Skattfé og skotvellir Guðjóna Björk Sigurðardóttir skrifar 17. apríl 2022 14:00 Fjármagn sem sveitarfélag hefur til ráðstöfunar er að stærstum hluta skattfé íbúanna og ljóst að þeir sem fara með völdin, bæði stjórnmálamenn og embættismenn, þurfa að tryggja að farið sé eins vel með fjármagnið og kostur er. Í því samhengi gildir ekki alltaf að að ódýrustu og/eða auðveldustu lausnirnar séu hagkvæmastar eða bestar og langar mig til að benda á eitt augljóst dæmi um slíkt hérna í Hveragerði. Kominn tími á endurnýjun Körfuboltavöllurinn við Grunnskólann í Hveragerði var gerður árið 2002. Sá völlur hefur illa virkað að mér skilst af þeim sem nota hann. Körfurnar eru úr járni sem eru óhentugt, á völlinn safnast mikið af bleytu og malbikið fer illa. Þar er oft snjór og klaki yfir veturinn þannig að notkunin er í lágmarki og þá aðeins hluta af árinu. Þetta geta þau sem nota völlinn vottað. Ekki nota stjórnmálamenn eða embættismenn þennan völl. Allavega fæstir verðum við að gera ráð fyrir. Þá veltir maður einfaldlega fyrir sér við hvern var rætt varðandi hönnun og framkvæmd í upphafi? Það er augljóst að svona framkvæmd er alltaf kostnaðarsöm og því mikilvægt að velja efni rétt og taka mið af notkun og aðstæðum. Það verður að taka með í reikninginn að á þeim 20 árum sem hafa liðið síðan völlurinn var settur upp hafa kröfurnar á körfuboltavöllum breyst. Tímarnir breytast Körfuboltavöllum undir berum himni fer fjölgandi um allt land, það er meira að segja komin upp Facebook-síða sem gefur fólki tækifæri á að leita uppi góða körfuboltavelli á Íslandi. Fyrir viku síðan fór undirrituð í Varmahlíð og viti menn, þarna í þessu pínulitla samfélagi var þessi flotti upphitaði körfuboltavöllur, enda eru slíkir vellir nú víða. Körfuboltavöllurinn í Varmahlíð. Myndin er fengin lánuð af Facebook. Gerum betur – tölum saman Nýlega var gefið út að það eigi að laga gamla körfuboltavöllinn við Grunnskólann. Þetta eru frábærar fréttir, enda löngu komin tími til. Í ljósi þess að upphaflega framkvæmdin hefði mátt takast betur þá hefði maður haldið að vel yrði staðið að málum nú og gert í samræmi við nútímann. Þetta er jú skattfé íbúa í Hveragerði. Hverja er best að tala við til að tryggja það? Jú eðlilega notendurnar og þau sem búa yfir sérkunnáttu um slíka velli hefði maður haldið. En því miður virðist ekki hafa verið haft samband við körfuknattleiksdeild Hamars né þá sem æfa köfurbolta alla daga. Notendur körfuboltavallarins við Grunnskólanum hefðu örugglega getað haft eitthvað um málið að segja, sem og reynsla sem önnur sveitarfélög hafa. En niðurstaðan virðist því miður ekki endurspegla að þetta hafi verið gert. „Nýi“ körfuboltavöllurinn okkar verður t.d. ekki upphitaður. Forgangsröðum verkefna Einhver kann að segja að upphitun sé svo dýr, sem er örugglega rétt. En í okkar bæjarfélagi, þar sem fjármagn er af skornum skammti, þá er svo mikilvægt að forgangsraða og vera ekki að spara aurinn og kasta krónunni. Til viðmiðunar þá er fótboltavöllur við grunnskólann, fótboltavöllur við Hamarinn og fótboltavöllur upp í dal. Og jú, núna liggur fyrir að setja upp enn einn völlinn við Hólaróló. Sem auðvita er frábært , en eftir situr að aðeins einn óupphitaður köfuboltavöllur verður í Hveragerði, bæjarfélagi sem þekkt er fyrir körfubolta. Auðséð er að aukin og bætt aðstaða mun auka notkun og fá fleiri börn og unglinga til að standa upp úr símum og tölvu og fara út og leika sér. Það er mikilvægt að haldið sé vel á málum í öllum framkvæmdum sveitarfélagsins, stórum sem smáum. Það eru því mikil vonbrigði að langþráðar lagfæringar á eina körfuboltavellinum okkar virðast ekki hafa verið vandaðri. Til þess að tryggja að farið sé vel með það fjármagn sem sveitarfélagið hefur til ráðstöfunar skiptir svo miklu máli að vinna grunnvinnuna vel. Þar kemur virkt íbúalýðræði inn, tala við þá sem þekkja til, fá ráðleggingar og samvinnu með þeim sem koma til með að nota vellina. Ef það er gert eru líkurnar á að vel takist margfalt meiri. Höfundur skipar 12. sæti á lista Okkar Hveragerðis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hveragerði Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Fjármagn sem sveitarfélag hefur til ráðstöfunar er að stærstum hluta skattfé íbúanna og ljóst að þeir sem fara með völdin, bæði stjórnmálamenn og embættismenn, þurfa að tryggja að farið sé eins vel með fjármagnið og kostur er. Í því samhengi gildir ekki alltaf að að ódýrustu og/eða auðveldustu lausnirnar séu hagkvæmastar eða bestar og langar mig til að benda á eitt augljóst dæmi um slíkt hérna í Hveragerði. Kominn tími á endurnýjun Körfuboltavöllurinn við Grunnskólann í Hveragerði var gerður árið 2002. Sá völlur hefur illa virkað að mér skilst af þeim sem nota hann. Körfurnar eru úr járni sem eru óhentugt, á völlinn safnast mikið af bleytu og malbikið fer illa. Þar er oft snjór og klaki yfir veturinn þannig að notkunin er í lágmarki og þá aðeins hluta af árinu. Þetta geta þau sem nota völlinn vottað. Ekki nota stjórnmálamenn eða embættismenn þennan völl. Allavega fæstir verðum við að gera ráð fyrir. Þá veltir maður einfaldlega fyrir sér við hvern var rætt varðandi hönnun og framkvæmd í upphafi? Það er augljóst að svona framkvæmd er alltaf kostnaðarsöm og því mikilvægt að velja efni rétt og taka mið af notkun og aðstæðum. Það verður að taka með í reikninginn að á þeim 20 árum sem hafa liðið síðan völlurinn var settur upp hafa kröfurnar á körfuboltavöllum breyst. Tímarnir breytast Körfuboltavöllum undir berum himni fer fjölgandi um allt land, það er meira að segja komin upp Facebook-síða sem gefur fólki tækifæri á að leita uppi góða körfuboltavelli á Íslandi. Fyrir viku síðan fór undirrituð í Varmahlíð og viti menn, þarna í þessu pínulitla samfélagi var þessi flotti upphitaði körfuboltavöllur, enda eru slíkir vellir nú víða. Körfuboltavöllurinn í Varmahlíð. Myndin er fengin lánuð af Facebook. Gerum betur – tölum saman Nýlega var gefið út að það eigi að laga gamla körfuboltavöllinn við Grunnskólann. Þetta eru frábærar fréttir, enda löngu komin tími til. Í ljósi þess að upphaflega framkvæmdin hefði mátt takast betur þá hefði maður haldið að vel yrði staðið að málum nú og gert í samræmi við nútímann. Þetta er jú skattfé íbúa í Hveragerði. Hverja er best að tala við til að tryggja það? Jú eðlilega notendurnar og þau sem búa yfir sérkunnáttu um slíka velli hefði maður haldið. En því miður virðist ekki hafa verið haft samband við körfuknattleiksdeild Hamars né þá sem æfa köfurbolta alla daga. Notendur körfuboltavallarins við Grunnskólanum hefðu örugglega getað haft eitthvað um málið að segja, sem og reynsla sem önnur sveitarfélög hafa. En niðurstaðan virðist því miður ekki endurspegla að þetta hafi verið gert. „Nýi“ körfuboltavöllurinn okkar verður t.d. ekki upphitaður. Forgangsröðum verkefna Einhver kann að segja að upphitun sé svo dýr, sem er örugglega rétt. En í okkar bæjarfélagi, þar sem fjármagn er af skornum skammti, þá er svo mikilvægt að forgangsraða og vera ekki að spara aurinn og kasta krónunni. Til viðmiðunar þá er fótboltavöllur við grunnskólann, fótboltavöllur við Hamarinn og fótboltavöllur upp í dal. Og jú, núna liggur fyrir að setja upp enn einn völlinn við Hólaróló. Sem auðvita er frábært , en eftir situr að aðeins einn óupphitaður köfuboltavöllur verður í Hveragerði, bæjarfélagi sem þekkt er fyrir körfubolta. Auðséð er að aukin og bætt aðstaða mun auka notkun og fá fleiri börn og unglinga til að standa upp úr símum og tölvu og fara út og leika sér. Það er mikilvægt að haldið sé vel á málum í öllum framkvæmdum sveitarfélagsins, stórum sem smáum. Það eru því mikil vonbrigði að langþráðar lagfæringar á eina körfuboltavellinum okkar virðast ekki hafa verið vandaðri. Til þess að tryggja að farið sé vel með það fjármagn sem sveitarfélagið hefur til ráðstöfunar skiptir svo miklu máli að vinna grunnvinnuna vel. Þar kemur virkt íbúalýðræði inn, tala við þá sem þekkja til, fá ráðleggingar og samvinnu með þeim sem koma til með að nota vellina. Ef það er gert eru líkurnar á að vel takist margfalt meiri. Höfundur skipar 12. sæti á lista Okkar Hveragerðis.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun