Musk tekur ekki sæti í stjórn Twitter Atli Ísleifsson skrifar 11. apríl 2022 07:47 Elon Musk er ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla. AP Bandaríski auðjöfurinn Elon Musk hefur ákveðið að taka ekki sæti í stjórn samfélagsmiðlarisans Twitter. Parag Agrawal, framkvæmdastjóri Twitter, greindi frá þessu í dag, en Elon Musk varð á dögunum stærsti einstaki hluthafinn í Twitter eftir að hafa keypt 9,2 prósenta hlut. BBC segir frá því að til hafi staðið að Musk, sem er ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, tæki sæti í stjórninni síðasta laugardag, en Agrawal greindi svo frá því í dag að það myndi ekki gerast eftir allt saman. Agrawal sagði að þrátt fyrir það myndi stjórn Twitter áfram hlusta á það sem Musk hefði að segja um félagið, þrátt fyrir að hann sæti ekki formlega í sjálfri stjórninni. Agrawal segir þetta fyrirkomulag vera fyrir bestu. Elon has decided not to join our board. I sent a brief note to the company, sharing with you all here. pic.twitter.com/lfrXACavvk— Parag Agrawal (@paraga) April 11, 2022 Musk keypti um 73 milljónir hluta í Twitter fyrir um 2,9 milljarða Bandaríkjadala í upphafi síðustu viku. Á hann nú 9,2 prósenta hlut, eða um fjórum sinnum meira en Jack Dorsey, stofnandi miðilsins. Bréf í Twitter hækkuðu um 27 prósent síðasta mánudag, eftir að tilkynnt var um kaup Musks í félaginu. Twitter Bandaríkin Tesla SpaceX Tengdar fréttir Elon Musk kaupir 9,2 prósenta hlut í Twitter Auðjöfurinn Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, hefur keypt 9,2 prósenta hlut í samfélagsmiðlarisanum Twitter. 4. apríl 2022 11:30 Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
BBC segir frá því að til hafi staðið að Musk, sem er ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, tæki sæti í stjórninni síðasta laugardag, en Agrawal greindi svo frá því í dag að það myndi ekki gerast eftir allt saman. Agrawal sagði að þrátt fyrir það myndi stjórn Twitter áfram hlusta á það sem Musk hefði að segja um félagið, þrátt fyrir að hann sæti ekki formlega í sjálfri stjórninni. Agrawal segir þetta fyrirkomulag vera fyrir bestu. Elon has decided not to join our board. I sent a brief note to the company, sharing with you all here. pic.twitter.com/lfrXACavvk— Parag Agrawal (@paraga) April 11, 2022 Musk keypti um 73 milljónir hluta í Twitter fyrir um 2,9 milljarða Bandaríkjadala í upphafi síðustu viku. Á hann nú 9,2 prósenta hlut, eða um fjórum sinnum meira en Jack Dorsey, stofnandi miðilsins. Bréf í Twitter hækkuðu um 27 prósent síðasta mánudag, eftir að tilkynnt var um kaup Musks í félaginu.
Twitter Bandaríkin Tesla SpaceX Tengdar fréttir Elon Musk kaupir 9,2 prósenta hlut í Twitter Auðjöfurinn Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, hefur keypt 9,2 prósenta hlut í samfélagsmiðlarisanum Twitter. 4. apríl 2022 11:30 Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Elon Musk kaupir 9,2 prósenta hlut í Twitter Auðjöfurinn Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, hefur keypt 9,2 prósenta hlut í samfélagsmiðlarisanum Twitter. 4. apríl 2022 11:30