Óli Björn varar Lilju við því að svíkja lit Jakob Bjarnar skrifar 13. apríl 2022 12:41 Ekki þarf bókmenntafræðing til að átta sig á því hvert Óli Björn beinir spjótum sínum; ef Lilja hefur sig ekki hæga á hún það á hættu að verða neðanmálsgrein í stjórnmálasögunni. vísir/vilhelm Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sendir Lilju D. Alfreðsdóttur, varaformanni Framsóknarflokksins eiturpillu í grein sem hann birtir í Mogga dagsins. Óli Björn talar um að Ísland sé land samsteypuríkisstjórna og forsenda þess að slíkt samstarf gangi sé að traust og trúnaður ríki milli forystumanna flokkanna. Hann segir flókið að mynda slíkar stjórnir þannig að flokkum takist að halda í sín stefnumið, þá gagnvart kjósendum sínum og eðlilegt sé við slíkar aðstæður að stundum mæti mótbyr. Mikilvægi samstöðunnar „Engin ríkisstjórn kemst í gegnum kjörtímabil án þess að vindar blási á móti af og til. Í mótvindi reynir á ráðherra og stjórnarliða. Þá reynir á pólitískan karakter stjórnmálamanna – hvort þeir hafa burði til að standa heilir að baki ákvörðunum sem þeir tóku þátt í að taka eða hlaupa undan ábyrgð og reyna að varpa henni á aðra,“ segir Óli Björn. Skopmyndateiknari Morgunblaðsins dregur upp mynd af Lilju þar sem hún hendir sprengju inn í ríkisstjórnarsamstarfið.skjáskot Þó hann tali undir rós og nefni engin nöfn ræður samhengi merkingunni og þarf enga bókmenntafræðinga til að lesa hér á milli lína, hvert þingflokksformaðurinn beinir spjótum sínum. Efst á baugi frétta vikunnar sem snúa að stjórnmálunum hafa verið orð Lilju þess efnis að hún hafi verið mótfallin því hvernig staðið var að sölu Íslandsbanka. Lilja verður neðanmálsgrein og léttavigt sjái hún ekki að sér Orð Lilju um bankasöluna eru umfjöllunarefni Ívars, skopmyndateiknara Morgunblaðsins í dag en sjá má mynd af Lilju þar sem hún beinlínis hendir sprengju í ríkisstjórnarsamstarfið. Grein Óla Björns í Mogga dagsins. Ekkert fer á milli mála hvert hann beinir orðum sínum þó ekki séu nein nöfn nefnd.skjáskot Óli Björn varar Lilju, sem þó er aldrei nefnd í grein þingflokksformannsins, við og vænir hana óbeint um lýðskrum í niðurlagi greinar sinnar: „Slíkir stjórnmálamenn verða yfirleitt ekki annað en léttavigt – marka aldrei spor í söguna – verða í besta falli tilefni fyrir neðanmálsgrein í stjórnmálasögunni. Þeirra verður getið í sömu neðanmálsgrein sem greinir frá þeim sem hæst hrópa með stóryrðum, svívirðingum og dómum um menn og málefni,“ segir Óli Björn. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Segir að Lilja hefði getað forðað stórslysi ef hún hefði bara talað skýrt Sigmar Guðmundsson alþingismaður segir í aðsendri grein á Vísi að Lilja Dögg Alfreðsdóttir hefði mátt tala skýrar því þannig hefði mátt afstýra stórslysi sem Sigmar vill meina að salan á hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið. 11. apríl 2022 14:32 Katrín kannast ekkert við andstöðu Lilju Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kannast ekki við að Lilja D. Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra hafi viljað færa til bókar andstöðu sína við fyrirkomulag útboðs á hlutum í Íslandsbanka. 11. apríl 2022 16:51 Lilja gagnrýnir söluferli Íslandsbanka og segir ekki koma til greina að selja Landsbankann Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segist hafa verið mótfallin þeirri ákvörðun að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta og bendir á að ekkert í stöðu þjóðarbúsins hafi kallað á bankasölu nú. 11. apríl 2022 06:49 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira
Óli Björn talar um að Ísland sé land samsteypuríkisstjórna og forsenda þess að slíkt samstarf gangi sé að traust og trúnaður ríki milli forystumanna flokkanna. Hann segir flókið að mynda slíkar stjórnir þannig að flokkum takist að halda í sín stefnumið, þá gagnvart kjósendum sínum og eðlilegt sé við slíkar aðstæður að stundum mæti mótbyr. Mikilvægi samstöðunnar „Engin ríkisstjórn kemst í gegnum kjörtímabil án þess að vindar blási á móti af og til. Í mótvindi reynir á ráðherra og stjórnarliða. Þá reynir á pólitískan karakter stjórnmálamanna – hvort þeir hafa burði til að standa heilir að baki ákvörðunum sem þeir tóku þátt í að taka eða hlaupa undan ábyrgð og reyna að varpa henni á aðra,“ segir Óli Björn. Skopmyndateiknari Morgunblaðsins dregur upp mynd af Lilju þar sem hún hendir sprengju inn í ríkisstjórnarsamstarfið.skjáskot Þó hann tali undir rós og nefni engin nöfn ræður samhengi merkingunni og þarf enga bókmenntafræðinga til að lesa hér á milli lína, hvert þingflokksformaðurinn beinir spjótum sínum. Efst á baugi frétta vikunnar sem snúa að stjórnmálunum hafa verið orð Lilju þess efnis að hún hafi verið mótfallin því hvernig staðið var að sölu Íslandsbanka. Lilja verður neðanmálsgrein og léttavigt sjái hún ekki að sér Orð Lilju um bankasöluna eru umfjöllunarefni Ívars, skopmyndateiknara Morgunblaðsins í dag en sjá má mynd af Lilju þar sem hún beinlínis hendir sprengju í ríkisstjórnarsamstarfið. Grein Óla Björns í Mogga dagsins. Ekkert fer á milli mála hvert hann beinir orðum sínum þó ekki séu nein nöfn nefnd.skjáskot Óli Björn varar Lilju, sem þó er aldrei nefnd í grein þingflokksformannsins, við og vænir hana óbeint um lýðskrum í niðurlagi greinar sinnar: „Slíkir stjórnmálamenn verða yfirleitt ekki annað en léttavigt – marka aldrei spor í söguna – verða í besta falli tilefni fyrir neðanmálsgrein í stjórnmálasögunni. Þeirra verður getið í sömu neðanmálsgrein sem greinir frá þeim sem hæst hrópa með stóryrðum, svívirðingum og dómum um menn og málefni,“ segir Óli Björn.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Segir að Lilja hefði getað forðað stórslysi ef hún hefði bara talað skýrt Sigmar Guðmundsson alþingismaður segir í aðsendri grein á Vísi að Lilja Dögg Alfreðsdóttir hefði mátt tala skýrar því þannig hefði mátt afstýra stórslysi sem Sigmar vill meina að salan á hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið. 11. apríl 2022 14:32 Katrín kannast ekkert við andstöðu Lilju Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kannast ekki við að Lilja D. Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra hafi viljað færa til bókar andstöðu sína við fyrirkomulag útboðs á hlutum í Íslandsbanka. 11. apríl 2022 16:51 Lilja gagnrýnir söluferli Íslandsbanka og segir ekki koma til greina að selja Landsbankann Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segist hafa verið mótfallin þeirri ákvörðun að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta og bendir á að ekkert í stöðu þjóðarbúsins hafi kallað á bankasölu nú. 11. apríl 2022 06:49 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira
Segir að Lilja hefði getað forðað stórslysi ef hún hefði bara talað skýrt Sigmar Guðmundsson alþingismaður segir í aðsendri grein á Vísi að Lilja Dögg Alfreðsdóttir hefði mátt tala skýrar því þannig hefði mátt afstýra stórslysi sem Sigmar vill meina að salan á hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið. 11. apríl 2022 14:32
Katrín kannast ekkert við andstöðu Lilju Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kannast ekki við að Lilja D. Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra hafi viljað færa til bókar andstöðu sína við fyrirkomulag útboðs á hlutum í Íslandsbanka. 11. apríl 2022 16:51
Lilja gagnrýnir söluferli Íslandsbanka og segir ekki koma til greina að selja Landsbankann Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segist hafa verið mótfallin þeirri ákvörðun að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta og bendir á að ekkert í stöðu þjóðarbúsins hafi kallað á bankasölu nú. 11. apríl 2022 06:49