Umsækjendur látnir byggja flugvél með legókubbum undir dúndrandi tónlist Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. apríl 2022 20:01 Jónína Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Play. Vísir/Egill Hátt í fimm þúsund manns sóttust eftir því að verða flugmenn og flugliðar hjá flugfélaginu Play, þegar auglýst var eftir umsóknum fyrr á þessu ári. Umsækjendur voru látnir byggja flugvél með legókubbum með háværa tónlist í eyrunum og spurðir í hvaða hljómsveit forstjórinn hefði spilað á trommur. Flugfreyjustarfið hefur almennt verið sveipa ðeinhvers konar dýrðarljóma sem fagrar, brosmildar konur í háum hælum virtust einna helst hafa sóst eftir. Flug-tímarnir hafa sannarlega breyst því á meðan það var frekar undantekningin en reglan að halda út í heim, prúðbúinn að sjálfsögðu, eru utanlandsferðir orðnar mun hversdagslegri. En - þrátt fyrir breytta tíma er eitt sem hefur ekkert breyst. Flugfreyjustarfið, eða flugliðastarfið eins og það kallast í dag, er alveg jafn eftirsóknarvert, líka hjá körlum, og það sést einna helst á fjölda umsækjenda. Hátt í fimm þúsund manns sóttu nefnilega um starf hjá Play í sumar, en til að setja það ísamhengi eru það jafn margir og allir íbúar Grindavíkur og Sandgerðis samanlagt og fleiri en allir íbúar Seltjarnarness. „Vissulega eru þessi störf skemmtileg, en eru líka mjög krefjandi og henta ekkert öllum,“ segir Jónína Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Play. Aðsóknin var sömuleiðis mikil hjá Icelandair, þar sem umsóknir um sumarstarf voru 1500 talsins, og um 540 verða ráðnir. Um 100 voru ráðnir hjá hinu nýja flugfélagi, Play. Umsóknarferlið var hins vegar ekki þrautalaust, umsækjendur fóru fyrst í viðtöl, svo hópaviðtöl, þar sem þau þurftu að leysa ýmis verkefni. „Við vorum meðal annars með verkefni þar sem fólk er undir mikilli truflun, látið byggja ákveðinn skúlptúr úr legókubbum, og hjálpast að blindandi,“ segir Jónína. Þá voru einnig hraðaspurningar og spurningakeppni þar sem umsækjendur voru meðal annars spurðir í hvaða hljómsveit forstjórinn, Birgir Jónsson, var. „Það mátti svara vitlaust en ég held að forstjóranum hafi fundist skemmtilegt þegar hann var sagður vera í Skítamóral og öðrum hljómsveitum,“ segir Jónína og hlær. En hljómsveitin Dimma var það víst. Og þau 100 sem komust áfram hafa undanfarnar vikur sótt þjálfun hjá Play og fóru meðal annars til Kaupmannahafnar þar sem þau lærðu réttu handtökin fyrir háloftin. Fréttir af flugi Play Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Sjá meira
Flugfreyjustarfið hefur almennt verið sveipa ðeinhvers konar dýrðarljóma sem fagrar, brosmildar konur í háum hælum virtust einna helst hafa sóst eftir. Flug-tímarnir hafa sannarlega breyst því á meðan það var frekar undantekningin en reglan að halda út í heim, prúðbúinn að sjálfsögðu, eru utanlandsferðir orðnar mun hversdagslegri. En - þrátt fyrir breytta tíma er eitt sem hefur ekkert breyst. Flugfreyjustarfið, eða flugliðastarfið eins og það kallast í dag, er alveg jafn eftirsóknarvert, líka hjá körlum, og það sést einna helst á fjölda umsækjenda. Hátt í fimm þúsund manns sóttu nefnilega um starf hjá Play í sumar, en til að setja það ísamhengi eru það jafn margir og allir íbúar Grindavíkur og Sandgerðis samanlagt og fleiri en allir íbúar Seltjarnarness. „Vissulega eru þessi störf skemmtileg, en eru líka mjög krefjandi og henta ekkert öllum,“ segir Jónína Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Play. Aðsóknin var sömuleiðis mikil hjá Icelandair, þar sem umsóknir um sumarstarf voru 1500 talsins, og um 540 verða ráðnir. Um 100 voru ráðnir hjá hinu nýja flugfélagi, Play. Umsóknarferlið var hins vegar ekki þrautalaust, umsækjendur fóru fyrst í viðtöl, svo hópaviðtöl, þar sem þau þurftu að leysa ýmis verkefni. „Við vorum meðal annars með verkefni þar sem fólk er undir mikilli truflun, látið byggja ákveðinn skúlptúr úr legókubbum, og hjálpast að blindandi,“ segir Jónína. Þá voru einnig hraðaspurningar og spurningakeppni þar sem umsækjendur voru meðal annars spurðir í hvaða hljómsveit forstjórinn, Birgir Jónsson, var. „Það mátti svara vitlaust en ég held að forstjóranum hafi fundist skemmtilegt þegar hann var sagður vera í Skítamóral og öðrum hljómsveitum,“ segir Jónína og hlær. En hljómsveitin Dimma var það víst. Og þau 100 sem komust áfram hafa undanfarnar vikur sótt þjálfun hjá Play og fóru meðal annars til Kaupmannahafnar þar sem þau lærðu réttu handtökin fyrir háloftin.
Fréttir af flugi Play Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Sjá meira