Egill Ploder stöðvaði útsendingu til að ræða um andlega heilsu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. apríl 2022 23:02 Egill Ploder ræddi um mikilvægi andlegrar heilsu í útsendingu úrslitaviðureignar Framhaldsskólaleikanna. Stöð 2 eSport Fjölmiðlamaðurinn Egill Ploder sá ástæðu til að gera hlé á hefðbundinni dagskrá útsendingar í úrslitaviðureign Framhaldsskólaleika Rafíþróttasamtaka Íslands. Ástæðan var sú að Egill vildi ræða mikilvægt málefni, andlega heilsu. „Stoppum aðeins núna,“ sagði Egill skyndilega í upphafi innslagsins. „Núna var ég að sjá að það var að koma hérna inn - og við þurfum að veita þessu smá athygli hérna fyrir neðan, ertuokei.is - sem er mjög, mjög mikilvægt átak sem er í gangi.“ Inni á síðunni ertuokei.is getur fólk skoðað þá aðila sem bjóða aðstoð fyrir öll sem þangað leita þeim að kostnaðarlausu. Þangað getur fólk leitað eftir aðstoð fyrir sig sjálft eða rætt um áhyggjur sem þau hafa af öðrum. „Þetta er einfalt. Farðu inn á síðuna ertuokei.is ef þú ert að glíma við einhver veikindi, eða bara ef þér líður illa eða hvað það er. Negldu þér þá þarna inn og þarna eru allar helstu upplýsingar inni á þessari vefsíðu.“ Með Agli í stúdíóinu var meðal annara tónlistarmaðurinn Króli sem hefur sjálfur talað opinberlega um þau vandamál sem hann hefur þurft að glíma við á sinni ævi. „Það mikilvægasta er að vita að það að líða illa er bara það venjulegasta sem gerist. Andleg líðan er ekki keppni og ef þér líður einhverntíman ekki vel þá þýðir ekkert að miða sig við næsta mann, heldur bara gera eitthvað í málunum ef þig langar til að gera það,“ sagði Króli. Allir voru stjórnendur útsendingarinnar sammála um það að á einhverjum tímapunkti í lífi þeirra hafi þeim öllum liðið illa. Umræðan í kringum tölvuleikjaspilun ungmenna hefur oft verið á þá leið að krakkar eigi það til að loka sig inni tímunum saman til að spila. Þar af leiðandi geta þau orðið félagslega einangruð og líður af þeim völdum illa, en auðvitað eru ótal ástæður fyrir því að ungmennum, sem og öðrum, líði illa. Það voru því kannski engar ýkjur hjá Agli þegar hann sagði að þetta væri mikilvægt átak. Umræðuna um ertuokei.is má sjá í spilaranum hér fyrir neðan og nálgast má heimasíðuna sjálfa með því að smella hér. Klippa: FRÍS: Ertuokei.is Rafíþróttir Geðheilbrigði Framhaldsskólaleikarnir Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira
„Stoppum aðeins núna,“ sagði Egill skyndilega í upphafi innslagsins. „Núna var ég að sjá að það var að koma hérna inn - og við þurfum að veita þessu smá athygli hérna fyrir neðan, ertuokei.is - sem er mjög, mjög mikilvægt átak sem er í gangi.“ Inni á síðunni ertuokei.is getur fólk skoðað þá aðila sem bjóða aðstoð fyrir öll sem þangað leita þeim að kostnaðarlausu. Þangað getur fólk leitað eftir aðstoð fyrir sig sjálft eða rætt um áhyggjur sem þau hafa af öðrum. „Þetta er einfalt. Farðu inn á síðuna ertuokei.is ef þú ert að glíma við einhver veikindi, eða bara ef þér líður illa eða hvað það er. Negldu þér þá þarna inn og þarna eru allar helstu upplýsingar inni á þessari vefsíðu.“ Með Agli í stúdíóinu var meðal annara tónlistarmaðurinn Króli sem hefur sjálfur talað opinberlega um þau vandamál sem hann hefur þurft að glíma við á sinni ævi. „Það mikilvægasta er að vita að það að líða illa er bara það venjulegasta sem gerist. Andleg líðan er ekki keppni og ef þér líður einhverntíman ekki vel þá þýðir ekkert að miða sig við næsta mann, heldur bara gera eitthvað í málunum ef þig langar til að gera það,“ sagði Króli. Allir voru stjórnendur útsendingarinnar sammála um það að á einhverjum tímapunkti í lífi þeirra hafi þeim öllum liðið illa. Umræðan í kringum tölvuleikjaspilun ungmenna hefur oft verið á þá leið að krakkar eigi það til að loka sig inni tímunum saman til að spila. Þar af leiðandi geta þau orðið félagslega einangruð og líður af þeim völdum illa, en auðvitað eru ótal ástæður fyrir því að ungmennum, sem og öðrum, líði illa. Það voru því kannski engar ýkjur hjá Agli þegar hann sagði að þetta væri mikilvægt átak. Umræðuna um ertuokei.is má sjá í spilaranum hér fyrir neðan og nálgast má heimasíðuna sjálfa með því að smella hér. Klippa: FRÍS: Ertuokei.is
Rafíþróttir Geðheilbrigði Framhaldsskólaleikarnir Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira
Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Íslenski boltinn
Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Íslenski boltinn