Segist hafa látið ummælin falla í pirringi eftir mikla skemmtun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. apríl 2022 21:34 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir ummæli sín um Vigdísi Häsler framkvæmdastjóra Bændasamtakanna hafa fallið í pirringi og segist ekki ætla að endurtaka þau. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir ummæli sín um Vigdísi Häsler framkvæmdastjóra Bændasamtakanna hafa fallið eftir mikinn gleðskap og í pirringi. Sigurður Ingi tjáði sig í fyrsta sinn um málið við fjölmiðla í kvöldfréttum RÚV eftir að hafa komið sér undan fréttamönnum eftir ríkisstjórnarfund í dag. Frá því að fréttir bárust af ummælum Sigurðar Inga Jóhannssonar um Vigdísi Häsler framkvæmdastjóra Bændasamtakanna hefur ráðherra engar skýringar veitt á framferði sínu aðrar en þær sem komu fram í yfirlýsingu hans á Facebook. Sigurður Ingi mætti þó í beina úsendingu í kvöldfréttum RÚV og tjáði sig þar í fyrsta sinn um málið. „Það er þannig að á fimmtudagskvöldið síðasta þá var Búnaðarþingsboð. Mikill söngur, gleði, mikil skemmtun að hætti okkar Framsóknarmanna og bænda. Þegar nokkuð var liðið á samkomuna þá komu starfsmenn Bændasamtakanna til mín og vildu að ég tæki þátt í myndatöku sem fólst í því að lyfta framkvæmdastjóra Bændasamtakanna í einhvers konar planka,“ sagði Sigurður Ingi í kvöldfréttum RÚV. „Mér fannst það ekki viðeigandi, alls ekki við þessar aðstæður eða tíma, og lét þá falla orð sem ég sé eftir og hef beðist afsökunar á og skil vel upplifun Vigdísar. Þá reyndi ég að hafa samband við hana strax daginn eftir og reyndar um helgina í gegnum formann Bændasamtakanna þar sem ég vildi gefa henni svigrúm.“ Hann sagðist ekki ætla að endurtaka ummælin, en óljóst er hver þau voru nákvæmlega. Þau eiga að hafa verið eitthvað á þessa leið: Á að lyfta þeirri svörtu? „Það er einfaldlega þannig að það sem einu sinni hefur verið sagt of mikið á maður ekki að segja aftur og ég verð að segja alveg eins og er að maður þarf auðvitað að læra af mistökum sínum. Og eins og ég sagði í yfirlýsingu minni þá er það sárt að það þurfi að bitna á öðrum,“ segir Sigurður. „Það var komið langt inn í samkvæmið og ítrekað reynt að fá mig til að gera eitthvað sem að ég vildi ekki taka þátt af því að mér þótti það óviðeigandi og missti út úr mér þessi orð sem ég sé eftir.“ Vakið hefur athygli að aðstoðarmaður Sigurðar Inga, Ingveldur Sæmundsdóttir, svaraði um helgina fyrirspurn fjölmiðla um málið þannig að fréttir af ummælum hans væru algjört bull. Ráðherrann hefði ekkert slíkt sagt heldur haft á orði að hann vildi ekki halda á Sjálfstæðismanni við myndatökuna. Aðspurður segir Sigurður Ingveldi ekki munu sæta neinum afleiðingum fyrir meint ósannindi. „Nei, ég held það sé nú reyndar ekki þannig, þetta var hennar upplifun. Hún var ekki við hliðina á mér allan tímann. Þetta tók nokkrar mínútur og þegar hún stígur inn þá er þetta upplifun hennar, það sem hún heyrir,“ segir Sigurður. Sigurður segist þá upplifa að hann hafi traust innan ríkisstjórnarinnar, þó fjöldi ráðherra hafi fordæmt ummælin, og segist ekki hafa íhugað afsögn. „Nei, ég hef ekki íhugað það. Mér finnst ekki tilefni til þess.“ Framsóknarflokkurinn Kynþáttafordómar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir Ummæli Sigurðar óverjandi Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Sigurður Ingi Jóhannsson verði sjálfur að ákveða hvort hann þurfi að segja af sér ráðherraembætti vegna ummæla hans um framkvæmdastjóra Bændasamtakanna í síðustu viku. Sigurður Ingi kom sér undan fréttamönnum eftir ríkisstjórnarfundi í dag. 5. apríl 2022 20:38 Þvertekur fyrir að Framsókn sé rasískur flokkur Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra þvertekur fyrir að Framsókn sé á einhvern hátt rasískur flokkur og segir það duga þingflokki Framsóknar að Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður flokksins, hafi beðist afsökunar á ummælum sínum um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. 5. apríl 2022 15:01 Segir ráðherra reyna að stjórna umræðunni Ragna Sigurðardóttir, forseti Ungra jafnaðarmanna, hefur ýmislegt við hegðun Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, að athuga. Bæði varðandi ummælin sem hann lét falla í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, en líka hvernig hann hefur kosið að bregðast við eftir að fréttir af atvikinu tóku að spyrjast út. 5. apríl 2022 14:39 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Frá því að fréttir bárust af ummælum Sigurðar Inga Jóhannssonar um Vigdísi Häsler framkvæmdastjóra Bændasamtakanna hefur ráðherra engar skýringar veitt á framferði sínu aðrar en þær sem komu fram í yfirlýsingu hans á Facebook. Sigurður Ingi mætti þó í beina úsendingu í kvöldfréttum RÚV og tjáði sig þar í fyrsta sinn um málið. „Það er þannig að á fimmtudagskvöldið síðasta þá var Búnaðarþingsboð. Mikill söngur, gleði, mikil skemmtun að hætti okkar Framsóknarmanna og bænda. Þegar nokkuð var liðið á samkomuna þá komu starfsmenn Bændasamtakanna til mín og vildu að ég tæki þátt í myndatöku sem fólst í því að lyfta framkvæmdastjóra Bændasamtakanna í einhvers konar planka,“ sagði Sigurður Ingi í kvöldfréttum RÚV. „Mér fannst það ekki viðeigandi, alls ekki við þessar aðstæður eða tíma, og lét þá falla orð sem ég sé eftir og hef beðist afsökunar á og skil vel upplifun Vigdísar. Þá reyndi ég að hafa samband við hana strax daginn eftir og reyndar um helgina í gegnum formann Bændasamtakanna þar sem ég vildi gefa henni svigrúm.“ Hann sagðist ekki ætla að endurtaka ummælin, en óljóst er hver þau voru nákvæmlega. Þau eiga að hafa verið eitthvað á þessa leið: Á að lyfta þeirri svörtu? „Það er einfaldlega þannig að það sem einu sinni hefur verið sagt of mikið á maður ekki að segja aftur og ég verð að segja alveg eins og er að maður þarf auðvitað að læra af mistökum sínum. Og eins og ég sagði í yfirlýsingu minni þá er það sárt að það þurfi að bitna á öðrum,“ segir Sigurður. „Það var komið langt inn í samkvæmið og ítrekað reynt að fá mig til að gera eitthvað sem að ég vildi ekki taka þátt af því að mér þótti það óviðeigandi og missti út úr mér þessi orð sem ég sé eftir.“ Vakið hefur athygli að aðstoðarmaður Sigurðar Inga, Ingveldur Sæmundsdóttir, svaraði um helgina fyrirspurn fjölmiðla um málið þannig að fréttir af ummælum hans væru algjört bull. Ráðherrann hefði ekkert slíkt sagt heldur haft á orði að hann vildi ekki halda á Sjálfstæðismanni við myndatökuna. Aðspurður segir Sigurður Ingveldi ekki munu sæta neinum afleiðingum fyrir meint ósannindi. „Nei, ég held það sé nú reyndar ekki þannig, þetta var hennar upplifun. Hún var ekki við hliðina á mér allan tímann. Þetta tók nokkrar mínútur og þegar hún stígur inn þá er þetta upplifun hennar, það sem hún heyrir,“ segir Sigurður. Sigurður segist þá upplifa að hann hafi traust innan ríkisstjórnarinnar, þó fjöldi ráðherra hafi fordæmt ummælin, og segist ekki hafa íhugað afsögn. „Nei, ég hef ekki íhugað það. Mér finnst ekki tilefni til þess.“
Framsóknarflokkurinn Kynþáttafordómar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir Ummæli Sigurðar óverjandi Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Sigurður Ingi Jóhannsson verði sjálfur að ákveða hvort hann þurfi að segja af sér ráðherraembætti vegna ummæla hans um framkvæmdastjóra Bændasamtakanna í síðustu viku. Sigurður Ingi kom sér undan fréttamönnum eftir ríkisstjórnarfundi í dag. 5. apríl 2022 20:38 Þvertekur fyrir að Framsókn sé rasískur flokkur Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra þvertekur fyrir að Framsókn sé á einhvern hátt rasískur flokkur og segir það duga þingflokki Framsóknar að Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður flokksins, hafi beðist afsökunar á ummælum sínum um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. 5. apríl 2022 15:01 Segir ráðherra reyna að stjórna umræðunni Ragna Sigurðardóttir, forseti Ungra jafnaðarmanna, hefur ýmislegt við hegðun Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, að athuga. Bæði varðandi ummælin sem hann lét falla í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, en líka hvernig hann hefur kosið að bregðast við eftir að fréttir af atvikinu tóku að spyrjast út. 5. apríl 2022 14:39 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Ummæli Sigurðar óverjandi Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Sigurður Ingi Jóhannsson verði sjálfur að ákveða hvort hann þurfi að segja af sér ráðherraembætti vegna ummæla hans um framkvæmdastjóra Bændasamtakanna í síðustu viku. Sigurður Ingi kom sér undan fréttamönnum eftir ríkisstjórnarfundi í dag. 5. apríl 2022 20:38
Þvertekur fyrir að Framsókn sé rasískur flokkur Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra þvertekur fyrir að Framsókn sé á einhvern hátt rasískur flokkur og segir það duga þingflokki Framsóknar að Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður flokksins, hafi beðist afsökunar á ummælum sínum um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. 5. apríl 2022 15:01
Segir ráðherra reyna að stjórna umræðunni Ragna Sigurðardóttir, forseti Ungra jafnaðarmanna, hefur ýmislegt við hegðun Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, að athuga. Bæði varðandi ummælin sem hann lét falla í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, en líka hvernig hann hefur kosið að bregðast við eftir að fréttir af atvikinu tóku að spyrjast út. 5. apríl 2022 14:39