Jordan Poole leiddi Stríðsmennina til sigurs í endurkomu Curry Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. apríl 2022 09:31 Jordan Poole fór fyrir liði Golden State Warriors í nótt. Ezra Shaw/Getty Images Úslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta hófst í nótt í allri sinni dýrð með fjórum leikjum. Jordan Poole var allt í öllu þegar Golden State Warriors vann góðan 16 stiga sigur gegn Denver Nuggets, 123-107, í fyrsta leik Steph Curry með liðinu í rúman mánuð. Nokkuð jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og það voru gestirnir frá Denver sem leiddu með einu stigi þegar fyrsta leikhluta lauk, 27-26. Stríðsmennirnir tóku þó almennilega við sér í öðrum leikhluta og skoruðu 32 stig gegn 20 stigum gestanna og fóru því með 11 stiga forskot inn í hálfleikinn, staðan 58-47. Heimamenn juku forskot sitt svo enn frekar í þriðja leikhluta og munurinn var orðinn 20 stig þegar lokaleikhlutinn rann upp. Heimamenn gátu því siglt heim nokkuð öruggum 16 stiga sigri, 123-107, og leiða einvígið nú 1-0. Jordan Poole var stigahæstur í liði Golden State með 30 stig, en Steph Curry, sem var að spila sinn fyrsta leik síðan 16. mars, skoraði 16. Í liði gestanna var Nikola Jokic atkvæðamestur með 25 stig og tíu fráköst. Jordan Poole poured in 30 PTS to propel the @warriors to the Game 1 victory! #DubNationJordan Poole: 30 PTS, 5 3PMKlay Thompson: 19 PTS, 5 3PMGame 2: NUGGETS vs. WARRIORSMonday, 10pm/et on TNT pic.twitter.com/6FBszTfXxN— NBA (@NBA) April 17, 2022 Þá gerði lið Minnesota Timberwolves sér lítið fyrir og vann 13 stiga útisigur á Memphis Grizzlies. Minnesota endaði í sjöunda sæti Vesturdeildarinnar en Memphis liðið í öðru og því um nokkuð óvænt úrslit að ræða. Anthony Edwards fór fyrir Minnesota í stigaskorun og setti niður 36 stig, en liðsfélagi hans, Karl-Anthony Towns, skoraði 29 og tók 13 fráköst. Anthony Edwards poured in 36 pts in his playoff debut to lift the @Timberwolves to the 1-0 series lead! #RaisedByWolves Anthony Edwards: 36 PTS, 6 AST, 2 BLK, 4 3PMKAT: 29 PTS, 13 REBT-Wolves/GrizzliesGame 2: Tues. 8:30pm/et on NBA TV#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/MCx00WMI9T— NBA (@NBA) April 16, 2022 Úrslit næturinnar Utah Jazz 99-93 Dallas Mavericks Minnesota Timberwolves 130-117 Memphis Grizzlies Toronto Raptors 111-131 Philadelphia 76ers Denver Nuggets 107-123 Golden State Warriors NBA Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Sjá meira
Nokkuð jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og það voru gestirnir frá Denver sem leiddu með einu stigi þegar fyrsta leikhluta lauk, 27-26. Stríðsmennirnir tóku þó almennilega við sér í öðrum leikhluta og skoruðu 32 stig gegn 20 stigum gestanna og fóru því með 11 stiga forskot inn í hálfleikinn, staðan 58-47. Heimamenn juku forskot sitt svo enn frekar í þriðja leikhluta og munurinn var orðinn 20 stig þegar lokaleikhlutinn rann upp. Heimamenn gátu því siglt heim nokkuð öruggum 16 stiga sigri, 123-107, og leiða einvígið nú 1-0. Jordan Poole var stigahæstur í liði Golden State með 30 stig, en Steph Curry, sem var að spila sinn fyrsta leik síðan 16. mars, skoraði 16. Í liði gestanna var Nikola Jokic atkvæðamestur með 25 stig og tíu fráköst. Jordan Poole poured in 30 PTS to propel the @warriors to the Game 1 victory! #DubNationJordan Poole: 30 PTS, 5 3PMKlay Thompson: 19 PTS, 5 3PMGame 2: NUGGETS vs. WARRIORSMonday, 10pm/et on TNT pic.twitter.com/6FBszTfXxN— NBA (@NBA) April 17, 2022 Þá gerði lið Minnesota Timberwolves sér lítið fyrir og vann 13 stiga útisigur á Memphis Grizzlies. Minnesota endaði í sjöunda sæti Vesturdeildarinnar en Memphis liðið í öðru og því um nokkuð óvænt úrslit að ræða. Anthony Edwards fór fyrir Minnesota í stigaskorun og setti niður 36 stig, en liðsfélagi hans, Karl-Anthony Towns, skoraði 29 og tók 13 fráköst. Anthony Edwards poured in 36 pts in his playoff debut to lift the @Timberwolves to the 1-0 series lead! #RaisedByWolves Anthony Edwards: 36 PTS, 6 AST, 2 BLK, 4 3PMKAT: 29 PTS, 13 REBT-Wolves/GrizzliesGame 2: Tues. 8:30pm/et on NBA TV#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/MCx00WMI9T— NBA (@NBA) April 16, 2022 Úrslit næturinnar Utah Jazz 99-93 Dallas Mavericks Minnesota Timberwolves 130-117 Memphis Grizzlies Toronto Raptors 111-131 Philadelphia 76ers Denver Nuggets 107-123 Golden State Warriors
Utah Jazz 99-93 Dallas Mavericks Minnesota Timberwolves 130-117 Memphis Grizzlies Toronto Raptors 111-131 Philadelphia 76ers Denver Nuggets 107-123 Golden State Warriors
NBA Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Sjá meira