Er Hafnarfjörður að breytast úr fallegu sjávarþorpi í úthverfi Reykjavíkur? Jón Ingi Hákonarson skrifar 11. apríl 2022 08:31 Er hagkvæmt að þenja út byggðina? Stutta svarið er nei. Langa svarið er að það er hagkvæmt fyrir verktakana en fyrir sveitarfélagið Hafnarfjörð og íbúa þess er það mjög dýrt. Það er rándýrt að vera með lengra gatnakerfi sem þarf að moka og halda við. Það er dýrt að leggja og reka lengri veitulagnir, það er kostnaðarsamt að byggja fleiri skóla og reka þá í stað þess að nýta betur vannýtta skóla og það er dýrt að láta strætó aka fleiri kílómetra. Rekstrarkostnaður útþenslustefnunnar er mikill. Það er kannski auðveldara til skamms tíma að byggja bara ný úthverfi í upplandi Hafnarfjarðar þar sem rekstrarkostnaðurinn bítur ekki fyrr en seinna. Sá höfuðverkur verður annarra að eiga við en núverandi valdhafa. Þessi værukærð, metnaðarleysi og skortur á framtíðarsýn leiðir til þess óhjákvæmilega að Hafnarfjörður er smám saman að verða úthverfi á höfuðborgarsvæðinu. Það er erfitt og flókið að byggja upp góðan og áhugaverðan bæ, en auðvelt að byggja úthverfi og svefnbæi. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn í Hafnarfirði hafa sýnt á spilin á þessu kjörtímabili. Þegar á reynir velja þeir auðveldu leiðina, hafna metnaðarfullum þéttingarhugmyndum en velja þess í stað úthverfaleiðina. Komnar voru fram hugmyndir 2018 um áhugavert og lifandi hverfi Hraun Vestur en meirihlutanum hefur tekist að breyta þeim hugmyndum í enn eitt úthverfið. Það eru einnig komnar fram áhugaverðar hugmyndir um uppbyggingu Flensborgarhafnar en ég óttast það að núverandi meirihluti muni einnig breyta því í einsleitt úthverfi. Nýjasta útspil meirihlutans er svo að brjóta sig út úr svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til að byggja í upplandinu úthverfi fljótt og örugglega með öllum þeim mikla tilkostnaði sem íbúar Hafnarfjarðar þurfa að greiða til allrar framtíðar. Það skiptir máli að kynna sér raunverulegar ákvarðanir flokka þegar þeir hafa ákvarðanavaldið. Hljóð og mynd fara svo sannarlega ekki saman. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eru á góðri leið með að breyta Hafnarfirði í úthverfi. Það má ekki gerast. Kæri kjósandi, þann 14. maí er valið og valdið þitt. Meiri fagmennsku, meiri metnað, meiri Viðreisn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Hafnarfjörður Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Er hagkvæmt að þenja út byggðina? Stutta svarið er nei. Langa svarið er að það er hagkvæmt fyrir verktakana en fyrir sveitarfélagið Hafnarfjörð og íbúa þess er það mjög dýrt. Það er rándýrt að vera með lengra gatnakerfi sem þarf að moka og halda við. Það er dýrt að leggja og reka lengri veitulagnir, það er kostnaðarsamt að byggja fleiri skóla og reka þá í stað þess að nýta betur vannýtta skóla og það er dýrt að láta strætó aka fleiri kílómetra. Rekstrarkostnaður útþenslustefnunnar er mikill. Það er kannski auðveldara til skamms tíma að byggja bara ný úthverfi í upplandi Hafnarfjarðar þar sem rekstrarkostnaðurinn bítur ekki fyrr en seinna. Sá höfuðverkur verður annarra að eiga við en núverandi valdhafa. Þessi værukærð, metnaðarleysi og skortur á framtíðarsýn leiðir til þess óhjákvæmilega að Hafnarfjörður er smám saman að verða úthverfi á höfuðborgarsvæðinu. Það er erfitt og flókið að byggja upp góðan og áhugaverðan bæ, en auðvelt að byggja úthverfi og svefnbæi. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn í Hafnarfirði hafa sýnt á spilin á þessu kjörtímabili. Þegar á reynir velja þeir auðveldu leiðina, hafna metnaðarfullum þéttingarhugmyndum en velja þess í stað úthverfaleiðina. Komnar voru fram hugmyndir 2018 um áhugavert og lifandi hverfi Hraun Vestur en meirihlutanum hefur tekist að breyta þeim hugmyndum í enn eitt úthverfið. Það eru einnig komnar fram áhugaverðar hugmyndir um uppbyggingu Flensborgarhafnar en ég óttast það að núverandi meirihluti muni einnig breyta því í einsleitt úthverfi. Nýjasta útspil meirihlutans er svo að brjóta sig út úr svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til að byggja í upplandinu úthverfi fljótt og örugglega með öllum þeim mikla tilkostnaði sem íbúar Hafnarfjarðar þurfa að greiða til allrar framtíðar. Það skiptir máli að kynna sér raunverulegar ákvarðanir flokka þegar þeir hafa ákvarðanavaldið. Hljóð og mynd fara svo sannarlega ekki saman. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eru á góðri leið með að breyta Hafnarfirði í úthverfi. Það má ekki gerast. Kæri kjósandi, þann 14. maí er valið og valdið þitt. Meiri fagmennsku, meiri metnað, meiri Viðreisn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar