Atvinnuflugmenn fordæma viðskipti ríkisstjórnarinnar við Bláfugl Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. apríl 2022 16:18 Jón Þór Þorvaldsson formaður FIA. Vísir/Arnar Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) fordæmir að íslenska utanríkisráðuneytið hafi ráðið flugfélagið Bláfugl, Bluebird Nordic, til þess að annast flutning á varningi, þ.á.m. hergögnum, til Póllands til aðstoðar Úkraínu vegna innrásar Rússlands. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu í dag. Kjarninn greindi frá því á mánudag að Bláfugl hefði tekið að sér flug með hergögn fyrir ráðuneytið. Í svörum utanríkisráðuneytisins til fréttastofu í vikunni kom fram að alls hefðu verið farin þrettán flug á vegum utanríkisráðuneytisins. Annars vegar er um að ræða vélar Atlanta og hins vegar Bláfugls. Athugasemdir FÍA snúa ekki að því að flugfélagið fljúgi með hergögn, þar með talið vopn, heldur að deilum sem félagið hefur átt við Bláfugl. FÍA segir Bláfugl, sem starfar á grundvelli íslensks flugrekstrarleyfis, hafi brotið gegn íslenskri vinnulöggjöf með félagslegum undirboðum og gerviverktöku, og sniðgengið kjarasamning sinn við FÍA. Vél Blue Bird Nordic. Flugfélagið hefur farið nokkrar ferðir fyrir utanríkisráðuneytið með hergögn til Póllands.Bluebird Nordic „Bláfugl hefur auk þess alfarið hundsað niðurstöðu Félagsdóms sem féll þann 16. september síðastliðinn og með því gert alvarlega atlögu að stjórnarskrárvörðum rétti stéttarfélaga og réttindum íslensks launafólks sem vinnur samkvæmt kjarasamningi. Það hlýtur að vera krafa okkar allra að íslensk fyrirtæki virði gildandi lög, kjarasamninga og niðurstöður dómstóla.“ Það sé því með öllu óásættanlegt að það fái að viðgangast að íslenska ríkið, í umboði skattgreiðenda, eigi viðskipti við slíkt félag. „FÍA hefur áður skorað á viðeigandi eftirlitsaðila, yfirvöld og ráðherra að láta sig málið varða og tryggja að Bláfugl fylgi íslenskum lögum og fari eftir niðurstöðum dómstóla.“ Sigurður Örn Ágústsson, stjórnarformaður Bláfugls, sem lét af störfum sem forstjóri félagsins á dögunum.bláfugl Starfsemi Bláfugls fer nánast eingöngu fram erlendis en félagið er í eigu Avia Solutions, fyrirtækis sem gerir út frá Kýpur. Stærsti eigandi félagsins er Litháinn Gediminas Ziemelis. Stjórnarformaður félagsins er Sigurður Örn Ágústsson en hann var einnig forstjóri þar til nýlega. Hann sagði í samtali við fréttastofu fyrr í vikunni að brotthvarf hans úr stól forstjóra hefði legið fyrir í nokkurn tíma og tengdist með engum hætti verkefnum Bláfugls fyrir utanríkisráðuneytið. Fréttir af flugi Hernaður Utanríkismál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Kjarninn greindi frá því á mánudag að Bláfugl hefði tekið að sér flug með hergögn fyrir ráðuneytið. Í svörum utanríkisráðuneytisins til fréttastofu í vikunni kom fram að alls hefðu verið farin þrettán flug á vegum utanríkisráðuneytisins. Annars vegar er um að ræða vélar Atlanta og hins vegar Bláfugls. Athugasemdir FÍA snúa ekki að því að flugfélagið fljúgi með hergögn, þar með talið vopn, heldur að deilum sem félagið hefur átt við Bláfugl. FÍA segir Bláfugl, sem starfar á grundvelli íslensks flugrekstrarleyfis, hafi brotið gegn íslenskri vinnulöggjöf með félagslegum undirboðum og gerviverktöku, og sniðgengið kjarasamning sinn við FÍA. Vél Blue Bird Nordic. Flugfélagið hefur farið nokkrar ferðir fyrir utanríkisráðuneytið með hergögn til Póllands.Bluebird Nordic „Bláfugl hefur auk þess alfarið hundsað niðurstöðu Félagsdóms sem féll þann 16. september síðastliðinn og með því gert alvarlega atlögu að stjórnarskrárvörðum rétti stéttarfélaga og réttindum íslensks launafólks sem vinnur samkvæmt kjarasamningi. Það hlýtur að vera krafa okkar allra að íslensk fyrirtæki virði gildandi lög, kjarasamninga og niðurstöður dómstóla.“ Það sé því með öllu óásættanlegt að það fái að viðgangast að íslenska ríkið, í umboði skattgreiðenda, eigi viðskipti við slíkt félag. „FÍA hefur áður skorað á viðeigandi eftirlitsaðila, yfirvöld og ráðherra að láta sig málið varða og tryggja að Bláfugl fylgi íslenskum lögum og fari eftir niðurstöðum dómstóla.“ Sigurður Örn Ágústsson, stjórnarformaður Bláfugls, sem lét af störfum sem forstjóri félagsins á dögunum.bláfugl Starfsemi Bláfugls fer nánast eingöngu fram erlendis en félagið er í eigu Avia Solutions, fyrirtækis sem gerir út frá Kýpur. Stærsti eigandi félagsins er Litháinn Gediminas Ziemelis. Stjórnarformaður félagsins er Sigurður Örn Ágústsson en hann var einnig forstjóri þar til nýlega. Hann sagði í samtali við fréttastofu fyrr í vikunni að brotthvarf hans úr stól forstjóra hefði legið fyrir í nokkurn tíma og tengdist með engum hætti verkefnum Bláfugls fyrir utanríkisráðuneytið.
Fréttir af flugi Hernaður Utanríkismál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira