Frakkar kjósa milli Macrons og Le Pen Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 10. apríl 2022 23:20 Útlit er fyrir æsispennandi kosningar þann 24. apríl næstkomandi. Getty Images Emmanuel Macron, sitjandi forseti, vann fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi. Marine Le Pen er í öðru sæti en þau komust bæði áfram í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna árið 2017. Kosið verður milli þeirra tveggja þann 24. apríl næstkomandi. Emmanuel Macron fékk milli 28 og 29 prósent atkvæða í fyrstu umferð kosninganna en keppinauturinn, Marine Le Pen, fékk milli 23 og 24 prósent atkvæða samkvæmt útgönguspám. Breska ríkisútvarpið fylgdist ítarlega með. Tólf voru í framboði þetta árið en Macron vann nokkuð örugglega í seinni umferð forsetakosninganna árið 2017 með rúmlega 66 prósent atkvæða. Nú virðist Le Pen ætla að sækja á. Fylgi Macrons forseta hafði dalað í könnunum að undanförnu, á meðan Le Pen virtist njóta aukins fylgis hjá kjósendum. Nýlegar kannanir benda hins vegar til þess að mun minni munur sé á frambjóðendunum nú, og enn saxar Le Pen á forskot forsetans. Le Pen hefur nú aldrei mælst með meira fylgi og kveðst bjartsýn yfir því sem koma skal. Sérfræðingar ytra segja ljóst að Macron geti ekki búist við auðveldum sigri í komandi kosningum. Hann sagði í ávarpi fyrr í kvöld að stuðningsmenn sínir þyrftu engar áhyggjur að hafa af kosningunum. Samkvæmt stjórnmálafræðingum ytra virðast kjósendur hafa almennt skipað sér í þrjár fylkingar; Macron-breiðfylkingu, langt til hægri eða langt til vinstri. Nú á síðustu dögum kosningabaráttunnar er ljóst að margir, sem gerðu ráð fyrir því að kjósa aðrar frambjóðendur af þeim tólf sem voru í framboði, hafi ákveðið að valið stæði milli Macron, Le Pen og Jean-Luc Mélenchon, sem var lengst til vinstri. Sá síðastnefndi fékk rúm 20 prósent atkvæða en hann hvetur stuðningsmenn sína nú eindregið til að kjósa Macron. Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Frakkar færast nær því að velja sér forseta Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fer fram í dag. Búist er við því að Emmanuel Macron, sitjandi forseti, og Marine Le Pen, verði efstu tveir frambjóðendurnir og mætist því í seinni umferð kosninganna, líkt og þau gerðu árið 2017. 10. apríl 2022 11:43 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Emmanuel Macron fékk milli 28 og 29 prósent atkvæða í fyrstu umferð kosninganna en keppinauturinn, Marine Le Pen, fékk milli 23 og 24 prósent atkvæða samkvæmt útgönguspám. Breska ríkisútvarpið fylgdist ítarlega með. Tólf voru í framboði þetta árið en Macron vann nokkuð örugglega í seinni umferð forsetakosninganna árið 2017 með rúmlega 66 prósent atkvæða. Nú virðist Le Pen ætla að sækja á. Fylgi Macrons forseta hafði dalað í könnunum að undanförnu, á meðan Le Pen virtist njóta aukins fylgis hjá kjósendum. Nýlegar kannanir benda hins vegar til þess að mun minni munur sé á frambjóðendunum nú, og enn saxar Le Pen á forskot forsetans. Le Pen hefur nú aldrei mælst með meira fylgi og kveðst bjartsýn yfir því sem koma skal. Sérfræðingar ytra segja ljóst að Macron geti ekki búist við auðveldum sigri í komandi kosningum. Hann sagði í ávarpi fyrr í kvöld að stuðningsmenn sínir þyrftu engar áhyggjur að hafa af kosningunum. Samkvæmt stjórnmálafræðingum ytra virðast kjósendur hafa almennt skipað sér í þrjár fylkingar; Macron-breiðfylkingu, langt til hægri eða langt til vinstri. Nú á síðustu dögum kosningabaráttunnar er ljóst að margir, sem gerðu ráð fyrir því að kjósa aðrar frambjóðendur af þeim tólf sem voru í framboði, hafi ákveðið að valið stæði milli Macron, Le Pen og Jean-Luc Mélenchon, sem var lengst til vinstri. Sá síðastnefndi fékk rúm 20 prósent atkvæða en hann hvetur stuðningsmenn sína nú eindregið til að kjósa Macron.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Frakkar færast nær því að velja sér forseta Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fer fram í dag. Búist er við því að Emmanuel Macron, sitjandi forseti, og Marine Le Pen, verði efstu tveir frambjóðendurnir og mætist því í seinni umferð kosninganna, líkt og þau gerðu árið 2017. 10. apríl 2022 11:43 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Frakkar færast nær því að velja sér forseta Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fer fram í dag. Búist er við því að Emmanuel Macron, sitjandi forseti, og Marine Le Pen, verði efstu tveir frambjóðendurnir og mætist því í seinni umferð kosninganna, líkt og þau gerðu árið 2017. 10. apríl 2022 11:43