Vaktin: Evrópusambandið bætir í refsiaðgerðir Hólmfríður Gísladóttir, Atli Ísleifsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 8. apríl 2022 06:49 Þetta kort frá breska varnarmálaráðuneytinu sýnir stöðuna eins og hún var í gær. Yfirvöld í Úkraínu segja Rússa nú gera árásir á Odesa frá Svartahafi. Innviðir hafi orðið fyrir skemmdum. Breska varnarmálaráðuneytið segir að svo virðist sem Rússar hafi nú alfarið yfirgefið norðurhluta landsins. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Breska varnarmálaráðuneytið segir sumar þeirra sveita sem drógu sig til baka frá norðurhluta Úkraínu og til Rússlands og Hvíta-Rússlands verða sendar til Donbas. Það muni hins vegar taka að minnsta kosti viku að endurskipuleggja þær og manna. Að minnsta kosti fimmtíu eru látnir eftir eldflaugaárás á lestarstöð í Kramatorsk í austurhluta Úkraínu. Úkraínskir ráðamenn, þeirra á meðal Vólódímir Selenskí forseti, hafa sagt að ástandið í Borodyanka sé jafnvel verra en það var í Bucha. Myndir sem hafa borist frá bænum sýna gríðarlega eyðileggingu og unnið er að því að grafa eftir líkum í húsarústum. Ástralir hafa sent fyrstu þrjár af tuttugu brynvörðum Bushmaster-bifreiðum til Úkraínu. Rússar hafa tilkynnt um refsiaðgerðir gegn einstaklingum í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi, meðal annars ráðamönnum. Valdemaras Sarapinas, sendiherra Litháen í Úkraínu, hefur snúið aftur í sendiráðið í Kænugarði eftir að hafa yfirgefið höfuðborgina þegar hún sætti árásum Rússa. Fáir sendifulltrúar hafa snúið aftur en þeir frá Póllandi og Páfagarði voru meðal fárra sem fóru aldrei. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Josep Borrell, æðsti sendifulltrúi sambandsins, eru á leið til Kænugarðs. Boris Johnsson, forsætisráðherra Breta, mun funda með Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, í dag. Þeir eru sagðir munu ræða hvernig þeir geta unnið að því að gera Evrópuríkin óháð gasi frá Rússlandi. Evrópusambandið tilkynnti í kvöld auknar refsiaðgerðir gagnvart Rússlandi, sem fela meðal annars í sér bann við innflutningi kola frá Rússlandi. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru sagðir hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu og sagðir undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Breska varnarmálaráðuneytið segir sumar þeirra sveita sem drógu sig til baka frá norðurhluta Úkraínu og til Rússlands og Hvíta-Rússlands verða sendar til Donbas. Það muni hins vegar taka að minnsta kosti viku að endurskipuleggja þær og manna. Að minnsta kosti fimmtíu eru látnir eftir eldflaugaárás á lestarstöð í Kramatorsk í austurhluta Úkraínu. Úkraínskir ráðamenn, þeirra á meðal Vólódímir Selenskí forseti, hafa sagt að ástandið í Borodyanka sé jafnvel verra en það var í Bucha. Myndir sem hafa borist frá bænum sýna gríðarlega eyðileggingu og unnið er að því að grafa eftir líkum í húsarústum. Ástralir hafa sent fyrstu þrjár af tuttugu brynvörðum Bushmaster-bifreiðum til Úkraínu. Rússar hafa tilkynnt um refsiaðgerðir gegn einstaklingum í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi, meðal annars ráðamönnum. Valdemaras Sarapinas, sendiherra Litháen í Úkraínu, hefur snúið aftur í sendiráðið í Kænugarði eftir að hafa yfirgefið höfuðborgina þegar hún sætti árásum Rússa. Fáir sendifulltrúar hafa snúið aftur en þeir frá Póllandi og Páfagarði voru meðal fárra sem fóru aldrei. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Josep Borrell, æðsti sendifulltrúi sambandsins, eru á leið til Kænugarðs. Boris Johnsson, forsætisráðherra Breta, mun funda með Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, í dag. Þeir eru sagðir munu ræða hvernig þeir geta unnið að því að gera Evrópuríkin óháð gasi frá Rússlandi. Evrópusambandið tilkynnti í kvöld auknar refsiaðgerðir gagnvart Rússlandi, sem fela meðal annars í sér bann við innflutningi kola frá Rússlandi. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru sagðir hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu og sagðir undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Sjá meira