„Það er ekki hægt að fá nóg af þessu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. apríl 2022 20:05 Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var kampakátur í leikslok. Vísir/Hulda Margrét Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var sigurreifur eftir öruggan tólf marka sigur sinna manna gegn Selfyssingum í kvöld. Snorri gat leyft sér að brosa sínu breiðasta, enda tryggði sigurinn liðinu deildarmeistaratitilinn. „Mér líður bara mjög vel. Ég er bara mjög stoltur og ánægður með drenginga,“ sagði Snorri Steinn að leik loknum. „Þetta var erfiður titill eins og þeir allir en þessi gefur okkur rosalega mikið.“ Valsmenn unnu seinustu fjóra leiki sína í deildinni eftir slæmt tap gegn FH-ingum í lok mars. Snorri segir að leikur liðsins gegn FH hafi einfaldlega verið slæmur, en að deildarmeistaratitillinn gefi liðinu sjálfstraust fyrir úrslitakeppnina. „FH leikurinn var bara mjög lélegur og við fórum bara vel yfir það saman. Við ásökuðum okkur sjálfa af því að við vorum búnir að vera frábærir fram að því. Við unnum bikarinn bara á undan þeim leik og ég veit ekki alveg hvað veldur. Við erum bara í góðu standi og á góðum stað. Þetta gefur okkur sjálfstraust, ekkert meira en það. En nú tekur alvaran við í úrslitakeppninni.“ Fyrir leik bjuggust flestir við því að Valsmenn væru líklegri til sigurs en Selfyssingar þar sem heimamenn höfðu ekki að neinu að keppa. Fæstir bjuggust þó við því að sigur Valsara væri svo gott sem tryggður í hálfleik. „Nei, ég bjóst ekki við þessu. Þeir náttúrulega eru laskaðir og vantar nokkra menn og ég sagði hérna í viðtali fyrir leik að ég átti von á því að það yrði öðruvísi nálgun á þennan leik hjá þeim en hjá okkur. En við einbeittum okkur bara að okkur sjálfum og náðum upp okkar leik.“ Valsmenn eru nú handhafar allra stóru titlanna sem í boði eru í íslenskum handbolta. Aðspurður að því hvort að Valsmenn væru saddir svaraði Snorri einfaldlega: „Það er ekki hægt að fá nóg af þessu.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Handbolti Valur Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss 26 - 38 Valur | Valur er deildarmeistari Valur er deildarmeistari eftir stórsigur á Selfossi í lokaumferð Olís-deildar karla, 26-38. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. apríl 2022 19:28 Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
„Mér líður bara mjög vel. Ég er bara mjög stoltur og ánægður með drenginga,“ sagði Snorri Steinn að leik loknum. „Þetta var erfiður titill eins og þeir allir en þessi gefur okkur rosalega mikið.“ Valsmenn unnu seinustu fjóra leiki sína í deildinni eftir slæmt tap gegn FH-ingum í lok mars. Snorri segir að leikur liðsins gegn FH hafi einfaldlega verið slæmur, en að deildarmeistaratitillinn gefi liðinu sjálfstraust fyrir úrslitakeppnina. „FH leikurinn var bara mjög lélegur og við fórum bara vel yfir það saman. Við ásökuðum okkur sjálfa af því að við vorum búnir að vera frábærir fram að því. Við unnum bikarinn bara á undan þeim leik og ég veit ekki alveg hvað veldur. Við erum bara í góðu standi og á góðum stað. Þetta gefur okkur sjálfstraust, ekkert meira en það. En nú tekur alvaran við í úrslitakeppninni.“ Fyrir leik bjuggust flestir við því að Valsmenn væru líklegri til sigurs en Selfyssingar þar sem heimamenn höfðu ekki að neinu að keppa. Fæstir bjuggust þó við því að sigur Valsara væri svo gott sem tryggður í hálfleik. „Nei, ég bjóst ekki við þessu. Þeir náttúrulega eru laskaðir og vantar nokkra menn og ég sagði hérna í viðtali fyrir leik að ég átti von á því að það yrði öðruvísi nálgun á þennan leik hjá þeim en hjá okkur. En við einbeittum okkur bara að okkur sjálfum og náðum upp okkar leik.“ Valsmenn eru nú handhafar allra stóru titlanna sem í boði eru í íslenskum handbolta. Aðspurður að því hvort að Valsmenn væru saddir svaraði Snorri einfaldlega: „Það er ekki hægt að fá nóg af þessu.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Handbolti Valur Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss 26 - 38 Valur | Valur er deildarmeistari Valur er deildarmeistari eftir stórsigur á Selfossi í lokaumferð Olís-deildar karla, 26-38. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. apríl 2022 19:28 Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Leik lokið: Selfoss 26 - 38 Valur | Valur er deildarmeistari Valur er deildarmeistari eftir stórsigur á Selfossi í lokaumferð Olís-deildar karla, 26-38. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. apríl 2022 19:28