„Ekki í mínu besta standi en held, vona og líður eins og ég sé ekki langt frá því“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. apríl 2022 14:01 Sara Björk Gunnarsdottir með samherja sinn hjá Lyon, Catarinu Macario, á bakinu eftir sigur á Juventus í Meistaradeild Evrópu. getty/Johannes Simon Sara Björk Gunnarsdóttir segist ekki enn vera komin í sitt besta form en það styttist í það. Hún hefði viljað fá fleiri tækifæri með Lyon eftir að hún sneri aftur eftir barnsburð. Eftir rúmlega árs fjarveru var Sara valin aftur í íslenska landsliðið sem mætir Hvíta-Rússlandi og Tékklandi í undankeppni HM á næstu dögum. Hún hefur ekki leikið landsleik síðan 1. desember. Ísland tryggði sér þá sæti á EM með 0-1 útisigri á Ungverjalandi. Sara eignaðist sitt fyrsta barn í nóvember og sneri aftur á völlinn í síðasta mánuði. Hún hefur komið við sögu í þremur leikjum með Lyon, tveimur í frönsku úrvalsdeildinni og einum í Meistaradeild Evrópu. „Það er stór pakki núna,“ sagði Sara á blaðamannafundi landsliðsins í dag. „Í fyrsta lagi er ótrúlega gaman að vera komin til baka með Lyon og vera komin aftur í landsliðið að hitta stelpurnar. Að koma til baka á þessum tímapunkti er ótrúlega skemmtilegt.“ Sara hefur ekki leikið landsleik síðan í lok árs 2020.vísir/vilhelm Sara segist allt eins hafa átt von á því að Þorsteinn Halldórsson myndi velja hana í landsliðið að þessu sinni. „Já og nei. Ég átti von á einhverju samtali við Steina. Hann hringdi í mig og spurði hvernig staðan væri á mér. Ég sagði að hún væri góð þrátt fyrir að hafa ekki fengið mikið af mínútum. Þetta var ákvörðun hans að velja mig. Hann tók mig inn í hópinn og ég var ánægð með það,“ sagði Sara. Ekkert ákveðið með spiltíma Hún sagði að ekkert hefði verið ákveðið hvað hún myndi spila mikið í landsleikjunum tveimur sem framundan eru og benti á landsliðsþjálfarann. „Nei, að hefur ekki verið rætt neitt. Þetta er fyrsti dagurinn og við eigum eftir að tala um það. Það kemur bara í ljós. Það verður að spyrja Steina að því,“ sagði Sara. Hún segist vera í góðu líkamlegu formi en neitar því ekki að hún hefði viljað fá fleiri mínútur með Lyon að undanförnu. Sara varð Evrópumeistari með Lyon 2020.getty/Tullio Puglia „Ég er búin að vera æfa ótrúlega vel með Lyon. Ég hef kannski ekki fengið þær mínútur sem ég vildi. Ég er búin að spila mest 45 mínútur og einhverjar fimm og tíu mínútur. Ég er ekki í mínu besta standi, það er alveg á hreinu en ég held, vona og líður eins og ég sé ekki langt frá því,“ sagði Sara sem er leikjahæst í sögu íslenska landsliðsins með 136 leiki. Ekkert varðandi óléttuna sem kom í veg fyrir að ég myndi byrja að æfa Hún segist ekki hafa átt von á því að koma jafn snemma til baka eftir barnsburð og raun bar vitni. „Tilfinningin er góð. Ég bjóst kannski ekki við því að koma svona fljótt til baka. Ég var með það markmið að byrja að æfa með liðinu í febrúar eða mars. Það kom mér á óvart hversu fljótt líkaminn aðlagaðist æfingaálaginu,“ sagði Sara. „Ég fann í raun ekki fyrir því að óléttan hafi stoppað mig í að koma til baka. Ég tognaði einu sinni í kálfa eftir tvær vikur af æfingum. Það var ekkert varðandi óléttuna sem kom í veg fyrir að ég myndi byrja að æfa. Það er góð tilfinning að vera komin aftur inn í klefa og í mitt umhverfi.“ Franski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira
Eftir rúmlega árs fjarveru var Sara valin aftur í íslenska landsliðið sem mætir Hvíta-Rússlandi og Tékklandi í undankeppni HM á næstu dögum. Hún hefur ekki leikið landsleik síðan 1. desember. Ísland tryggði sér þá sæti á EM með 0-1 útisigri á Ungverjalandi. Sara eignaðist sitt fyrsta barn í nóvember og sneri aftur á völlinn í síðasta mánuði. Hún hefur komið við sögu í þremur leikjum með Lyon, tveimur í frönsku úrvalsdeildinni og einum í Meistaradeild Evrópu. „Það er stór pakki núna,“ sagði Sara á blaðamannafundi landsliðsins í dag. „Í fyrsta lagi er ótrúlega gaman að vera komin til baka með Lyon og vera komin aftur í landsliðið að hitta stelpurnar. Að koma til baka á þessum tímapunkti er ótrúlega skemmtilegt.“ Sara hefur ekki leikið landsleik síðan í lok árs 2020.vísir/vilhelm Sara segist allt eins hafa átt von á því að Þorsteinn Halldórsson myndi velja hana í landsliðið að þessu sinni. „Já og nei. Ég átti von á einhverju samtali við Steina. Hann hringdi í mig og spurði hvernig staðan væri á mér. Ég sagði að hún væri góð þrátt fyrir að hafa ekki fengið mikið af mínútum. Þetta var ákvörðun hans að velja mig. Hann tók mig inn í hópinn og ég var ánægð með það,“ sagði Sara. Ekkert ákveðið með spiltíma Hún sagði að ekkert hefði verið ákveðið hvað hún myndi spila mikið í landsleikjunum tveimur sem framundan eru og benti á landsliðsþjálfarann. „Nei, að hefur ekki verið rætt neitt. Þetta er fyrsti dagurinn og við eigum eftir að tala um það. Það kemur bara í ljós. Það verður að spyrja Steina að því,“ sagði Sara. Hún segist vera í góðu líkamlegu formi en neitar því ekki að hún hefði viljað fá fleiri mínútur með Lyon að undanförnu. Sara varð Evrópumeistari með Lyon 2020.getty/Tullio Puglia „Ég er búin að vera æfa ótrúlega vel með Lyon. Ég hef kannski ekki fengið þær mínútur sem ég vildi. Ég er búin að spila mest 45 mínútur og einhverjar fimm og tíu mínútur. Ég er ekki í mínu besta standi, það er alveg á hreinu en ég held, vona og líður eins og ég sé ekki langt frá því,“ sagði Sara sem er leikjahæst í sögu íslenska landsliðsins með 136 leiki. Ekkert varðandi óléttuna sem kom í veg fyrir að ég myndi byrja að æfa Hún segist ekki hafa átt von á því að koma jafn snemma til baka eftir barnsburð og raun bar vitni. „Tilfinningin er góð. Ég bjóst kannski ekki við því að koma svona fljótt til baka. Ég var með það markmið að byrja að æfa með liðinu í febrúar eða mars. Það kom mér á óvart hversu fljótt líkaminn aðlagaðist æfingaálaginu,“ sagði Sara. „Ég fann í raun ekki fyrir því að óléttan hafi stoppað mig í að koma til baka. Ég tognaði einu sinni í kálfa eftir tvær vikur af æfingum. Það var ekkert varðandi óléttuna sem kom í veg fyrir að ég myndi byrja að æfa. Það er góð tilfinning að vera komin aftur inn í klefa og í mitt umhverfi.“
Franski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira