Loka vegna myglu og segja eigendur hússins ekki hafa brugðist við kvörtunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. apríl 2022 22:13 Hótel Volcono í Grindavík þarf að loka vegna myglu- og rakaskemmda. Vísir/Vilhelm Rekstraraðilar Hótels Volcano og Festi bistro&bar í Grindavík segja eigendur húsnæðisins ekki hafa brugðist við ítrekuðum kvörtunum vegna myglu og rakaskemmda. Hótelið og veitingastaðurinn þurfi því að loka. Hótelið var opnað fyrir tæpu ári síðan við Víkurbraut 58 í Grindavík þar sem samkomuhúsið Festi var áður til húsa. Húsnæðið var tekið á leigu af rekstraraðilum hótelsins í maí í fyrra og skrifar Festi bistro&bar á Facebook að eigandi húsnæðisins, Lundur fasteignafélag, hafi þá átt að gera við glugga í húsinu fyrir 1. júlí 2021. „Í stuttu máli var það ekki gert og hefur því undanfarna mánuði þurft að taka herbergi úr sölu vegna leka og skemmda í þeim. Þar sem eigandi húsnæðisins brást ekki við ítrekuðum kvörtunum og sinnti ekki úrbótum fékk hótelið Eflu til að skoða húsnæðið. Í skýrslu Eflu frá því í mars kemur fram að mygla hafi fundist á hótelinu, leki sé víða í húsinu og skemmdir,“ skrifar Festi í Facebook-færslu. Þar segir að í kjölfarið hafi Hótel Volcano óskað eftir því að Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja kæmi og skoðaði húsnæðið, sem eftirlitið hafi gert. „Í eftirlitsskýrslu embættisins frá 1. apríl sl., kemur fram að það sé mat Heilbrigðiseftirlitsins að raka- og mygluvandamál í hótelbyggingunni séu það útbreidd og umfangsmikil að heilsu manna sem þar dveljast sé hætta búin,“ segir í færslunni. Þar segir að hótelinu hafi verið ráðlagt af heilbrigðiseftirlitinu að hætta strax hótel- og veitingarekstri og ráðast í úrbætur með hliðsjón af ráðleggingum EFlu og leiðbeiningum Umhverfisstofnunar. „Í skýrslunni er á það bent að Heilbrigðiseftirlitið hafi tekið til meðferðar að stöðva starfsemi hótelsins vegna útbreiddra raka- og mygluvandamála sem geta stefnt heilsu manna sem þar dvelja í hættu,“ segir í færslunni. „Því sjáum við okkur [ekki] annað fært en að hætta rekstri til að valda ekki skaða hjá þeim sem [hjá] okkur dvelja.“ Grindavík Mygla Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Hótelið var opnað fyrir tæpu ári síðan við Víkurbraut 58 í Grindavík þar sem samkomuhúsið Festi var áður til húsa. Húsnæðið var tekið á leigu af rekstraraðilum hótelsins í maí í fyrra og skrifar Festi bistro&bar á Facebook að eigandi húsnæðisins, Lundur fasteignafélag, hafi þá átt að gera við glugga í húsinu fyrir 1. júlí 2021. „Í stuttu máli var það ekki gert og hefur því undanfarna mánuði þurft að taka herbergi úr sölu vegna leka og skemmda í þeim. Þar sem eigandi húsnæðisins brást ekki við ítrekuðum kvörtunum og sinnti ekki úrbótum fékk hótelið Eflu til að skoða húsnæðið. Í skýrslu Eflu frá því í mars kemur fram að mygla hafi fundist á hótelinu, leki sé víða í húsinu og skemmdir,“ skrifar Festi í Facebook-færslu. Þar segir að í kjölfarið hafi Hótel Volcano óskað eftir því að Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja kæmi og skoðaði húsnæðið, sem eftirlitið hafi gert. „Í eftirlitsskýrslu embættisins frá 1. apríl sl., kemur fram að það sé mat Heilbrigðiseftirlitsins að raka- og mygluvandamál í hótelbyggingunni séu það útbreidd og umfangsmikil að heilsu manna sem þar dveljast sé hætta búin,“ segir í færslunni. Þar segir að hótelinu hafi verið ráðlagt af heilbrigðiseftirlitinu að hætta strax hótel- og veitingarekstri og ráðast í úrbætur með hliðsjón af ráðleggingum EFlu og leiðbeiningum Umhverfisstofnunar. „Í skýrslunni er á það bent að Heilbrigðiseftirlitið hafi tekið til meðferðar að stöðva starfsemi hótelsins vegna útbreiddra raka- og mygluvandamála sem geta stefnt heilsu manna sem þar dvelja í hættu,“ segir í færslunni. „Því sjáum við okkur [ekki] annað fært en að hætta rekstri til að valda ekki skaða hjá þeim sem [hjá] okkur dvelja.“
Grindavík Mygla Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira