Sung-Jae Im í forystu eftir fyrsta dag Masters Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. apríl 2022 23:21 Sung-Jae Im lék hringinn á 67 höggum. Jamie Squire/Getty Images Suður-kóreski kylfingurinn Sung-Jae Im er í forystu eftir fyrsta dag Masters-mótsins í golfi. Sung-Jae Im lék fyrsta hringinn á 67 höggum, eða fimm höggum undir pari Augusta National-vallarins. Á eftir Im er Cameron Smith í öðru sæti á fjórum höggum undir pari og jafnir í þriðja sæti eru þeir Danny Willett, Joaquin Niemann, Scottie Scheffler og Dustin Johnson. The new clubhouse leader. #themasters pic.twitter.com/5qs9F1ujNG— The Masters (@TheMasters) April 7, 2022 Flest augu voru þó á endurkomu Tiger Woods sem snéri til baka eftir að hafa lent í bílslysi í fyrra. Tiger lenti í slysinu í febrúar í fyrra og hefur af þeim völdum verið fjarverandi frá keppni í golfi síðan. Tiger átti þó fínasta hring og lék á 71 höggi, einu höggi undir pari vallarins. Hann situr í 11. sæti ásamt sex öðrum kylfingum. A strong start for the five-time champion. #themasters pic.twitter.com/4brY0k0O5x— The Masters (@TheMasters) April 7, 2022 Þá eru stór nöfn á listanum sem áttu kannski ekki sinn besta dag. Justin Rose, Bryson DeChambeau, Louis Oosthuizen og Justin Thomas léku allir á 76 höggum í dag, eða á fjórum höggum yfir pari, og eru því jafnir þremur öðrum kylfingum í 70. sæti. Golf Masters-mótið Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Á eftir Im er Cameron Smith í öðru sæti á fjórum höggum undir pari og jafnir í þriðja sæti eru þeir Danny Willett, Joaquin Niemann, Scottie Scheffler og Dustin Johnson. The new clubhouse leader. #themasters pic.twitter.com/5qs9F1ujNG— The Masters (@TheMasters) April 7, 2022 Flest augu voru þó á endurkomu Tiger Woods sem snéri til baka eftir að hafa lent í bílslysi í fyrra. Tiger lenti í slysinu í febrúar í fyrra og hefur af þeim völdum verið fjarverandi frá keppni í golfi síðan. Tiger átti þó fínasta hring og lék á 71 höggi, einu höggi undir pari vallarins. Hann situr í 11. sæti ásamt sex öðrum kylfingum. A strong start for the five-time champion. #themasters pic.twitter.com/4brY0k0O5x— The Masters (@TheMasters) April 7, 2022 Þá eru stór nöfn á listanum sem áttu kannski ekki sinn besta dag. Justin Rose, Bryson DeChambeau, Louis Oosthuizen og Justin Thomas léku allir á 76 höggum í dag, eða á fjórum höggum yfir pari, og eru því jafnir þremur öðrum kylfingum í 70. sæti.
Golf Masters-mótið Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira