Garðabær í sterkri stöðu Almar Guðmundsson skrifar 13. apríl 2022 18:01 Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ hefur fagnað góðu gengi um langt skeið. Fyrir það við erum við afar þakklát og tökum stuðningi bæjarbúa aldrei sem gefnum hlut. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum fékk Sjálfstæðisflokkurinn rúm 62% atkvæða sem er talsvert umfram fylgi flokksins á landsvísu og hér í kjördæminu. Það sýnir að bæjarbúar kunna vel að meta okkar áherslur og ef þið viljið halda í þær biðjum við enn á ný um ykkar stuðning. Áframhaldandi velgengni – nýliðun í bland við mikla reynslu Það er vor í lofti og nú er nýafstaðið prófkjör í okkar hópi sem tryggði æskilega nýliðun í bland við mikla reynslu. Með sanni má segja að það verða kynslóðaskipti í hópi bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Slíkum tímamótum fylgir ný og fersk sýn og óbeislaður kraftur, þótt við munum áfram byggja okkar starf á traustum grunni þeirra sem á undan fóru. Við höfum áfram það meginmarkmið að tryggja að Garðabær verði meðal þeirra sveitarfélaga sem best þykja standa sig á öllum sviðum. Við hvorki erum né verðum laus við áskoranir og flókin úrlausnarefni, fremur en aðrir á þeirri vegferð, en þegar markmiðið er skýrt aukast líkur á árangri. Við höfum alltaf lagt áherslu á að heyra frá bæjarbúum um verkefnin og þjónustuna í bænum. Þess vegna er það ánægjulegt að íbúar gefa þjónustunni mjög háa einkunn í árlegum þjónustukönnunum. Ég tel að skýra megi velgengni Garðabæjar með þrenns konar hætti. Í fyrsta lagi hefur uppbygging þjónustu og innviða haldist í hendur við uppbyggingu hverfa. Íbúar hafa getað treyst því að skólar, leikskólar og önnur þjónusta þróist í góðum takti við fjölgun íbúa. Í öðru lagi byggir fjármálastjórn bæjarins á lágum álögum á íbúa en á sama tíma góðum rekstri og ábyrgri skuldastefnu. Þetta hefur skilað sér í getu Garðabæjar til að byggja upp nauðsynlega innviði án þess að senda skattgreiðendum framtíðar reikninginn. Í þriðja lagi hefur verið lögð áhersla á góða aðstöðu fyrir skólastarf, íþróttir, útivist, félagsþjónustu og fleiri málaflokka. Þannig er alltaf í forgrunni að fagfólkið okkar hafi góða starfsaðstöðu og tækifæri til að þróa sitt starf til að auka megi gæði og fjölbreytileika, bæjarbúum til heilla. Framtíðin er björt í Garðabæ Við höfum ríka ástæðu til að horfa björtum augum fram á veg. Ólíkt mörgum sveitarfélögum er fjárhagsstaða Garðabæjar sterk og traust. Við höfum burði til að fjárfesta og létta undir með íbúum, eins og sannaðist í heimsfaraldrinum. Ný hverfi eru að rísa vítt og breitt um bæinn sem verða byggð af miklum metnaði og nú eigum við Miðgarð sem gjörbreytir aðstöðu til fjölbreyttrar íþróttaiðkunar fyrir bæjarbúa. Við höfum tekið stór græn skref fram á við í rekstri bæjarins og friðlýst fleiri náttúruperlur í bæjarlandinu. Þessi opnu grænu svæði eru uppspretta lífsgæða okkar og komandi kynslóða. Verslun og þjónusta er að styrkjast í bænum, ekki bara á Garðatorgi heldur um allan bæ. Það er spennandi að búa í Garðabæ því hér eru möguleikarnir miklir. Hvort sem við erum fædd hér og uppalin eða höfum valið okkur að flytjast hingað þá finnum við í hjarta okkar að við erum stolt af því að vera Garðbæingar og viljum bænum okkar allt hið besta. Það endurspeglast í bæjarbragnum, sem getur verið erfitt að festa orð á en einkennist af blöndu samheldni, jákvæðni, metnaði og náungakærleik. Við bjóðum fram öflugan hóp frambjóðenda sem býr yfir bæði reynslu og nýrri nálgun. Við viljum varðveita það sem skiptir okkur máli um leið og við höldum áfram að byggja upp bæinn okkar og þróa þjónustuna til móts við nýja tíma. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Almar Guðmundsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Skoðun Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ hefur fagnað góðu gengi um langt skeið. Fyrir það við erum við afar þakklát og tökum stuðningi bæjarbúa aldrei sem gefnum hlut. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum fékk Sjálfstæðisflokkurinn rúm 62% atkvæða sem er talsvert umfram fylgi flokksins á landsvísu og hér í kjördæminu. Það sýnir að bæjarbúar kunna vel að meta okkar áherslur og ef þið viljið halda í þær biðjum við enn á ný um ykkar stuðning. Áframhaldandi velgengni – nýliðun í bland við mikla reynslu Það er vor í lofti og nú er nýafstaðið prófkjör í okkar hópi sem tryggði æskilega nýliðun í bland við mikla reynslu. Með sanni má segja að það verða kynslóðaskipti í hópi bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Slíkum tímamótum fylgir ný og fersk sýn og óbeislaður kraftur, þótt við munum áfram byggja okkar starf á traustum grunni þeirra sem á undan fóru. Við höfum áfram það meginmarkmið að tryggja að Garðabær verði meðal þeirra sveitarfélaga sem best þykja standa sig á öllum sviðum. Við hvorki erum né verðum laus við áskoranir og flókin úrlausnarefni, fremur en aðrir á þeirri vegferð, en þegar markmiðið er skýrt aukast líkur á árangri. Við höfum alltaf lagt áherslu á að heyra frá bæjarbúum um verkefnin og þjónustuna í bænum. Þess vegna er það ánægjulegt að íbúar gefa þjónustunni mjög háa einkunn í árlegum þjónustukönnunum. Ég tel að skýra megi velgengni Garðabæjar með þrenns konar hætti. Í fyrsta lagi hefur uppbygging þjónustu og innviða haldist í hendur við uppbyggingu hverfa. Íbúar hafa getað treyst því að skólar, leikskólar og önnur þjónusta þróist í góðum takti við fjölgun íbúa. Í öðru lagi byggir fjármálastjórn bæjarins á lágum álögum á íbúa en á sama tíma góðum rekstri og ábyrgri skuldastefnu. Þetta hefur skilað sér í getu Garðabæjar til að byggja upp nauðsynlega innviði án þess að senda skattgreiðendum framtíðar reikninginn. Í þriðja lagi hefur verið lögð áhersla á góða aðstöðu fyrir skólastarf, íþróttir, útivist, félagsþjónustu og fleiri málaflokka. Þannig er alltaf í forgrunni að fagfólkið okkar hafi góða starfsaðstöðu og tækifæri til að þróa sitt starf til að auka megi gæði og fjölbreytileika, bæjarbúum til heilla. Framtíðin er björt í Garðabæ Við höfum ríka ástæðu til að horfa björtum augum fram á veg. Ólíkt mörgum sveitarfélögum er fjárhagsstaða Garðabæjar sterk og traust. Við höfum burði til að fjárfesta og létta undir með íbúum, eins og sannaðist í heimsfaraldrinum. Ný hverfi eru að rísa vítt og breitt um bæinn sem verða byggð af miklum metnaði og nú eigum við Miðgarð sem gjörbreytir aðstöðu til fjölbreyttrar íþróttaiðkunar fyrir bæjarbúa. Við höfum tekið stór græn skref fram á við í rekstri bæjarins og friðlýst fleiri náttúruperlur í bæjarlandinu. Þessi opnu grænu svæði eru uppspretta lífsgæða okkar og komandi kynslóða. Verslun og þjónusta er að styrkjast í bænum, ekki bara á Garðatorgi heldur um allan bæ. Það er spennandi að búa í Garðabæ því hér eru möguleikarnir miklir. Hvort sem við erum fædd hér og uppalin eða höfum valið okkur að flytjast hingað þá finnum við í hjarta okkar að við erum stolt af því að vera Garðbæingar og viljum bænum okkar allt hið besta. Það endurspeglast í bæjarbragnum, sem getur verið erfitt að festa orð á en einkennist af blöndu samheldni, jákvæðni, metnaði og náungakærleik. Við bjóðum fram öflugan hóp frambjóðenda sem býr yfir bæði reynslu og nýrri nálgun. Við viljum varðveita það sem skiptir okkur máli um leið og við höldum áfram að byggja upp bæinn okkar og þróa þjónustuna til móts við nýja tíma. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun