Vilja reisa nýtt gagnaver á Akureyri Eiður Þór Árnason skrifar 5. apríl 2022 16:41 Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri atNorth, og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar. Aðsend Forstjóri atNorth og bæjarstjórinn á Akureyri undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um byggingu og rekstur gagnavers á Akureyri. Fyrirtækið hyggst leigja lóð undir starfsemina á skipulögðu athafnasvæði í útjaðri bæjarins og stefnir á að hefja framkvæmdir þar á næstu mánuðum. AtNorth, sem hét áður Advania Data Centers, rekur gagnaver í Reykjanesbæ, Hafnarfirði og í Stokkhólmi í Svíþjóð. Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri atNorth, segir í tilkynningu að kostir þess að byggja gagnaver á Akureyri séu ótvíræðir. Á svæðinu sé til staðar mikil þekking og traust fyrirtæki sem geti veitt atNorth góða þjónustu við rekstur og viðhald á tæknibúnaði í gagnaverinu. „Héðan ætlum við bæði að þjóna innlendum og erlendum viðskiptavinum, en með gagnaveri á Akureyri getum við dreift betur áhættunni í rekstrinum. Vistun og vinnsla gagna fer þá fram á fleiri stöðum en áður, aðgengi að gagnatengingum úr landi verður betra og öryggismálum verður enn betur fyrir komið,” segir Eyjólfur Magnús. Góðar flugsamgöngur skipti líka sköpum, enda taki aðeins um klukkustund að komast frá Reykjavíkurflugvelli inn í nýtt gagnaver atNorth á Akureyri þegar verkefninu verði lokið. Vonast til að opna á fyrri helmingi næsta árs Gísli Kr. Katrínarson, framkvæmdarstjóri sölu- og markaðssviðs hjá atNorth, segir í samtali við Vísi að í fyrstu sé stefnt að því að nota tíu megavött af raforku fyrir nýja gagnaverið en við þau mörk telst iðnaður vera stórnotandi raforku. Gagnaverið verði þó í fyrstu minna í sniðum en gagnaver atNorth byggja á húseiningakerfi sem gerir fyrirtækinu kleift að stækka þau auðveldlega eftir þörfum. Gísli segir fyrirtækið nú í viðræðum við orkufyrirtæki til að kanna hversu mikil orka sé fáanleg á svæðinu. Hann bætir við að stefnt sé að því að taka nýja gagnaverið í notkun á fyrri helmingi næsta árs en það verður staðsett á iðnaðarsvæði fyrir neðan Hlíðarfjall. „Við erum búin að gera samninga við viðskiptavini í hátækniiðnaði sem þurfa ekki tíu megavött frá upphafi þannig að við höfum smá tíma til að komast upp í tíu megavött en það er stefnan okkar,“ segir Gísli. Hann auglýsir jafnframt eftir fyrirtækjum eða aðilum sem telja sig geta endurnýtt varma frá nýja gagnaverinu. Í gagnaveri atNorth í Stokkhólmi er hiti frá tölvubúnaðinum nýttur í hitaveitukerfi nærliggjandi svæðis. „Okkur hefur til dæmis dottið í hug ræktun og við höfum séð að í Noregi er hiti frá gagnaveri notaður í landeldi. Það eru ýmsir möguleikar sem skapast af þessum afleidda hita,“ segir Gísli. Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri atNorth.atNorth Styrki atvinnulífið á svæðinu Verkefnið er sagt vera liður í uppbyggingu græns iðnaðar á Akureyri og koma til með að auka fjölbreytni og fjölga störfum í hátækniiðnaði á svæðinu. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, fagnar boðaðri uppbyggingu og segir hana styrkja atvinnulífið á svæðinu. „Þetta verkefni rímar vel við nýlegar innviðaframkvæmdir á Norðausturlandi sem tryggja raforkuflutning inn á svæðið. Aukið öryggi í flutningi raforku inn á Eyjafjarðarsvæðið gerir uppbyggingu af þessu tagi mögulega með öllum þeim jákvæðu samfélagsáhrifum sem fylgja,” er haft eftir Ásthildi í tilkynningu. Fyrirtækið selt í lok síðasta árs Að sögn atNorth hefur hröð tæknivæðing og stafræn þróun í atvinnulífinu, rannsóknum og gagnavistun kallað mjög á aukna gagna- og reiknigetu. Mikil eftirspurn sé eftir þjónustu gagnavera fyrirtækisins í Reykjanesbæ og Hafnarfirði. atNorth segist vera með til skoðunar að reisa risagagnaver annars staðar á Norðurlöndunum og áætluð orkuþörf þess sé um 50 megavött. Í desember 2021 var tilkynnt um kaup svissneska fjárfestingarfélagsins Partners Group, sem er skráð á markað og er eitt það stærsta sinnar tegundar í Evrópu, á atNorth. Ekki var upplýst um kaupverðið á þeim tíma en samkvæmt heimildum Innherja nam heildarvirði (e. enterprise value) atNorth í viðskiptunum um 350 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði 45,5 milljörðum íslenskra króna á þáverandi gengi. Fréttin hefur verið uppfærð. Akureyri Upplýsingatækni Tengdar fréttir Erlendir sjóðir keyptu þrjú íslensk gagnaver fyrir meira en 100 milljarða undir lok ársins Afar samkeppnishæft og stöðugt orkuverð, sem varð á skömmum tíma talsvert lægra hér á landi í samanburði við Evrópu þar sem það hefur hækkað skarpt á tímum faraldursins, ásamt ört vaxandi áhuga alþjóðlegra fjárfestingarsjóða á gagnaversiðnaði skilaði sér í því að þrjú stærstu gagnaverin sem eru starfrækt á Íslandi voru seld fyrir samanlagt yfir 100 milljarða króna á síðustu mánuðum ársins 2021. 9. febrúar 2022 06:02 Partners Group kaupir atNorth Alþjóðlega fjárfestingafélagið Partners Group hefur samið um kaup á hátæknifyrirtækinu atNorth sem rekur í dag þrjú gagnaver á Íslandi og í Svíþjóð. 21. desember 2021 08:55 atNorth semur um kaup á raforku í kjölfar stækkunar gagnavera Landsvirkjun og atNorth hafa undirritað nýjan raforkusamning til tveggja ára. 1. júlí 2021 09:28 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
AtNorth, sem hét áður Advania Data Centers, rekur gagnaver í Reykjanesbæ, Hafnarfirði og í Stokkhólmi í Svíþjóð. Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri atNorth, segir í tilkynningu að kostir þess að byggja gagnaver á Akureyri séu ótvíræðir. Á svæðinu sé til staðar mikil þekking og traust fyrirtæki sem geti veitt atNorth góða þjónustu við rekstur og viðhald á tæknibúnaði í gagnaverinu. „Héðan ætlum við bæði að þjóna innlendum og erlendum viðskiptavinum, en með gagnaveri á Akureyri getum við dreift betur áhættunni í rekstrinum. Vistun og vinnsla gagna fer þá fram á fleiri stöðum en áður, aðgengi að gagnatengingum úr landi verður betra og öryggismálum verður enn betur fyrir komið,” segir Eyjólfur Magnús. Góðar flugsamgöngur skipti líka sköpum, enda taki aðeins um klukkustund að komast frá Reykjavíkurflugvelli inn í nýtt gagnaver atNorth á Akureyri þegar verkefninu verði lokið. Vonast til að opna á fyrri helmingi næsta árs Gísli Kr. Katrínarson, framkvæmdarstjóri sölu- og markaðssviðs hjá atNorth, segir í samtali við Vísi að í fyrstu sé stefnt að því að nota tíu megavött af raforku fyrir nýja gagnaverið en við þau mörk telst iðnaður vera stórnotandi raforku. Gagnaverið verði þó í fyrstu minna í sniðum en gagnaver atNorth byggja á húseiningakerfi sem gerir fyrirtækinu kleift að stækka þau auðveldlega eftir þörfum. Gísli segir fyrirtækið nú í viðræðum við orkufyrirtæki til að kanna hversu mikil orka sé fáanleg á svæðinu. Hann bætir við að stefnt sé að því að taka nýja gagnaverið í notkun á fyrri helmingi næsta árs en það verður staðsett á iðnaðarsvæði fyrir neðan Hlíðarfjall. „Við erum búin að gera samninga við viðskiptavini í hátækniiðnaði sem þurfa ekki tíu megavött frá upphafi þannig að við höfum smá tíma til að komast upp í tíu megavött en það er stefnan okkar,“ segir Gísli. Hann auglýsir jafnframt eftir fyrirtækjum eða aðilum sem telja sig geta endurnýtt varma frá nýja gagnaverinu. Í gagnaveri atNorth í Stokkhólmi er hiti frá tölvubúnaðinum nýttur í hitaveitukerfi nærliggjandi svæðis. „Okkur hefur til dæmis dottið í hug ræktun og við höfum séð að í Noregi er hiti frá gagnaveri notaður í landeldi. Það eru ýmsir möguleikar sem skapast af þessum afleidda hita,“ segir Gísli. Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri atNorth.atNorth Styrki atvinnulífið á svæðinu Verkefnið er sagt vera liður í uppbyggingu græns iðnaðar á Akureyri og koma til með að auka fjölbreytni og fjölga störfum í hátækniiðnaði á svæðinu. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, fagnar boðaðri uppbyggingu og segir hana styrkja atvinnulífið á svæðinu. „Þetta verkefni rímar vel við nýlegar innviðaframkvæmdir á Norðausturlandi sem tryggja raforkuflutning inn á svæðið. Aukið öryggi í flutningi raforku inn á Eyjafjarðarsvæðið gerir uppbyggingu af þessu tagi mögulega með öllum þeim jákvæðu samfélagsáhrifum sem fylgja,” er haft eftir Ásthildi í tilkynningu. Fyrirtækið selt í lok síðasta árs Að sögn atNorth hefur hröð tæknivæðing og stafræn þróun í atvinnulífinu, rannsóknum og gagnavistun kallað mjög á aukna gagna- og reiknigetu. Mikil eftirspurn sé eftir þjónustu gagnavera fyrirtækisins í Reykjanesbæ og Hafnarfirði. atNorth segist vera með til skoðunar að reisa risagagnaver annars staðar á Norðurlöndunum og áætluð orkuþörf þess sé um 50 megavött. Í desember 2021 var tilkynnt um kaup svissneska fjárfestingarfélagsins Partners Group, sem er skráð á markað og er eitt það stærsta sinnar tegundar í Evrópu, á atNorth. Ekki var upplýst um kaupverðið á þeim tíma en samkvæmt heimildum Innherja nam heildarvirði (e. enterprise value) atNorth í viðskiptunum um 350 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði 45,5 milljörðum íslenskra króna á þáverandi gengi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Akureyri Upplýsingatækni Tengdar fréttir Erlendir sjóðir keyptu þrjú íslensk gagnaver fyrir meira en 100 milljarða undir lok ársins Afar samkeppnishæft og stöðugt orkuverð, sem varð á skömmum tíma talsvert lægra hér á landi í samanburði við Evrópu þar sem það hefur hækkað skarpt á tímum faraldursins, ásamt ört vaxandi áhuga alþjóðlegra fjárfestingarsjóða á gagnaversiðnaði skilaði sér í því að þrjú stærstu gagnaverin sem eru starfrækt á Íslandi voru seld fyrir samanlagt yfir 100 milljarða króna á síðustu mánuðum ársins 2021. 9. febrúar 2022 06:02 Partners Group kaupir atNorth Alþjóðlega fjárfestingafélagið Partners Group hefur samið um kaup á hátæknifyrirtækinu atNorth sem rekur í dag þrjú gagnaver á Íslandi og í Svíþjóð. 21. desember 2021 08:55 atNorth semur um kaup á raforku í kjölfar stækkunar gagnavera Landsvirkjun og atNorth hafa undirritað nýjan raforkusamning til tveggja ára. 1. júlí 2021 09:28 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Erlendir sjóðir keyptu þrjú íslensk gagnaver fyrir meira en 100 milljarða undir lok ársins Afar samkeppnishæft og stöðugt orkuverð, sem varð á skömmum tíma talsvert lægra hér á landi í samanburði við Evrópu þar sem það hefur hækkað skarpt á tímum faraldursins, ásamt ört vaxandi áhuga alþjóðlegra fjárfestingarsjóða á gagnaversiðnaði skilaði sér í því að þrjú stærstu gagnaverin sem eru starfrækt á Íslandi voru seld fyrir samanlagt yfir 100 milljarða króna á síðustu mánuðum ársins 2021. 9. febrúar 2022 06:02
Partners Group kaupir atNorth Alþjóðlega fjárfestingafélagið Partners Group hefur samið um kaup á hátæknifyrirtækinu atNorth sem rekur í dag þrjú gagnaver á Íslandi og í Svíþjóð. 21. desember 2021 08:55
atNorth semur um kaup á raforku í kjölfar stækkunar gagnavera Landsvirkjun og atNorth hafa undirritað nýjan raforkusamning til tveggja ára. 1. júlí 2021 09:28