Gerendur þurfi að axla fulla ábyrgð stígi þeir fram Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. apríl 2022 08:14 Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Vísir Talskona Stígamóta segir það jákvæða breytingu að gerandi stígi fram til að axla ábyrgð á sínum gjörðum eins og tónlistarmaðurinn Auður gerði í viðtali fréttastofu í vikunni. Það sé þó of snemmt að ræða hvort hvort gerendur eigi afturkvæmt í samfélagið. Tónlistarmaðurinn Auður steig nýverið fram í viðtali við Ísland í dag þar sem hann sagðist axla ábyrgð á ásökunum kvenna sem hafa sakað hann um að hafa brotið á sér, verið ógnandi og farið yfir mörk. Talskona Stígamóta segir það lengi hafa verið ákall að gerendur stígi fram og axli ábyrgð. „Þetta er ákveðin breyting að það er einhver sem stígur fram og segist taka ábyrgð, það er breyting frá því sem við höfum áður séð þar sem að yfirleitt þegar menn eru ásakaðir þá bregðast við með meira ofbeldi og meiri ásökunum og lögsóknum og svo framvegis,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Viðtalið telur hún þó ekki gallalaust og vísar til þess ekki hafi verið talað beint um ofbeldi eða nauðgun, eins og brotaþolar lýstu. „Ábyrgðin felst auðvitað í því að gangast fyllilega við upplifun brotaþolanna,“ segir Steinunn. „En vonandi hvetur þetta þá sem eru ásakaðir um brot, til þess að hugsa sinn gang, leita sér aðstoðar, skoða í hverju þeirra ábyrgð felst og að gangast við þessu og breyta hegðuninni í framhaldinu, það skiptir mestu máli,“ segir hún ennfremur. Hún segir umræðuna í sífelldri þróun en áfram sé mikilvægt að hlusta á þolendur. Eiga menn afturkvæmt í samfélagið eftir ofbeldisbrot? „Já, ég held að flestir ofbeldismenn séu partur af þessu samfélagi, þeir eiga enn þá sínar fjölskyldur, sína vini, fullt af fólki sem stendur með þeim. Þetta snýst kannski frekar um eiga þeir afturkvæmt í sviðsljósið og ég held bara að það sé ekki tímabært að svara þeirri spurningu nokkrum mánuðum eftir að maður er sakaður um alvarleg ofbeldisbrot.“ MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Móðir Auðar segir síðasta ár það erfiðasta lífs síns Ingibjörg Ragnarsdóttir, móðir Auðuns Lútherssonar, segist afar stolt af því að sonur hennar hafi stigið fram og greint frá sinni hlið en hann hefur mátt sæta ásökunum um kynferðisofbeldi. 13. apríl 2022 14:14 „Bið um að vera dæmdur út frá gjörðum mínum en ekki því sem er ósatt“ Það er í grunninn munur á að trúa orðrómum og trúa þolendum. Ég get ekki tekið ábyrgð á því sem er ósatt, segir tónlistarmaðurinn Auður. Hann segist axla ábyrgð á ásökunum kvenna sem hafa sakað hann um að hafa brotið á sér, verið ógnandi og að hafa farið yfir mörk en hafnar algjörlega orðrómum um þöggunarsamninga og brot gegn ólögráða stúlkum. 12. apríl 2022 19:14 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Auður steig nýverið fram í viðtali við Ísland í dag þar sem hann sagðist axla ábyrgð á ásökunum kvenna sem hafa sakað hann um að hafa brotið á sér, verið ógnandi og farið yfir mörk. Talskona Stígamóta segir það lengi hafa verið ákall að gerendur stígi fram og axli ábyrgð. „Þetta er ákveðin breyting að það er einhver sem stígur fram og segist taka ábyrgð, það er breyting frá því sem við höfum áður séð þar sem að yfirleitt þegar menn eru ásakaðir þá bregðast við með meira ofbeldi og meiri ásökunum og lögsóknum og svo framvegis,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Viðtalið telur hún þó ekki gallalaust og vísar til þess ekki hafi verið talað beint um ofbeldi eða nauðgun, eins og brotaþolar lýstu. „Ábyrgðin felst auðvitað í því að gangast fyllilega við upplifun brotaþolanna,“ segir Steinunn. „En vonandi hvetur þetta þá sem eru ásakaðir um brot, til þess að hugsa sinn gang, leita sér aðstoðar, skoða í hverju þeirra ábyrgð felst og að gangast við þessu og breyta hegðuninni í framhaldinu, það skiptir mestu máli,“ segir hún ennfremur. Hún segir umræðuna í sífelldri þróun en áfram sé mikilvægt að hlusta á þolendur. Eiga menn afturkvæmt í samfélagið eftir ofbeldisbrot? „Já, ég held að flestir ofbeldismenn séu partur af þessu samfélagi, þeir eiga enn þá sínar fjölskyldur, sína vini, fullt af fólki sem stendur með þeim. Þetta snýst kannski frekar um eiga þeir afturkvæmt í sviðsljósið og ég held bara að það sé ekki tímabært að svara þeirri spurningu nokkrum mánuðum eftir að maður er sakaður um alvarleg ofbeldisbrot.“
MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Móðir Auðar segir síðasta ár það erfiðasta lífs síns Ingibjörg Ragnarsdóttir, móðir Auðuns Lútherssonar, segist afar stolt af því að sonur hennar hafi stigið fram og greint frá sinni hlið en hann hefur mátt sæta ásökunum um kynferðisofbeldi. 13. apríl 2022 14:14 „Bið um að vera dæmdur út frá gjörðum mínum en ekki því sem er ósatt“ Það er í grunninn munur á að trúa orðrómum og trúa þolendum. Ég get ekki tekið ábyrgð á því sem er ósatt, segir tónlistarmaðurinn Auður. Hann segist axla ábyrgð á ásökunum kvenna sem hafa sakað hann um að hafa brotið á sér, verið ógnandi og að hafa farið yfir mörk en hafnar algjörlega orðrómum um þöggunarsamninga og brot gegn ólögráða stúlkum. 12. apríl 2022 19:14 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Móðir Auðar segir síðasta ár það erfiðasta lífs síns Ingibjörg Ragnarsdóttir, móðir Auðuns Lútherssonar, segist afar stolt af því að sonur hennar hafi stigið fram og greint frá sinni hlið en hann hefur mátt sæta ásökunum um kynferðisofbeldi. 13. apríl 2022 14:14
„Bið um að vera dæmdur út frá gjörðum mínum en ekki því sem er ósatt“ Það er í grunninn munur á að trúa orðrómum og trúa þolendum. Ég get ekki tekið ábyrgð á því sem er ósatt, segir tónlistarmaðurinn Auður. Hann segist axla ábyrgð á ásökunum kvenna sem hafa sakað hann um að hafa brotið á sér, verið ógnandi og að hafa farið yfir mörk en hafnar algjörlega orðrómum um þöggunarsamninga og brot gegn ólögráða stúlkum. 12. apríl 2022 19:14