Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur ekki viljað tjá sig vegna málsins í dag en sendi fréttastofu línu síðdegis í dag um að engin formleg niðurstaða hafi verið af fundinum og að málið verði unnið áfram á næstu dögum.
Samkvæmt heimildum var fundur stjórnar VR talsvert lengri en áætlað var, eða rúmri klukkustund. Fundurinn er sagður hafa verið góður og hreinskiptinn en að skiptar skoðanir hafi verið á meðal fólks – ekki síst í ljósi þess að um tíu þeirra starfsmanna sem sagt var upp hjá Eflingu séu félagsmenn VR og að bregðast þurfi við án þess að bera hagsmuni þeirra fyrir borð.
Allt kapp sé lagt á að komast að farsælli niðurstöðu hratt og örugglega og ekki er útilokað að stjórnin hittist aftur í kvöld.