Frakkar færast nær því að velja sér forseta Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. apríl 2022 11:43 Hér má sjá kosningaáróður fyrir Le Pen og Macron, en talið er næsta öruggt að þau muni berjast um forsetastólinn í seinni umferð kosninganna eftir tvær vikur. Chesnot/Getty Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fer fram í dag. Búist er við því að Emmanuel Macron, sitjandi forseti, og Marine Le Pen, verði efstu tveir frambjóðendurnir og mætist því í seinni umferð kosninganna, líkt og þau gerðu árið 2017. Fylgi Macrons forseta hefur dalað í könnunum að undanförnu, á meðan Le Pen virðist njóta aukins fylgis hjá kjósendum. Frambjóðendur eru tólf talsins. Í seinni umferðinni stendur val kjósenda, sem telja á kjörskrá 49 milljónir, á milli tveggja efstu frambjóðendanna úr fyrri umferðinni. Seinni umferðin fer þó aðeins fram ef enginn frambjóðandi hlýtur einfaldan meirihluta í þeim fyrri, en skoðanakannanir benda eindregið til þess að úrslitin ráðist ekki fyrr en í seinni umferðinni. Kosningabarátta forsetans hefur verið afar stutt. Hann hélt fyrsta framboðsfund sinn fyrir átta dögum, en hann hefur einblínt á erindrekstur í tengslum við stríðið í Úkraínu. Hann hefur meðal annars átt fjölda samtala við Vladimír Pútín Rússlandsforseta, í því skyni að reyna að binda enda á átökin. Sú viðleitni forsetans skilaði honum tímabundinni fylgisaukningu í könnunum. Sú aukning er þó tekin að ganga til baka og Le Pen saxar á. Forsetakosningarnar 2017 fóru í seinni umferð, en þá voru það einmitt Macron og Le Pen sem kjósendur völdu á milli. Þá fór það svo að Macron vann nokkuð örugglega og fékk rúm 66 prósent atkvæða í seinni umferðinni. Nýlegar kannanir benda hins vegar til þess að mun minni munur sé á frambjóðendunum nú, og enn saxar Le Pen á forskot forsetans. Mýkri tónn í Le Pen Le Pen hefur breytt orðræðu sinni nokkuð frá forsetakosningunum 2017. Nú hefur hún dregið úr þjóðernishyggjublæ sem merkja mátti í orðræðu hennar og einbeitt sér meira að kjörum þeirra sem minnst hafa á milli handanna. Það ætlar hún meðal annars að gera með því að afnema tekjuskatt á fólk undir þrítugu. Hún er þó enn fylgjandi því að blása til þjóðaratkvæðagreiðslu um innflytjendamál, banna andlitsslæður (hijab) á almannafæri og vill ná fram róttækum breytingum á Evrópusambandinu. Þá hefur hún reynt að gera lítið úr tengslum sínum við Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Árið 2017 fór hún í heimsókn til hans og hefur talað vel um hann í gegnum tíðina. Flokkur hennar hefur þá fengið lán frá rússneskum stjórnvöldum sem ekki hefur verið greitt upp að fullu. Kjósendur virðast óánægðir með fjárútlát ríkisstjórnar Macrons, en nýlega kom í ljós að aukning hefði orðið í greiðslum á skattpeningum til ráðgjafafyrirtækja á borð við bandaríska fyrirtækið McKinsey. Það er ljóst að efnahagsmál koma til með að skipta sköpum í kosningunum. Þrátt fyrir að atvinnuleysi sé á niðurleið hefur verðbólga gert vart við sig og kaupmáttur fólks því dvínað, en frambjóðendur hafa að stórum hluta einbeitt sér að kosningaloforðum sem snúa að því að vænka fjárhag hins almenna kjósanda. Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Fylgi Macrons forseta hefur dalað í könnunum að undanförnu, á meðan Le Pen virðist njóta aukins fylgis hjá kjósendum. Frambjóðendur eru tólf talsins. Í seinni umferðinni stendur val kjósenda, sem telja á kjörskrá 49 milljónir, á milli tveggja efstu frambjóðendanna úr fyrri umferðinni. Seinni umferðin fer þó aðeins fram ef enginn frambjóðandi hlýtur einfaldan meirihluta í þeim fyrri, en skoðanakannanir benda eindregið til þess að úrslitin ráðist ekki fyrr en í seinni umferðinni. Kosningabarátta forsetans hefur verið afar stutt. Hann hélt fyrsta framboðsfund sinn fyrir átta dögum, en hann hefur einblínt á erindrekstur í tengslum við stríðið í Úkraínu. Hann hefur meðal annars átt fjölda samtala við Vladimír Pútín Rússlandsforseta, í því skyni að reyna að binda enda á átökin. Sú viðleitni forsetans skilaði honum tímabundinni fylgisaukningu í könnunum. Sú aukning er þó tekin að ganga til baka og Le Pen saxar á. Forsetakosningarnar 2017 fóru í seinni umferð, en þá voru það einmitt Macron og Le Pen sem kjósendur völdu á milli. Þá fór það svo að Macron vann nokkuð örugglega og fékk rúm 66 prósent atkvæða í seinni umferðinni. Nýlegar kannanir benda hins vegar til þess að mun minni munur sé á frambjóðendunum nú, og enn saxar Le Pen á forskot forsetans. Mýkri tónn í Le Pen Le Pen hefur breytt orðræðu sinni nokkuð frá forsetakosningunum 2017. Nú hefur hún dregið úr þjóðernishyggjublæ sem merkja mátti í orðræðu hennar og einbeitt sér meira að kjörum þeirra sem minnst hafa á milli handanna. Það ætlar hún meðal annars að gera með því að afnema tekjuskatt á fólk undir þrítugu. Hún er þó enn fylgjandi því að blása til þjóðaratkvæðagreiðslu um innflytjendamál, banna andlitsslæður (hijab) á almannafæri og vill ná fram róttækum breytingum á Evrópusambandinu. Þá hefur hún reynt að gera lítið úr tengslum sínum við Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Árið 2017 fór hún í heimsókn til hans og hefur talað vel um hann í gegnum tíðina. Flokkur hennar hefur þá fengið lán frá rússneskum stjórnvöldum sem ekki hefur verið greitt upp að fullu. Kjósendur virðast óánægðir með fjárútlát ríkisstjórnar Macrons, en nýlega kom í ljós að aukning hefði orðið í greiðslum á skattpeningum til ráðgjafafyrirtækja á borð við bandaríska fyrirtækið McKinsey. Það er ljóst að efnahagsmál koma til með að skipta sköpum í kosningunum. Þrátt fyrir að atvinnuleysi sé á niðurleið hefur verðbólga gert vart við sig og kaupmáttur fólks því dvínað, en frambjóðendur hafa að stórum hluta einbeitt sér að kosningaloforðum sem snúa að því að vænka fjárhag hins almenna kjósanda.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent