Stúkan um Hemma Hreiðars: Hann er þetta Eyja-DNA Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. apríl 2022 08:01 Kjartan Atli Kjartansson, Reynir Leósson og Albert Brynjar Ingason fóru yfir þau sex lið sem spáð er í neðri hluta Bestu-deildarinnar í sumar. Vísir Kjartan Atli Kjartansson fékk þá Reyni Leósson og Albert Brynjar Ingason til að fara yfir liðin sem spáð er í neðri hluta Bestu-deildar karla í sérstökum upphitunarþætti Stúkunnar í gær. ÍBV er spáð níunda sæti og það er ekki hægt að ræða Eyjamenn án þess að minnast á þjálfara liðsins, Hermann Hreiðarsson. Innslagið hófst á því að sérfræðingar þáttarins voru að fara yfir leikmannamarkað Eyjamanna, en svo var skipt yfir á skrautleg augnablik á þjálfaraferli Hemma. Meðal annars þegar hann skipti sjálfum sér inn á í leik með ÍBV. Strákarnir í settinu gátu hlegið að þessum myndum, en vildu þó meina að Hemmi væri búinn að róast og þroskast sem þjálfari. „Það blæs í kringum hann, en hann er orðinn rólegri í dag,“ sagði Reynir áður en Albert stökk inn í og sagði að Hemmi væri búinn að þroskast. „En við verðum líka að bera virðingu fyrir því hjá Hemma að kemur og byrjar að þjálfa ÍBV og svo Fylki og það endar ekkert sérstaklega vel og hann fer svo út. Þetta er hans draumur og hans ástríða að verða þjálfari,“ hélt Reynir áfram. „Hann er búinn að vera að harka í því að fara til Englands og vinna þar. En þetta stór týpa, þetta stór karakter, hann tekur skrefið og tekur við Þrótti Vogum. Með fullri virðingu fyrir þeim fína klúbbi þá tekur hann það og gerir það af þeirri ástríðu og atvinnumennsku sem vill standa fyrir og fer með þá upp.“ „Þannig að maður verður að bera virðingu fyrir þessum gæja sem er búinn að spila í ensku úrvalsdeildinni í öll þessi ár og var örugglega með draum um að verða þjálfari einhvers staðar erlendis. Hann er tilbúinn að taka þetta skref til þess að halda áfram í þessu.“ Albert var sammála kollega sínum og rifjaði upp tíma sinn hjá Fylki þegar hann lék undir stjórn Hemma. „Hann er mjög metnaðarfullur þjálfari og ætlar sér langt í þjálfun. Þó svo að tímabilið hafi farið illa hjá okkur þegar hann var að þjálfa uppi í Árbæ þá hafði hann alltaf hópinn með sér, sama hvað. Eftir tímabilið þá vildi stærstur hluti hópsins halda honum,“ sagði Albert. „Það segir mjög mikið að í svona mótlæti að hafa samt alla með sér. Það var þannig með Hemma, það er auðvelt að fylgja honum.“ Kjartan greip þá boltann á lofti og sagði að Hemmi gæti verið lykillinn að því að Eyjamenn nái langt í sumar. „Ég var að hugsa þetta í undirbúningi fyrir þáttinn. Þetta Eyja-DNA, hann á einhvern veginn heima þar. En hann er þetta Eyja-DNA. Hann er holdgervingur þess sem manni finnst ÍBV standa fyrir. Kraftur, fagmennska og svona einhver trú á sjálfan sig sem Eyjamenn verða að ná að tappa inn í ef þeir ætla að gera rósir í sumar.“ Klippa: Stúkan um Hemma Hreiðars Besta deild karla ÍBV Stúkan Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
Innslagið hófst á því að sérfræðingar þáttarins voru að fara yfir leikmannamarkað Eyjamanna, en svo var skipt yfir á skrautleg augnablik á þjálfaraferli Hemma. Meðal annars þegar hann skipti sjálfum sér inn á í leik með ÍBV. Strákarnir í settinu gátu hlegið að þessum myndum, en vildu þó meina að Hemmi væri búinn að róast og þroskast sem þjálfari. „Það blæs í kringum hann, en hann er orðinn rólegri í dag,“ sagði Reynir áður en Albert stökk inn í og sagði að Hemmi væri búinn að þroskast. „En við verðum líka að bera virðingu fyrir því hjá Hemma að kemur og byrjar að þjálfa ÍBV og svo Fylki og það endar ekkert sérstaklega vel og hann fer svo út. Þetta er hans draumur og hans ástríða að verða þjálfari,“ hélt Reynir áfram. „Hann er búinn að vera að harka í því að fara til Englands og vinna þar. En þetta stór týpa, þetta stór karakter, hann tekur skrefið og tekur við Þrótti Vogum. Með fullri virðingu fyrir þeim fína klúbbi þá tekur hann það og gerir það af þeirri ástríðu og atvinnumennsku sem vill standa fyrir og fer með þá upp.“ „Þannig að maður verður að bera virðingu fyrir þessum gæja sem er búinn að spila í ensku úrvalsdeildinni í öll þessi ár og var örugglega með draum um að verða þjálfari einhvers staðar erlendis. Hann er tilbúinn að taka þetta skref til þess að halda áfram í þessu.“ Albert var sammála kollega sínum og rifjaði upp tíma sinn hjá Fylki þegar hann lék undir stjórn Hemma. „Hann er mjög metnaðarfullur þjálfari og ætlar sér langt í þjálfun. Þó svo að tímabilið hafi farið illa hjá okkur þegar hann var að þjálfa uppi í Árbæ þá hafði hann alltaf hópinn með sér, sama hvað. Eftir tímabilið þá vildi stærstur hluti hópsins halda honum,“ sagði Albert. „Það segir mjög mikið að í svona mótlæti að hafa samt alla með sér. Það var þannig með Hemma, það er auðvelt að fylgja honum.“ Kjartan greip þá boltann á lofti og sagði að Hemmi gæti verið lykillinn að því að Eyjamenn nái langt í sumar. „Ég var að hugsa þetta í undirbúningi fyrir þáttinn. Þetta Eyja-DNA, hann á einhvern veginn heima þar. En hann er þetta Eyja-DNA. Hann er holdgervingur þess sem manni finnst ÍBV standa fyrir. Kraftur, fagmennska og svona einhver trú á sjálfan sig sem Eyjamenn verða að ná að tappa inn í ef þeir ætla að gera rósir í sumar.“ Klippa: Stúkan um Hemma Hreiðars
Besta deild karla ÍBV Stúkan Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira