KSÍ vill ræða við stjórnvöld án tafar: „Óviðunandi fyrir íslenska þjóð“ Sindri Sverrisson skrifar 8. apríl 2022 15:50 Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur í íslenska landsliðinu eru meðal bestu landsliða heims en spila heimaleiki sína á leikvangi sem er löngu kominn til ára sinna. vísir/hulda margrét Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur sent frá sér ályktun vegna umræðu um nýjan þjóðarleikvang í knattspyrn. Hún segir óviðunandi fyrir íslenska þjóð að raunveruleg hætta sé á að Ísland megi ekki spila heimaleiki á Íslandi. Laugardalsvöllur er kominn til ára sinna og hefur raunar um árabil ekki fullnægt alþjóðlegum kröfum vegna landsleikja auk þess sem ekki er hægt að spila á vellinum stóran hluta ársins. Bendir stjórn KSÍ á að þolinmæði alþjóðlegra knattspyrnusambanda vegna vallarins sé ekki endalaus. Málefni þjóðarleikvanga komust enn og aftur í umræðuna á dögunum þegar ljóst varð að ekki hefur enn verið gert ráð fyrir kostnaði vegna þeirra í fjármálaáætlun sem gildir til ársins 2027. Stjórn KSÍ bendir á að málefni þjóðarleikvangs í knattspyrnu hafi verið til umræðu í mörg ár og fulltrúar KSÍ komið með ýmsum hætti að undirbúningi, samráði og starfi ýmissa vinnuhópa. Stjórnin óskar eftir frekari viðræðum við stjórnvöld án tafar um þá alvarlegu stöðu sem upp er komin. Fullkomlega óásættanlegt ef ekki verður ráðist í undirbúning á þessu ári Í yfirlýsingu stjórnar KSÍ segir meðal annars: „Að mati stjórnar KSÍ er það fullkomlega óásættanlegt ef ekki verður ráðist í undirbúning að byggingu þjóðarleikvangs í knattspyrnu á þessu ári eftir það sem á undan er gengið. Það verður að tryggja íslenskum landsliðum sem taka þátt í alþjóðlegum mótum og öllum þeim sem koma að slíkum keppnum og leikjum viðeigandi og viðunandi aðstöðu, hvort sem um ræðir keppendur, stuðningsmenn, fjölmiðla eða aðra, og það er brýnt að ráðist sé í þetta verkefni strax. Það er óviðunandi fyrir íslenska þjóð að á því sé raunveruleg hætta að heimaleikir íslenskra landsliða í knattspyrnu þurfi að fara fram á erlendri grundu. Þjóðarleikvangar í knattspyrnu og öðrum íþróttum verða að vera hluti af fjármálaáætlun og það verður að eyrnamerkja fjármagn til þeirra framkvæmda. Íslenskar íþróttir eiga það skilið.“ Yfirlýsinguna í heild má lesa hér að neðan. Ályktun stjórnar KSÍ um þjóðarleikvang: Vegna umræðu og umfjöllunar um málefni þjóðarleikvangs í knattspyrnu vill stjórn koma því á framfæri og árétta að málefni þjóðarleikvangs eru langt frá því að vera á upphafsreit. Fulltrúar KSÍ og knattspyrnunnar hafa undanfarin ár tekið virkan og reglulegan þátt í samráði, undirbúningi og starfi ýmissa vinnuhópa og átt í reglulegum samskiptum, formlegum og óformlegum, við fulltrúa ríkis og borgar og annarra aðila vegna málefna þjóðarleikvangs. Meðal skrefa sem hafa verið tekin má nefna þátttöku í sérstakri ráðstefnu um þjóðarleikvang í samstarfi við bresk-íslenska viðskiptaráðið, stofnun félags með aðild KSÍ, Reykjavíkurborgar og ríkisins sem ætlað var að „starfa að undirbúningi og mögulegri uppbyggingu þjóðarleikvangs í Laugardal“, útboði á ráðgjafaþjónustu fyrir þjóðarleikvang þar sem markmiðið var að „leita tilboða í ráðgjöf um kostnaðar- og tekjumat vegna fjögurra mismunandi sviðsmynda við endurnýjun Laugardalsvallar“, og svo mætti áfram telja. Ekki má heldur gleyma því að haustið 2020 samþykkti ríkisstjórnin að „hefja viðræður við Reykjavíkurborg um næstu skref vegna byggingar nýs þjóðarleikvangs í knattspyrnu, að tillögu mennta- og menningarmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra“. Að mati stjórnar KSÍ er það fullkomlega óásættanlegt ef ekki verður ráðist í undirbúning að byggingu þjóðarleikvangs í knattspyrnu á þessu ári eftir það sem á undan er gengið. Það verður að tryggja íslenskum landsliðum sem taka þátt í alþjóðlegum mótum og öllum þeim sem koma að slíkum keppnum og leikjum viðeigandi og viðunandi aðstöðu, hvort sem um ræðir keppendur, stuðningsmenn, fjölmiðla eða aðra, og það er brýnt að ráðist sé í þetta verkefni strax. Það er óviðunandi fyrir íslenska þjóð að á því sé raunveruleg hætta að heimaleikir íslenskra landsliða í knattspyrnu þurfi að fara fram á erlendri grundu. Þjóðarleikvangar í knattspyrnu og öðrum íþróttum verða að vera hluti af fjármálaáætlun og það verður að eyrnamerkja fjármagn til þeirra framkvæmda. Íslenskar íþróttir eiga það skilið. Stjórn KSÍ óskar eftir frekari viðræðum við stjórnvöld án tafar um þá alvarlegu stöðu sem upp er komin. Nýr þjóðarleikvangur Fótbolti KSÍ Laugardalsvöllur Tengdar fréttir ÍSÍ ályktar vegna umræðu um þjóðarleikvanga: „Algerlega óásættanlegt“ Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, ÍSÍ, sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag vegna umræðu um framtíð þjóðarleikvanga fyrir landslið Íslands. 31. mars 2022 20:00 Ekki gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun Ekki er gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2023-27. 29. mars 2022 11:03 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Sjá meira
Laugardalsvöllur er kominn til ára sinna og hefur raunar um árabil ekki fullnægt alþjóðlegum kröfum vegna landsleikja auk þess sem ekki er hægt að spila á vellinum stóran hluta ársins. Bendir stjórn KSÍ á að þolinmæði alþjóðlegra knattspyrnusambanda vegna vallarins sé ekki endalaus. Málefni þjóðarleikvanga komust enn og aftur í umræðuna á dögunum þegar ljóst varð að ekki hefur enn verið gert ráð fyrir kostnaði vegna þeirra í fjármálaáætlun sem gildir til ársins 2027. Stjórn KSÍ bendir á að málefni þjóðarleikvangs í knattspyrnu hafi verið til umræðu í mörg ár og fulltrúar KSÍ komið með ýmsum hætti að undirbúningi, samráði og starfi ýmissa vinnuhópa. Stjórnin óskar eftir frekari viðræðum við stjórnvöld án tafar um þá alvarlegu stöðu sem upp er komin. Fullkomlega óásættanlegt ef ekki verður ráðist í undirbúning á þessu ári Í yfirlýsingu stjórnar KSÍ segir meðal annars: „Að mati stjórnar KSÍ er það fullkomlega óásættanlegt ef ekki verður ráðist í undirbúning að byggingu þjóðarleikvangs í knattspyrnu á þessu ári eftir það sem á undan er gengið. Það verður að tryggja íslenskum landsliðum sem taka þátt í alþjóðlegum mótum og öllum þeim sem koma að slíkum keppnum og leikjum viðeigandi og viðunandi aðstöðu, hvort sem um ræðir keppendur, stuðningsmenn, fjölmiðla eða aðra, og það er brýnt að ráðist sé í þetta verkefni strax. Það er óviðunandi fyrir íslenska þjóð að á því sé raunveruleg hætta að heimaleikir íslenskra landsliða í knattspyrnu þurfi að fara fram á erlendri grundu. Þjóðarleikvangar í knattspyrnu og öðrum íþróttum verða að vera hluti af fjármálaáætlun og það verður að eyrnamerkja fjármagn til þeirra framkvæmda. Íslenskar íþróttir eiga það skilið.“ Yfirlýsinguna í heild má lesa hér að neðan. Ályktun stjórnar KSÍ um þjóðarleikvang: Vegna umræðu og umfjöllunar um málefni þjóðarleikvangs í knattspyrnu vill stjórn koma því á framfæri og árétta að málefni þjóðarleikvangs eru langt frá því að vera á upphafsreit. Fulltrúar KSÍ og knattspyrnunnar hafa undanfarin ár tekið virkan og reglulegan þátt í samráði, undirbúningi og starfi ýmissa vinnuhópa og átt í reglulegum samskiptum, formlegum og óformlegum, við fulltrúa ríkis og borgar og annarra aðila vegna málefna þjóðarleikvangs. Meðal skrefa sem hafa verið tekin má nefna þátttöku í sérstakri ráðstefnu um þjóðarleikvang í samstarfi við bresk-íslenska viðskiptaráðið, stofnun félags með aðild KSÍ, Reykjavíkurborgar og ríkisins sem ætlað var að „starfa að undirbúningi og mögulegri uppbyggingu þjóðarleikvangs í Laugardal“, útboði á ráðgjafaþjónustu fyrir þjóðarleikvang þar sem markmiðið var að „leita tilboða í ráðgjöf um kostnaðar- og tekjumat vegna fjögurra mismunandi sviðsmynda við endurnýjun Laugardalsvallar“, og svo mætti áfram telja. Ekki má heldur gleyma því að haustið 2020 samþykkti ríkisstjórnin að „hefja viðræður við Reykjavíkurborg um næstu skref vegna byggingar nýs þjóðarleikvangs í knattspyrnu, að tillögu mennta- og menningarmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra“. Að mati stjórnar KSÍ er það fullkomlega óásættanlegt ef ekki verður ráðist í undirbúning að byggingu þjóðarleikvangs í knattspyrnu á þessu ári eftir það sem á undan er gengið. Það verður að tryggja íslenskum landsliðum sem taka þátt í alþjóðlegum mótum og öllum þeim sem koma að slíkum keppnum og leikjum viðeigandi og viðunandi aðstöðu, hvort sem um ræðir keppendur, stuðningsmenn, fjölmiðla eða aðra, og það er brýnt að ráðist sé í þetta verkefni strax. Það er óviðunandi fyrir íslenska þjóð að á því sé raunveruleg hætta að heimaleikir íslenskra landsliða í knattspyrnu þurfi að fara fram á erlendri grundu. Þjóðarleikvangar í knattspyrnu og öðrum íþróttum verða að vera hluti af fjármálaáætlun og það verður að eyrnamerkja fjármagn til þeirra framkvæmda. Íslenskar íþróttir eiga það skilið. Stjórn KSÍ óskar eftir frekari viðræðum við stjórnvöld án tafar um þá alvarlegu stöðu sem upp er komin.
Ályktun stjórnar KSÍ um þjóðarleikvang: Vegna umræðu og umfjöllunar um málefni þjóðarleikvangs í knattspyrnu vill stjórn koma því á framfæri og árétta að málefni þjóðarleikvangs eru langt frá því að vera á upphafsreit. Fulltrúar KSÍ og knattspyrnunnar hafa undanfarin ár tekið virkan og reglulegan þátt í samráði, undirbúningi og starfi ýmissa vinnuhópa og átt í reglulegum samskiptum, formlegum og óformlegum, við fulltrúa ríkis og borgar og annarra aðila vegna málefna þjóðarleikvangs. Meðal skrefa sem hafa verið tekin má nefna þátttöku í sérstakri ráðstefnu um þjóðarleikvang í samstarfi við bresk-íslenska viðskiptaráðið, stofnun félags með aðild KSÍ, Reykjavíkurborgar og ríkisins sem ætlað var að „starfa að undirbúningi og mögulegri uppbyggingu þjóðarleikvangs í Laugardal“, útboði á ráðgjafaþjónustu fyrir þjóðarleikvang þar sem markmiðið var að „leita tilboða í ráðgjöf um kostnaðar- og tekjumat vegna fjögurra mismunandi sviðsmynda við endurnýjun Laugardalsvallar“, og svo mætti áfram telja. Ekki má heldur gleyma því að haustið 2020 samþykkti ríkisstjórnin að „hefja viðræður við Reykjavíkurborg um næstu skref vegna byggingar nýs þjóðarleikvangs í knattspyrnu, að tillögu mennta- og menningarmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra“. Að mati stjórnar KSÍ er það fullkomlega óásættanlegt ef ekki verður ráðist í undirbúning að byggingu þjóðarleikvangs í knattspyrnu á þessu ári eftir það sem á undan er gengið. Það verður að tryggja íslenskum landsliðum sem taka þátt í alþjóðlegum mótum og öllum þeim sem koma að slíkum keppnum og leikjum viðeigandi og viðunandi aðstöðu, hvort sem um ræðir keppendur, stuðningsmenn, fjölmiðla eða aðra, og það er brýnt að ráðist sé í þetta verkefni strax. Það er óviðunandi fyrir íslenska þjóð að á því sé raunveruleg hætta að heimaleikir íslenskra landsliða í knattspyrnu þurfi að fara fram á erlendri grundu. Þjóðarleikvangar í knattspyrnu og öðrum íþróttum verða að vera hluti af fjármálaáætlun og það verður að eyrnamerkja fjármagn til þeirra framkvæmda. Íslenskar íþróttir eiga það skilið. Stjórn KSÍ óskar eftir frekari viðræðum við stjórnvöld án tafar um þá alvarlegu stöðu sem upp er komin.
Nýr þjóðarleikvangur Fótbolti KSÍ Laugardalsvöllur Tengdar fréttir ÍSÍ ályktar vegna umræðu um þjóðarleikvanga: „Algerlega óásættanlegt“ Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, ÍSÍ, sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag vegna umræðu um framtíð þjóðarleikvanga fyrir landslið Íslands. 31. mars 2022 20:00 Ekki gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun Ekki er gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2023-27. 29. mars 2022 11:03 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Sjá meira
ÍSÍ ályktar vegna umræðu um þjóðarleikvanga: „Algerlega óásættanlegt“ Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, ÍSÍ, sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag vegna umræðu um framtíð þjóðarleikvanga fyrir landslið Íslands. 31. mars 2022 20:00
Ekki gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun Ekki er gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2023-27. 29. mars 2022 11:03
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti