfélagsins. Allt frá því að Eden og Michelsen drógu að sér mikinn fjölda ferðamanna hér á árum áður hefur Hveragerði verið ferðamannastaður. Ekki síst eru það hverirnir og hin einstaka náttúra sem hefur verið aðdráttaraflið. Undanfarið höfum við séð ríka þróun og sterkar vísbendingar í þá átt að Hveragerði verði enn stærri og fjölsóttari sem ferðamannastaður. Í Hveragerði hafa byggst upp glæsilegir gististaðir og er fjöldi metnaðarfullra fjölsóttra veitingastaða sem borið hafa hróður bæjarins víða. Hveragerði mun á næstu árum þróast enn frekar í þessa átt. Stórir aðilar sem hyggja á mikla uppbyggingu á sviði ferðaþjónustu og iðnaðar hafa fundið sér stað í bæjarfélaginu. Má þar nefna að lóðum hefur verið úthlutað fyrir glæsilegt baðlón við Varmá. Stærsta svifbraut á Íslandi verður sett upp í sumar og mikil ferðaþjónustutengd uppbygging er fyrirhuguð í dalnum ofan við bæinn, í okkar Kjarnaskógi. Ferðamannabrugghús er í bígerð, ein stærsta sælgætisgerð landsins hyggur á flutninga austur fyrir fjall, til Hveragerðisbæjar og eingingaverksmiðja er í startholunum svo fátt eitt sé talið Afleiddum störfum fjölgar í hinum ýmsu greinum og má því með sanni segja að atvinnumálum hefur verið vel sinnt á undanförnum misserum og sú markaðssetning og mikla umfjöllun sem Hveragerðisbær hefur notið sé að bera ríkulegan ávöxt. Á næstu árum er nauðsynlegt að endurskoða aðalskipulag bæjarins með hliðsjón af þeim fjölda stórra verkefna sem eru í gangi og þeirri fólksfjölgun sem orðin er staðreynd og framundan er. Meirihluti D-listans hefur sinnt skipulagsmálum af festu og með skýra sýn til framtíðar. Við komandi endurskoðun aðalskipulags mun bæjarstjórn vonandi bera gæfu til að halda í þau sérkenni og þann staðaranda sem einkennir Hveragerðisbæ. Blómabæinn sem kúrir í faðmi fjalla umvafinn einstakri náttúru, þar sem mannlífið er í blóma og þar sem fólk og fyrirtæki geta fundið sér góðan stað. Höfundur er bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Hveragerði Húsnæðismál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Hveragerði er það sveitarfélag sem hvað hraðast vex á Íslandi. Á árinu 2021 var fjölgun íbúa mest í Hveragerði þegar litið er til stærri sveitarfélaga. Á árinu 2021 var hlutfallslega mest byggt miðað við það húsnæði sem fyrir er og hér eru íbúar ánægðastir allra þegar Gallup spyr um ánægju með þjónustu sveitarfélaga. Þessar staðreyndir liggja fyrir. Þær eru góður mælikvarði á stöðuna eins og hún er í dag og gott leiðarljós okkar allra til framtíðar. Tækifærin í Hveragerði eru óþrjótandi. Það er hverjum manni augljóst sem staldrar við á Kambabrún og horfir yfir að hér fyrir austan fjall hefur byggst upp metnaðarfullt og mannmargt samfélag. Á kvöldin er svæðið milli Hveragerðis og Selfoss skipað þéttriðnu neti ljósa þar sem áður voru stórar eyður í náttmyrkrinu. Fátt mun verða til þess að stöðva þessa þróun. Út um allan heim eru svæði í kringum borgir í mikilli uppbyggingu og það á svo sannarlega við um Hveragerði. Mikilli fólksfjölgun fylgja áskoranir varðandi uppbyggingu innviða og hefur Hveragerðisbæ tekist að mæta þeim með góðum hætti. Nú eru til dæmis öll börn sem urðu eins árs fyrir 1. desember 2021 komin á leikskóla. Þykir það harla gott miðað við hversu krefjandi mikil íbúafjölgun getur verið. Aðrir innviðir hafa verið byggðir upp samhliða sem skýrir ánægju íbúa með þjónustu sveitarfélagsins. Allt frá því að Eden og Michelsen drógu að sér mikinn fjölda ferðamanna hér á árum áður hefur Hveragerði verið ferðamannastaður. Ekki síst eru það hverirnir og hin einstaka náttúra sem hefur verið aðdráttaraflið. Undanfarið höfum við séð ríka þróun og sterkar vísbendingar í þá átt að Hveragerði verði enn stærri og fjölsóttari sem ferðamannastaður. Í Hveragerði hafa byggst upp glæsilegir gististaðir og er fjöldi metnaðarfullra fjölsóttra veitingastaða sem borið hafa hróður bæjarins víða. Hveragerði mun á næstu árum þróast enn frekar í þessa átt. Stórir aðilar sem hyggja á mikla uppbyggingu á sviði ferðaþjónustu og iðnaðar hafa fundið sér stað í bæjarfélaginu. Má þar nefna að lóðum hefur verið úthlutað fyrir glæsilegt baðlón við Varmá. Stærsta svifbraut á Íslandi verður sett upp í sumar og mikil ferðaþjónustutengd uppbygging er fyrirhuguð í dalnum ofan við bæinn, í okkar Kjarnaskógi. Ferðamannabrugghús er í bígerð, ein stærsta sælgætisgerð landsins hyggur á flutninga austur fyrir fjall, til Hveragerðisbæjar og eingingaverksmiðja er í startholunum svo fátt eitt sé talið Afleiddum störfum fjölgar í hinum ýmsu greinum og má því með sanni segja að atvinnumálum hefur verið vel sinnt á undanförnum misserum og sú markaðssetning og mikla umfjöllun sem Hveragerðisbær hefur notið sé að bera ríkulegan ávöxt. Á næstu árum er nauðsynlegt að endurskoða aðalskipulag bæjarins með hliðsjón af þeim fjölda stórra verkefna sem eru í gangi og þeirri fólksfjölgun sem orðin er staðreynd og framundan er. Meirihluti D-listans hefur sinnt skipulagsmálum af festu og með skýra sýn til framtíðar. Við komandi endurskoðun aðalskipulags mun bæjarstjórn vonandi bera gæfu til að halda í þau sérkenni og þann staðaranda sem einkennir Hveragerðisbæ. Blómabæinn sem kúrir í faðmi fjalla umvafinn einstakri náttúru, þar sem mannlífið er í blóma og þar sem fólk og fyrirtæki geta fundið sér góðan stað. Höfundur er bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun