Þórir byrjaði leikinn á varamannabekknum en kom inn á völlinn á 62. mínútu. Það tók hann einungis fjórar mínútur að skora og reyndist þetta vera eina mark leiksins.
Markið er gífurlega mikilvægt fyrir Lecce þar sem liðið fer nú upp á topp deildarinnar með 65 stig, tveimur stigum meira en Cremonese í öðru sæti. Efstu tvö liðin eiga fjóra leiki eftir en liðin í næstu fjórum sætum eiga aukaleik inni.