Óttast stórsókn í austri Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. apríl 2022 19:29 Borgir í Úkraínu hafa margar hverjar verið lagðar í rúst af Rússum. AP Photo/Felipe Dana Þúsundir íbúa í austurhluta Úkraínu hafa flúið Donbas að undanförnu af ótta við stórsókn Rússa í austurhluta Úkraínu. Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir að stríðið geti dregist í marga mánuði eða ár. Þungamiðja innrásar Rússa hefur verið að færast austur og suður á bóginn upp á síðkastið í átt að Donba þar sem Rússar hafa reyndar barist með uppreisnarmönnum frá árinu 2014. Úkraínsku hermönnum hefur tekist að þvinga Rússa til undanhalds frá höfuðborgarsvæðinu. Í borginni Kramatrosk í Donesk héraði hefur sprengjum ringt yfir íbúana sem margir hafa særst. „Önnur sprengja sprakk síðan og höggbylgjan kastaði mér þvert yfir herbergið eða kannski yfir ganginn. Mér tókst víst að standa upp og fikra mig í átt að innganginum. Sjálfboðaliðarnir komu mér einhvern veginn út,“ segir Vitali Vyhotsev íbúi í borginni. Vitali missti sjónina í árásinni og dvelur nú á yfirfullu sjúkrahúsi. Eyðileggingin blasir víða við í borginni en úkraínsk yfirvöld óttast að stórsókn sé í undirbúningi og hafa hvatt íbúa á svæðinu til að flýja. Evrópusambandið hefur boðað hertari refsiaðgerðir, meðal annars innflutningsbann á kolum. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins sagði í dag viðbúið að stríðið geti dregist á langinn. „Við verðum að vera raunsæ og gera okkur grein fyrir að þetta gæti staðið lengi yfir, mánuðum saman, jafnvel árum. Af þeim sökum þurfum við að vera viðbúin því að þetta dragist á langinn, bæði að styðja við bakið á Úkraínu, viðhalda refsiaðgerðum og styrkja varnir okkar.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir „Það var engin virðing borin fyrir mannslífum“ Íslendingur segir eyðileggingu og ummerki eftir nauðganir og morð hafa blasað við þegar hann heimsótti bæinn Bucha í útjaðri Kænugarðs í gær. 6. apríl 2022 12:12 Úkraínuforseti vill Rússa út úr öryggisráðinu og draga þá fyrir stríðsglæpadómstól Forseti Úkraínu hvetur til þess að Rússar verði reknir úr öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrir stríðsglæpi og Evrópusambandið ætlar að banna innflutning á kolum frá Rússlandi og skipum þaðan að koma til evrópskra hafna. 5. apríl 2022 21:30 Saka Rússa um að hafa gert árásir á friðsæl mótmæli Úkraínumenn saka Rússa um að hafa gert sprengjuárásir á friðsæl mótmæli í sunnanverðri Úkraínu í dag. Stjórnvöld vara við hörðum átökum á svæðinu næstu daga. Frans páfi var óvenjuharðorður í garð Rússlandsforseta í ávarpi í dag. 2. apríl 2022 23:02 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Sjá meira
Þungamiðja innrásar Rússa hefur verið að færast austur og suður á bóginn upp á síðkastið í átt að Donba þar sem Rússar hafa reyndar barist með uppreisnarmönnum frá árinu 2014. Úkraínsku hermönnum hefur tekist að þvinga Rússa til undanhalds frá höfuðborgarsvæðinu. Í borginni Kramatrosk í Donesk héraði hefur sprengjum ringt yfir íbúana sem margir hafa særst. „Önnur sprengja sprakk síðan og höggbylgjan kastaði mér þvert yfir herbergið eða kannski yfir ganginn. Mér tókst víst að standa upp og fikra mig í átt að innganginum. Sjálfboðaliðarnir komu mér einhvern veginn út,“ segir Vitali Vyhotsev íbúi í borginni. Vitali missti sjónina í árásinni og dvelur nú á yfirfullu sjúkrahúsi. Eyðileggingin blasir víða við í borginni en úkraínsk yfirvöld óttast að stórsókn sé í undirbúningi og hafa hvatt íbúa á svæðinu til að flýja. Evrópusambandið hefur boðað hertari refsiaðgerðir, meðal annars innflutningsbann á kolum. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins sagði í dag viðbúið að stríðið geti dregist á langinn. „Við verðum að vera raunsæ og gera okkur grein fyrir að þetta gæti staðið lengi yfir, mánuðum saman, jafnvel árum. Af þeim sökum þurfum við að vera viðbúin því að þetta dragist á langinn, bæði að styðja við bakið á Úkraínu, viðhalda refsiaðgerðum og styrkja varnir okkar.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir „Það var engin virðing borin fyrir mannslífum“ Íslendingur segir eyðileggingu og ummerki eftir nauðganir og morð hafa blasað við þegar hann heimsótti bæinn Bucha í útjaðri Kænugarðs í gær. 6. apríl 2022 12:12 Úkraínuforseti vill Rússa út úr öryggisráðinu og draga þá fyrir stríðsglæpadómstól Forseti Úkraínu hvetur til þess að Rússar verði reknir úr öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrir stríðsglæpi og Evrópusambandið ætlar að banna innflutning á kolum frá Rússlandi og skipum þaðan að koma til evrópskra hafna. 5. apríl 2022 21:30 Saka Rússa um að hafa gert árásir á friðsæl mótmæli Úkraínumenn saka Rússa um að hafa gert sprengjuárásir á friðsæl mótmæli í sunnanverðri Úkraínu í dag. Stjórnvöld vara við hörðum átökum á svæðinu næstu daga. Frans páfi var óvenjuharðorður í garð Rússlandsforseta í ávarpi í dag. 2. apríl 2022 23:02 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Sjá meira
„Það var engin virðing borin fyrir mannslífum“ Íslendingur segir eyðileggingu og ummerki eftir nauðganir og morð hafa blasað við þegar hann heimsótti bæinn Bucha í útjaðri Kænugarðs í gær. 6. apríl 2022 12:12
Úkraínuforseti vill Rússa út úr öryggisráðinu og draga þá fyrir stríðsglæpadómstól Forseti Úkraínu hvetur til þess að Rússar verði reknir úr öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrir stríðsglæpi og Evrópusambandið ætlar að banna innflutning á kolum frá Rússlandi og skipum þaðan að koma til evrópskra hafna. 5. apríl 2022 21:30
Saka Rússa um að hafa gert árásir á friðsæl mótmæli Úkraínumenn saka Rússa um að hafa gert sprengjuárásir á friðsæl mótmæli í sunnanverðri Úkraínu í dag. Stjórnvöld vara við hörðum átökum á svæðinu næstu daga. Frans páfi var óvenjuharðorður í garð Rússlandsforseta í ávarpi í dag. 2. apríl 2022 23:02