Fyrrum ráðgjafi Pútíns segir að „alvöru viðskiptabann“ myndi binda enda á stríðið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. apríl 2022 16:32 Illarionov var aðalefnahagsráðgjafi Pútíns á árunum 2000 til 2005. EPA/VIKTOR VASENIN/ROSSIYSKAYA GAZETA „Raunverulegt innflutningsbann“ á orku frá Rússlandi gæti orðið til þess fallið að binda enda á stríðið í Úkraínu, að mati fyrrverandi efnahagsráðgjafa Vladimírs Pútín Rússlandsforseta. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Dr. Andrei Illarionov að Rússar hafi hingað til ekki tekið alvarlega hótanir annarra ríkja um að draga úr orkuneyslu sinni til þess að koma efnahagslegu höggi á Rússa. Til að mynda versli mörg Evrópuríki enn olíu og gas frá Rússlandi, þrátt fyrir að hafa flest fordæmt stríðsrekstur Rússa í nágrannalandi sínu. „Ef vesturlönd myndu sýna viðleitni til þess að setja raunverulegt innflutningsbann á olíu og gas frá Rússlandi, myndi ég veðja á að eftir einn mánuð eða tvo, yrði stríðsrekstri Rússa í Úkraínu lokið,“ sagði Illarionov. Hann bætti því við að slíkt bann væri eitt þeirra „afar áhrifaríkju tækja“ sem vesturlönd hefðu yfir að ráða gagnvart Rússum. Hann telji þá að Pútín sé tilbúinn að ganga ansi langt í að taka efnahagslegum afleiðingum refsiaðgerða gegn Rússum. „Metnaður hans í landvinningum og uppbyggingu stórveldis er mun mikilvægari en nokkuð annað, þar á meðal lífsviðurværi rússnesku þjóðarinnar og efnahagshorfur landsins, jafnvel efnahagsleg staða hans eigin ríkisstjórnar,“ sagði Illarionov. Það sé til marks um það að þær viðskiptaþvinganir sem nú hefur verið gripið til muni ekki duga til þess að fá Pútín til að láta af stríðsrekstrinum. Hins vegar myndi algjört bann við innflutningi á gasi og olíu frá Rússlandi líklega gera það, að mati Illarionovs. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vaktin: Fleiri en tólf hundruð lík fundist við Kænugarð hingað til Ríkissaksóknari Úkraínu segir að rúmlega tólf hundruð lík hafi fundist í nágrenni við Kænugarð eftir að Rússar drógu herlið sitt til baka. Þá eru Rússar grunaðir um að hafa framið rúmlega 5.600 stríðsglæpi í Úkraínu frá því að innrásin hófst. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 10. apríl 2022 08:53 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundin lífstíl Erlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundin lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Sjá meira
Breska ríkisútvarpið hefur eftir Dr. Andrei Illarionov að Rússar hafi hingað til ekki tekið alvarlega hótanir annarra ríkja um að draga úr orkuneyslu sinni til þess að koma efnahagslegu höggi á Rússa. Til að mynda versli mörg Evrópuríki enn olíu og gas frá Rússlandi, þrátt fyrir að hafa flest fordæmt stríðsrekstur Rússa í nágrannalandi sínu. „Ef vesturlönd myndu sýna viðleitni til þess að setja raunverulegt innflutningsbann á olíu og gas frá Rússlandi, myndi ég veðja á að eftir einn mánuð eða tvo, yrði stríðsrekstri Rússa í Úkraínu lokið,“ sagði Illarionov. Hann bætti því við að slíkt bann væri eitt þeirra „afar áhrifaríkju tækja“ sem vesturlönd hefðu yfir að ráða gagnvart Rússum. Hann telji þá að Pútín sé tilbúinn að ganga ansi langt í að taka efnahagslegum afleiðingum refsiaðgerða gegn Rússum. „Metnaður hans í landvinningum og uppbyggingu stórveldis er mun mikilvægari en nokkuð annað, þar á meðal lífsviðurværi rússnesku þjóðarinnar og efnahagshorfur landsins, jafnvel efnahagsleg staða hans eigin ríkisstjórnar,“ sagði Illarionov. Það sé til marks um það að þær viðskiptaþvinganir sem nú hefur verið gripið til muni ekki duga til þess að fá Pútín til að láta af stríðsrekstrinum. Hins vegar myndi algjört bann við innflutningi á gasi og olíu frá Rússlandi líklega gera það, að mati Illarionovs.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vaktin: Fleiri en tólf hundruð lík fundist við Kænugarð hingað til Ríkissaksóknari Úkraínu segir að rúmlega tólf hundruð lík hafi fundist í nágrenni við Kænugarð eftir að Rússar drógu herlið sitt til baka. Þá eru Rússar grunaðir um að hafa framið rúmlega 5.600 stríðsglæpi í Úkraínu frá því að innrásin hófst. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 10. apríl 2022 08:53 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundin lífstíl Erlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundin lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Sjá meira
Vaktin: Fleiri en tólf hundruð lík fundist við Kænugarð hingað til Ríkissaksóknari Úkraínu segir að rúmlega tólf hundruð lík hafi fundist í nágrenni við Kænugarð eftir að Rússar drógu herlið sitt til baka. Þá eru Rússar grunaðir um að hafa framið rúmlega 5.600 stríðsglæpi í Úkraínu frá því að innrásin hófst. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 10. apríl 2022 08:53