Hengdu blóðugar dúkkur á grindverk sendiráðs Rússlands Heimir Már Pétursson skrifar 8. apríl 2022 20:31 „Þetta er til áminningar um það sem hefur gerst í Bucha, Mariupol, Kharkiv og í öðrum borgum í Úkraínu.“ Vísir/Sigurjón Úkraínskar konur sem búa hér á landi stilltu upp blóðugum dúkum við rússneska sendiráðið í Reykjavík í dag og vilja að sendiherra Rússlands verði vísað úr landi. Utanríkisráðherra útilokar ekki að það verði gert. „Þetta er til áminningar um það sem hefur gerst í Bucha, Mariupol, Kharkiv og í öðrum borgum í Úkraínu. Hundrað sextíu og sjö börn sem var slátrað eða bara drepin í Úkraínu. Og þetta er bara tala sem við vitum um. Hversu mörg eru börnin sem við vitum ekki um,“ sagði Júlía, ein kvennanna. Hún vill að sendiherra Rússlands í Reykjavík verði vísað úr landi. „Hann styður stefnu Putins sem þýðir að hann styður allt þetta. Morðin og allt þetta helvíti sem rússneskir terroristar eru að gera. Að sjálfsögðu verður hann að fara,“ sagði Júlía. Finnar ákváðu í dag að vísa tveimur rússneskum sendiráðsmönnum úr landi og afturkalla áður útgefið landvistarleyfi til hins þriðja. Þá hafa öll Norðurlöndin nema Ísland bæst í hóp tuttugu og tveggja annarra Evrópuríkja sem vísað hafa rússneskum sendiráðsmönnum úr landi. Litháar hafa að auki rekið sendiherra Rússlands heim án þess þó að slíta stjórnmálasambandi við Rússa. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra var í heimsókn í Litháen í dag. „Ég útiloka ekkert í þeim efnum. Það hefur aðeins eitt ríki í raun sent sendiherrann heim. Sem er einmitt Litháen. Ekkert annað ríki hefur gert það,“ segir utanríkisráðherra. Hér á landi væru átta rússneskir sendiráðsstarfsmenn og aðeins þrír í sendiráði Íslands í Moskvu. Rússar myndu eflaust svara brottvísun héðan í sömu mynt. „Við horfum líka á þetta í því samhengi. Einhverjum kann að þykja alger óþarfi fyrir okkur að viðhalda einhverjum stjórnmálalegum samskiptum. En það eru nú öll ríkin í kringum okkur að gera. Sömuleiðis berum við ákveðnar skyldur gagnvart íslenskum ríkisborgurum,“ segir Þórdís Kolbrún. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Sendiráð á Íslandi Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
„Þetta er til áminningar um það sem hefur gerst í Bucha, Mariupol, Kharkiv og í öðrum borgum í Úkraínu. Hundrað sextíu og sjö börn sem var slátrað eða bara drepin í Úkraínu. Og þetta er bara tala sem við vitum um. Hversu mörg eru börnin sem við vitum ekki um,“ sagði Júlía, ein kvennanna. Hún vill að sendiherra Rússlands í Reykjavík verði vísað úr landi. „Hann styður stefnu Putins sem þýðir að hann styður allt þetta. Morðin og allt þetta helvíti sem rússneskir terroristar eru að gera. Að sjálfsögðu verður hann að fara,“ sagði Júlía. Finnar ákváðu í dag að vísa tveimur rússneskum sendiráðsmönnum úr landi og afturkalla áður útgefið landvistarleyfi til hins þriðja. Þá hafa öll Norðurlöndin nema Ísland bæst í hóp tuttugu og tveggja annarra Evrópuríkja sem vísað hafa rússneskum sendiráðsmönnum úr landi. Litháar hafa að auki rekið sendiherra Rússlands heim án þess þó að slíta stjórnmálasambandi við Rússa. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra var í heimsókn í Litháen í dag. „Ég útiloka ekkert í þeim efnum. Það hefur aðeins eitt ríki í raun sent sendiherrann heim. Sem er einmitt Litháen. Ekkert annað ríki hefur gert það,“ segir utanríkisráðherra. Hér á landi væru átta rússneskir sendiráðsstarfsmenn og aðeins þrír í sendiráði Íslands í Moskvu. Rússar myndu eflaust svara brottvísun héðan í sömu mynt. „Við horfum líka á þetta í því samhengi. Einhverjum kann að þykja alger óþarfi fyrir okkur að viðhalda einhverjum stjórnmálalegum samskiptum. En það eru nú öll ríkin í kringum okkur að gera. Sömuleiðis berum við ákveðnar skyldur gagnvart íslenskum ríkisborgurum,“ segir Þórdís Kolbrún.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Sendiráð á Íslandi Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira